14.5.2009 | 11:09
Fokin í rokinu!
Í gær var ég með hjartað í buxunum í tvo tíma stöðugt! Ég var nefnilega fokin í rokin (gone with the wind). Ég var á mótorhjóli í borg óttans. Ég er 55 kg og þegar skýstrókarnir skullu á mér þá kastaðist ég til og frá og reyndi að halda mér á veginum. Við vorum þrjár að hjóla og ég var í miðjunni. Sigga sagði að á tímabili hafi hún haldið að ég væri að sýna mótorhjólagjörning á götunni og túlka Íslendinga í útlöndum um hátíðarnar miðað við hvernig ég kastaðist til og frá uppúr hjólförunum, að kantinum og stundum í veg fyrir bíla. Ég tók sérstaklega eftir þvi þegar við vorum stopp á Shell að ég væri tense, því hendur minar voru enn stífar frammá við að leyta að handföngunum þegar ég keypti mér kókómjólk. Frekar vandræðalegt. En þetta á víst að lærast, ef ég ætla aldrei útað hjóla í roki þá fer ég aldrei út að hjóla! En ég vil nota þetta tækifæri hér á blogginu og þakka fjölskyldunni sem gaf mér fuck merki á Suðurlandsbraut þegar Tornedo úr Breiðholti skall beint framaná mig og ég ákvað að stoppa útí kanti frekar en að keyra uppá þak Laugardalshallar. Ég vona að þau hafi síðan toppað kvöldið í fjölskylduferðinni með Ís og niðurgang.
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- malacai
- andreaolafs
- annaeinars
- annagisla
- audurkg
- agustaha6
- alfholl
- beggipopp
- birgittathorsteins
- birna-dis
- bjarkitryggva
- bjarnihardar
- bjarnthor
- bjork
- brandurj
- bros
- gattin
- bryndisisfold
- cerebellum
- dagmar
- rafdrottinn
- draumur
- saxi
- einari
- esv
- einarorneinars
- elinarnar
- ellasprella
- emblan
- jaherna
- fravik74
- vinursolons
- franmiller
- kransi
- trukona
- eddabjo
- dee
- skodun
- birkire
- hronnsig
- ingveldurthe
- jenfo
- jonaa
- jona-maria
- prakkarinn
- lotta
- lillagud
- lindalinnet
- bidda
- maggaelin
- margretsverris
- marypoppins
- marjasig
- nexa
- olinathorv
- pallmagnus
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- roslin
- zigrun
- joklamus
- stjornlagathing
- lehamzdr
- steinunnolina
- sunnad
- svala-svala
- thelmaasdisar
- bliss
- william
Athugasemdir
úff Gullin þú ert svo erfið......ég þakka bara fyrir að ég nota ekki mikla andlitsmálningu því ef svo væri þá væri hún fyrir löngu komin út í veður og vind og ég liti út eins sebrahestur í gallabuxum, sökum gífurlegs hláturskviða með táraflóði yfir þessum skrifum þínum.
Knús dúllan mín
Willa (IP-tala skráð) 14.5.2009 kl. 13:38
Þú ert alveg agaleg, hvernig dettur þér í hug að vera að hjóla á Brautinni í þrjátíu metrum á sekúndum, en það þýðir meira en hávaðarok. Þegar viðvaranir gjalla í fjölmiðlum, húsbílar og hjólhýsi fjúka útaf vegum hér sunnan heiða, þá ert þú jafn smávaxin og fíngerð og þú ert, að spóka þig á hjólinu, í Borg óttans, í fárviðri, það áttu að gera á góðrviðrisdögum svo að þú getir verið ber á ofan og sýnt þessi mögnuðu tattú, sem hafa kostað þig offjár, hlýtur að vera. -
Og láta svo einhverja forljóta Breiðhyltinga komandi úr fjölskyldumeðferð, skjóta að þér fuuugli á Suðurlandsbrautinni. Ég tek nú undir með þér að vonandi hafa þau toppað fjölskyldukvöldið með ís og endaniðurrennsli, í fína jeppanum sínum.-
En Garún svona gerir maður ekki! Nú sef ég ekki af ótta um, þig.
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 14.5.2009 kl. 16:08
Hahaha. Já þetta var svakaleg bæjarferð í borg óttans. En hvernig vissirðu Lilja að ég væri búin að fá mér nýtt Tattoo. Síðan í næstu viku þá set ég annað risastórt yfir allt bakið....læt samt þetta jafna sig fyrst. Var helvíti vont. En ekki hafa áhyggjur af mér ég mun læra á þennan vind. Ég heyrði síðast af þessari fjölskyldu að þau hefðu farið í húsdýragarðinn og verið étin af alifugli!!!! Svona er lífið óútreiknanlegt. En þú getur séð nýjasta tattooið í albúminu hér við hliðina "alls konar vitleysa"
Garún, 14.5.2009 kl. 22:48
Þú veist að allt fréttist, sérstaklega þegar svona flott hjól, með svona tignarlegri konu er á ferð, þá var einmitt sagt já þessi með tattóið!?! Alveg rosalegt hörkutól þar á ferð. - Þá rann upp fyrir mér að ég gleymdi að skrifa þér það, (vegna sjokksins sem ég fékk af lýsingu þínu í fárvirðinu)., þá gleymdi ég að segja þér, - að þó að þú sért dálítið, mikið fíngerð og smávaxin. Þá ertu hörkutól, eins og þú sannaðir með því að halda þér á Brautinni í þessu fárviðri, og skaða hvorki þig né aðra, í slagsmálum þínum við Rokgyðjuna og Veðurguðina.
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 15.5.2009 kl. 13:45
Heyhey!! Ekki gleyma að kaupa 25 kílóa lóð á hvorn fót elskan mín þegar þú ert á hjólinu - það er lykilatriði þegar maður er dvergur eins og þú gullið mitt - og þar að auki orðin 15 kíló - með nestisboxinu þínu!
Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir, 24.5.2009 kl. 21:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.