6.5.2009 | 21:36
Skuggi komin heim!
Loksins er hann komin í höfn..já ok eða Hafnir. Uss smáatriði! Það var jafn erfitt að kljúfa atómið eins og að koma þessu 207 kg flykki inní stofuna. Já já ég veit mótorhjól eiga ekki að vera í stofunni! En afhverju ekki? Hver ákveður hvað má vera inní stofu og hvað má ekki vera inní stofu. Fólk er nú með ýmisslegt ljótt inní stofu hjá sér eins og til dæmis sófa, lampa, kertasstjaka og styttur! Við getum nú öll verið sammála að Skuggi er ekki ljótur og hann er ekki kertastjaki! Á morgun ætla ég svo að sýna honum restina af húsinu. Er búin að breyta aðeins inní eldhúsi svo Skuggi geti skoðað það. Á morgun verður hann inní eldhúsi! Já fyrir ykkur sem eru að spá í hvort ég sé búin að missa vitið þá er svarið við því JÁ! Góðar stundir!
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- malacai
- andreaolafs
- annaeinars
- annagisla
- audurkg
- agustaha6
- alfholl
- beggipopp
- birgittathorsteins
- birna-dis
- bjarkitryggva
- bjarnihardar
- bjarnthor
- bjork
- brandurj
- bros
- gattin
- bryndisisfold
- cerebellum
- dagmar
- rafdrottinn
- draumur
- saxi
- einari
- esv
- einarorneinars
- elinarnar
- ellasprella
- emblan
- jaherna
- fravik74
- vinursolons
- franmiller
- kransi
- trukona
- eddabjo
- dee
- skodun
- birkire
- hronnsig
- ingveldurthe
- jenfo
- jonaa
- jona-maria
- prakkarinn
- lotta
- lillagud
- lindalinnet
- bidda
- maggaelin
- margretsverris
- marypoppins
- marjasig
- nexa
- olinathorv
- pallmagnus
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- roslin
- zigrun
- joklamus
- stjornlagathing
- lehamzdr
- steinunnolina
- sunnad
- svala-svala
- thelmaasdisar
- bliss
- william
Athugasemdir
Skuggi er glæsilegur og fer vel í stofu.
Margrét Birna Auðunsdóttir, 6.5.2009 kl. 21:39
Takk Bidda mín! Hvað er annars að frétta af þér...Frétti síðast af þér í Noregi? Er það rétt?
Garún, 6.5.2009 kl. 22:25
Skuggi !?!?! Mér finnst þetta vera Leiftur, Elding, svona Rauð Elding, miklu flottara. Eðlilegt að hafa Eldingu inn í stofu hjá sér, jafnvel inn í svefnherbergi. Mér finnst það flott! Til hamingju með það.
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 6.5.2009 kl. 23:27
Flottur Skuggi , og gríðalega flott stofu stjás. Til hamingju með Skugga og til hamingju að hafa komið því ein inní stofu.
Guðni (IP-tala skráð) 7.5.2009 kl. 08:23
Blessuð Garún og til lukku með Skugga, fær hann kleinur með kaffinu í eldhúsdvölinni? En gaman að geta þess að þú ert 3 konan á viku sem ég þekki sem var að kaupa sér mótorhjól. Nú og þar sem ég þekki orðið svona marga á hjóli verð að fara að taka appelsínugula fákinn minn úr hjólageymslunni (að vísu er hann fótstiginn en ég fæ þá bara læravöðva). En aldrei að vita nema við ég og hannan kíkjum á þig á næstunni við ætlum að kíkja suðureftir í Garðinn bráðum og keyra Meiðastaðarveg sem heitir nú eftir ættini minni. En til lukku með fákinn og aktu varlega.
Stína bongs (IP-tala skráð) 7.5.2009 kl. 13:08
Skuggi tekur sig vel út þarna, og er ekki verra stofustáss frekar en margt annað eins og þú segir. Fínasta Leðursæti í stofuna, og hægt að kveikja ljós ef það er dimmt ! :-) Fer að kíkja við í kaffi á Skugganum mínum, vonum bara að það verði ekki togstreita á milli þeirra...
Palli V. (IP-tala skráð) 7.5.2009 kl. 16:45
Hver þarf sófa þegar maður á Skugga?
Kúúúl
Linda (IP-tala skráð) 7.5.2009 kl. 22:44
Þú gengur frá mér himpingympið þitt. Arg.
Hvað ertu að gera með þessa skelfingu?
Jenný Anna Baldursdóttir, 7.5.2009 kl. 23:27
Hahaha takk
Lilja: Skuggi er nú bara nafnið hans. Þetta er Honda Shadow sko. En manneskjan sem fer á hann verður að vera elddreki og það er ég.
Guðni: Takk og endilega komdu og kíktu í kaffi á Enduróinum þínum. Hér virkar digital sjónvarpið eins og vindurinn...I love it. Takk fyrir mig.
Stína: Verið velkomnar! Hvernær ætlið þið að koma...Höfum brunch eða eitthvað geðveikt.
Linda: Þegar þú ert búin í prófum þá kemurðu og prófar. Ekkert eins sálfræðilegt og þetta. ! Þetta virkar á drekasvæðið í heilanum mínum.
Palli: Komdu og kíktu ef þú þorir. Mitt er náttúrulega Deluxe útgáfan. Þinn er þó svartur. Komdu og komdu oft. Ég þarf hjálp við að koma þessu ferlíki út.
Jenný: Aarrrgg. Þessi skelfing mun hrella íbúa Hafna í allt sumar. hahahahahaha. Svo vantaði mig auka sæti í stofunni og ég bara setti hann í stofuna..easy.
Garún, 8.5.2009 kl. 00:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.