Sakamálaráðgáta í Höfnum.

Agatha-Christie-Evil-Under-the-Sun-Hercule-Poirot-unabridged-cassettes-Audio-PartnersLaugardaginn 9.maí  á slaginu 23:30 verður leytast við að leysa ráðgátu sem byggð er að hluta á sannsögulegum atburðum hér í Höfnum.  Hafnagötu 10!   Hér fyrir neðan eru staðreyndir.  Allir eru velkomnir.  Leikhópur sér um ráðgátuna en gestir koma um 23:00 og fá blað til að fylla út grunsemdir sínar og reyna að leysa morðgátuna um leið og hún spilast LIVE fyrir framan þá.  Þeir sem hafa giskað á rétt geta unnið allt að 10.000 kr.  Skráning fer fram í athugasemdum hér að neðan eða á emaili garun@pegasus.is.  Ath.  Þetta er ekki 8.maí grín!   

Sagan.

Rétt fyrir miðnætti þann 9.maí 2000. eru hjónin Adolf og Sigríður á leið í háttinn þegar það er barið á eldhúsgluggann hjá þeim.  Fyrir utan eru 5 menn illa reknir og sjóblautir.  Þetta eru eftirlifandi áhöfn á þilfarsbátnum Voninni GK 253.  
Vonin strandaði í ósinum fyrir utan Hafnir og þeir syntu í land.  Hjónin taka vel á móti þeim og þá kemur í ljós að vélstjórinn fór niður með skipinu.  Hringt er í aðstandendur, lögreglu og trygginamann sem koma á staðinn og afstað fer atburðarrás með óvæntum endalokum. 
Hvað kom fyrir? Afhverju strandaði báturinn? Hver sá um haffærnisskirteinið? Afhverju þurfti hún að deyja? Og hvaða leyndarmál eru svo djúp að morð virðist eina leiðin til að varðveita þau?

Þar sem þetta er í fyrsta sinn sem þetta er gert af leikhópnum og stærð hússins er takmarkaður fjöldi gesta sem getur komið.  Vinsamlegast pantið fyrst.  Aðgangur er ókeypis og kaffi og spjall á eftir.  Komið og hittið fólk sem þið hafið aldrei hitt áður. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég kem plús tveir.  Eigum við að koma með eitthvað?  p.s Búin að horfa á CSI maraþon til að undirbúa mig

Jóhanna Birgis (IP-tala skráð) 9.5.2009 kl. 10:03

2 Smámynd: Halldór Sigurðsson

Ich komme - plus Zwei --- á góðri íslensku er þetta -- I will come ,plus two

Halldór Sigurðsson, 9.5.2009 kl. 21:54

3 identicon

Takk kærlega aftur og aftur elsku Gullin, frábært hjá ykkur öllum, endilega láttu mig vita næst þegar þið þurfið að æfa ykkur.....knús...

Willa (IP-tala skráð) 10.5.2009 kl. 01:57

4 identicon

Tek undir með litlu systur minni. Alveg frábær skemmtun, er alltaf til í að hjálpa. hmmhmm.  Skilaðu þakklæti til allra í hópnum.

kv

mamma

Jóna (IP-tala skráð) 10.5.2009 kl. 09:35

5 Smámynd: Halldór Sigurðsson

Gaman var á Ráðgátunni í Höfnum í gær.
Mikil spenna og óvænt endalok - meira af svona

Halldór Sigurðsson, 10.5.2009 kl. 11:19

6 Smámynd: Garún

Já takk fyrir að koma þið.  En æðislega skemmtilegt að fá ykkur og takk fyrir kommentin í endann!  Ég kem á eftir og fæ myndir og videóið.  Það var æðislegt að hafa  13 leikara og 10 gesti sem komu óvænt.  Frábært kvöld.  Ég er svakalega ánægð með þetta!  Sé ykkur á eftir..

Garún, 10.5.2009 kl. 12:12

7 identicon

Takk yfir síðast.

Ég er bara að vera smá frek. Ertu kominn með eitthvað af myndum?

Kveðja Hildur Birna

Hildur Birna (IP-tala skráð) 11.5.2009 kl. 09:11

8 identicon

Aha aha! Are there any pictures or videos? :-)

Marko (IP-tala skráð) 11.5.2009 kl. 12:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband