Fúlar á móti!

 Fúlar

Fyrir ekki svo löngu þá settist ég niður ein með sjálfri mér og horfði djúpt í augntóftirnar á þessari týpu sem Garún er!  Hvað í andskotanum ertu að gera?  Hver ertu?  Og hvað viltu fá útúr lífinu?  Einfaldar spurningar en þvílíkt snjóflóð af bullshitti sem svörin voru.  Mér leikur á sá grunur að mikið af svörunum sem við fáum þegar við lítum í eigin barm sé í raun ekki okkar svör.  Því í hugleiðslu og einlægni voru svörin ekki töff eða tengd heimsfrið!  Ég ákvað því að gera málamiðlun við litla ruglaða veruleikafirrta sjálfið mitt. Ég ætla að hætta að spyrja mig spurninga sem ég get ekki svarað.  Ég ætla að halda mig við bleiku barnaspurningarnar í trivial spilinu sem hugur minn er.  Ég gaf mér loforð!  Loforðið ÉG.  Markmiðið er að komast að því hver ég er með því að uppgötva það heldur en að ákveða það.  Ég geri mér grein fyrir því að þessi leið sem ég hef valið mun hugsanlega taka alla ævi, en ég hef ekkert annað betra að gera svo Let´s go!  Í gær komst ég að einu!  Alveg óvart.  Ég fíla ekki gagnrýnendur og ætla aldrei að fara eftir þeim.  ALDREI.  Mig langar að komast að hlutunum sjálf og mynda mér mína eigin skoðun. 

Ég fór á leiksýninguna Fúlar á móti í Óperunni.  í einn og hálfan tíma hló ég svo mikið að mér varð illt í vöðvunum sem hanga fyrir innan húðina á andliti mínu.  Ég veit að þetta var ekki Ibsen, eða Montsen eða hvað sem þetta heitir allt saman en þetta var svo skemmtilegt og gaman að mig langar aftur í dag, mig langar að hlæja aftur.  Ég sat ein fyrir hlé (ekki með vinkonu mína með mér) og umkringd ókunnugum sem slepptu sér og fengu hláturskast, íluðu, fengu krampa, klöppuðu og tóku fyrir andlitið.  Ég sleppti mér líka.   Edda Björgvins er náttúrulega bara snillingur og maður þarf eiginlega bílbelti til að halda sér í sætinu svo maður stökkvi ekki uppá svið og knúsi hana til dauða.  Helga Braga er með óeðlilegan hæfileika til að nota líkamann og er með svo massa kraft.  Björk Jakobs er einnig svona tímasetningasnillingur dauðans og hefur eitthvað töfraelement sem fær mann til að sjá sjálfan sig á sviðinu eða í þessum aðstæðum sem hún er að lýsa.  Leikgleðin og orkan á sviðinu kastaðist til okkar áhorfenda og mér leið alla veganna eins og ég væri partur einhverju skemmtilegu.  Þetta var frábært kvöld!  Fúlar á móti gerðu mig glaða á móti, þrátt fyrir að ég er greinilega farin að sýna mörg einkenni nú þegar við breytingaskeiði.  Fíla harmonikkutónlist og stilli oft á gufuna.  Shitt. En ef ég verð eitthvað í líkingu við þessar konur þá er mér sama.  Þær eru flottastar.   Mitt loforð til mín frá mér í loforðinu Ég er:  Garún slepptu þér...það grípur þig örugglega einhver  ;)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Er á leiðinni í Operuna þ. 17. maí.

Mun gagnrýna verkið harðlega að því loknu.

Svo þú setjir mig í ævilangan skammarkrók.

Djók.

Þetta er ljóð.

Færslan þín frábær.

En ég er best.

Lalalalalalalala

Knús í daginn.

Jenný Anna Baldursdóttir, 8.5.2009 kl. 09:57

2 identicon

If you're lost you can look and you will find me

time after time

if you fall i will catch you, i will be waiting

time after time

Maður á að vera maður sjálfur......lifa í núinu, horfa fram á veginn en ekki húka í fortíðinni.  Og þetta með gufuna, þá tel ég það þroskamerki að hlusta á hana, ekki merki um breytingarskeið.....knús gullin 

Willa (IP-tala skráð) 8.5.2009 kl. 19:21

3 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Innlitskvitt og ljúfar kveðjur

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 8.5.2009 kl. 20:52

4 identicon

elsku Garún . Frábært að fara inn á bloggið  þitt aftur . takk fyrir falleg orð um sýninguna okkar.

en bara að lesa bloggið þitt er náttúrulega bara eitt besta uppistand sem maður kemst í.

Mér finnst aðalfundurinn með köttunum sem þú hélst algjört brill. Ogég veit að sem uppistandari þá hef ég fengið margar frábærar hugmyndir frá þér. það er bara einhvernveginn þannig að allt sem þú upplifir verður að húmor.

ég get ekki beðið eftir að heyra þig segja okkur bloggsögurnar þínar life á sviðinu einhverntímann.

ef einhver hefur hæfileika í stand up þá ert það þú. face it og hoppaðu í djúpu laugina.

seinast þegar ég fór á stand up kvöld voru allir skemmtikraftar karlkyns. afhverju þora þeir? og afhverju sitjum við stelpurnar heima drullu fyndnar en samt stressaðar yfir að vera ekki nógu góðar?

ég veit að við búum yfir tveimur drullu góðum stand up kvennkynns talentum  sem ég horfi á og finn að eiga allt í þetta. Önnur er Garún og hin er Anna Svava leikkona.

og ég segi bara kýlið á þetta stelpur. giggin verða misgóð og þetta tekur tíma en þið hafið það sem þarf og við þurfum ykkur inn í skemmtanabransannn.

Björk 

björk (IP-tala skráð) 9.5.2009 kl. 01:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband