17.5.2009 | 12:05
Sveitaball og morðóður fiskur úr Faxaflóa!
Þvílíkur dagur! Uppskriftir af góðum dögum hrúgast inní eldamennsku lífsins og smakkast alveg ágætlega. Ég er komin með harðsperrur í andlitið af hlátri og álagsmeiðsl í líkamanum af sprikli. Fór í gær í sjóstangaveiði með vinum mínum sem allir veiddu risa þorska og marga! Ég veiddi einn fisk og það var síli! Reyndar gáfað síli því hann þóttist vera dauður heillengi og reyndi síðan að drepa mig með sporðinum í myndatökunni.
Við grilluðum síðan fiskinn og átum hann, allan fiskinn nema minn! Ég sleppti honum og sagðist koma aftur þegar hann yrði stór! Sagði honum að halda sig hægra megin við Suðaustan Glettingi á Faxaflóa. p.s Hann gaf mér fuck merki!
Síðan byrjaði Eurovison partý dauðans og ég hef fundið mann sem er jafn dramatískur varðandi Eurovision eins og ég. Hann Gunnar Helgason er dásamlegur maður og þótt hann hafi ekki haldið með vinkonu minni frá Úkraínu þá má hann eiga það að það er gaman að horfa á Eurovision með honum. Hann hellti öllu niður sem var á borðinu þegar í ljós komu 12 stigin frá Noregi! Við öskruðum og töluðum við fólkið á skjánum og héldum minningarathöfn um kynninn sem var rekin. Það var ekkert gaman að horfa á þessa kynna, þeir voru eðlilegir og flottir. En í staðinn gátum við blótað og verið dónaleg við fólkið sem var að kynna stigin fyrir löndin sín.
Eftir Eurovision fór ég síðan á Sveitaball í Hvalfirði og dansaði af mér 5 kíló til klukkan 3. Fyndnasta kona í heimi var með mér og hafði þróað með sér þráhyggju gagnvart því að lækka stýrið á bílnum mínum. Hún hafði ekki eirð í sér að dansa en gekk á milli manna og bað þá um að lækka stýrið í bílnum svo ég gæti keyrt kappakstursbíl. Þettta gerði hún í cirka þrjá klukkutíma og það var æðislegt að fylgjast með henni þróa þessa fíkn. Og sjá hana í fráhvörfum þegar fólkið hristi bara hausinn og gekk í burtu. Næst þegar ég hitti hana þá ætla ég að vera búin að lækka stýrið í bílnum og keyra um með leðurgrifflur. Þá verður hún svo glöð og ég er hér til að gleðja.
En lífið heldur áfram að vera skemmtilegt! Í dag er flugdrekadagur í Höfnum (eini dagurinn síðan ég flutti hingað sem það er logn). Og ég á von á fullt af litlum krökkum klukkan 2 með flugdrekana sína. Í kvöld verður síðan mótorhjólað um öll Suðurnesin! Lífið er dásamlegt!
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- malacai
- andreaolafs
- annaeinars
- annagisla
- audurkg
- agustaha6
- alfholl
- beggipopp
- birgittathorsteins
- birna-dis
- bjarkitryggva
- bjarnihardar
- bjarnthor
- bjork
- brandurj
- bros
- gattin
- bryndisisfold
- cerebellum
- dagmar
- rafdrottinn
- draumur
- saxi
- einari
- esv
- einarorneinars
- elinarnar
- ellasprella
- emblan
- jaherna
- fravik74
- vinursolons
- franmiller
- kransi
- trukona
- eddabjo
- dee
- skodun
- birkire
- hronnsig
- ingveldurthe
- jenfo
- jonaa
- jona-maria
- prakkarinn
- lotta
- lillagud
- lindalinnet
- bidda
- maggaelin
- margretsverris
- marypoppins
- marjasig
- nexa
- olinathorv
- pallmagnus
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- roslin
- zigrun
- joklamus
- stjornlagathing
- lehamzdr
- steinunnolina
- sunnad
- svala-svala
- thelmaasdisar
- bliss
- william
Athugasemdir
Ohhhhhhhh hvað ég get öfundað þig af sjóstangaferðinni, þú líkist mér hvað fiskeríið varðar, enda er það ekki málið heldur vera með og í svona góðu veðri líka, bara draumur í dós.
Kannski verður þátttaka í Formúlu1 næst hjá þér, þú hefur allavega líkamsburðina til þess núna. Farðu varlega Gullin, okkur þykir svo mikið vænt um þig Krútthildur.
Knús frá okkur öllum
Willa (IP-tala skráð) 18.5.2009 kl. 14:29
Dúdda beibí. Takk fyrir síðast á sveitaballinu!! Ég dansaði svo ákaft að ég varð að binda mig við rúmið þegar ég kom heim - hélt samt áfram að dansa!!!
Vinkona okkar er búin að lækka stýrið á sínum eigin bíl - svo mikið að hún stýrir núna með fótunum!
Sjáumst á ballinu á Grænu Könnunni á Sólheimum á laugardaginn - er það ekki?????
Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir, 24.5.2009 kl. 21:45
Hahaha...stýrir með fótunum. Pælið í þráhyggju! Djöfull var gaman!
Garún, 24.5.2009 kl. 22:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.