Maður er náttúrulega bara geðveikur að koma sér í svona aðstæður!

Á þá er að leggja lokahönd á verkið.  Shitt!  Hvernig er hægt að hlakka geðveikt til og vera massa kvíðin á sama tíma?  Stundum held ég að ég hafi fengið of mikið af tilfinningum í vöggugjöf ég veit ekkert hvað ég á að gera við þær stundum.  Eina sem hefur virkað hingað til er að  hrista hausinn og hugsa um Star Trek.  Úff. En á Laugardaginn er stóri dagurinn.  Svona smá preview á því sem koma skal hér fyrir neðan...Það gæti samt verið að ég færi í fósturstellingu og myndi missa minnið og ganga útí hraun á Föstudagskvöldið.  Ef þið sjáið lítinn ljóshærðan dverg, froðufellandi og syngjandi símatexta þá er það ég og látið mig í friði!  Ekki finna mig.  Ég vil ekki verða fundin!  Ég get orðið svona ferðamannaaðdráttarafl á Suðurnesjum.....Syngjandi bullandi geðveikur dvergur sem syngur símatexta og dansar ballett!  Fólk borgar nú fyrir meiri vitleysu.  Hey!  Ég get fengið Bláa lónið til að styrkja mig.....ok frábær hugmynd! Best að salta hana. 

hildur

valli

palli

marko

katrin

gudny

dori

strakar

vid


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hmmm....ég er nú ekki viss um að ég kunni við að eiga villuráfandi frænkudverg í hrauninu á Reykjanesskagnum, vil vita svona ca hvar þú ert.  Annars er ég viss um að þú rúllar þessu upp eins og öllu sem þú tekur þér fyrir hendur, þú ert duglegust.  Það var smá prentvilla hjá mér varðandi uppþvottavélina, hún réðst á ömmsuna þína...hún er bara svo skratti þung að hún gat ekki fleygt henni út.  Knús frá okkur öllum í Skeiðarvogi

Willa (IP-tala skráð) 30.4.2009 kl. 11:30

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hvað er að fera að gerst.

Frábært auðvitað að þú stofnaðir sprotafyrirtæki utan um dverginn.

Alltaf eftirspurn í ruglaða svoleiðis.

Og að lokum: Hver er hin á myndinni við?  Á ég kannski að vita það ormurinn þinn?

Jenný Anna Baldursdóttir, 1.5.2009 kl. 00:30

3 Smámynd: Garún

Nei nei nei...þetta eru starfsmenn Vodafone.  Snillingar með meiru.  Ég er að hjálpa þeim fyrir árshátíðina þeirra...Við erum að flippa geðveikt...Leiklist babe, leiklist.....Já líst þér vel á sprotafyrirtækið mitt?

Garún, 1.5.2009 kl. 00:34

4 Smámynd: G.Helga Ingadóttir

Gott að þú hefur næg verkefni .. en þetta með dverginn, ég veit ekki, margur er knár þó hann sé smár ... Getur ekki verið að þú sért bara stórasta kona í heimi ???

G.Helga Ingadóttir, 2.5.2009 kl. 16:12

5 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Er ekki búið að banna dvergakast  í Ástralíu, má athuga með það hér !?!?!?!?

Svona í sprotafyrirtækjahugmyndabankann þinn. - Jafnvel bjóða upp á "dvergakast" í Bláa lóninu. -   

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 2.5.2009 kl. 23:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband