Öll lurkum lamin

Nú er ég lurkin lamin og holdgervingur texta úr Bubba lagi!  Þetta er búið að vera CRAZY vika, og önnur eins á leiðinni.  Á Sunnudaginn var Flugdrekadagur í Höfnum.  Og 12 krakkalakkar léku sér útum allt áhyggjulaus í veðurblíðunni.  Flugdrekar, stultur, Sippó, drullumall, kubbar, píanó, playstation og mótorhjól.  Eða eins og einn strákurinn sagði "ég vildi að þessi dagur myndi aldrei enda".  Þar sem ég lá í grasinu með kaffi latte og hlustaði á Daníel lýsa Gorilla gardening planinu sínu þá leið mér eins.  "ég vildi óska að við yrðum aldrei fullorðin og að þessi dagur myndi aldrei enda".  En hann endaði í sjósundi og mótorhjólaferð um Keflavík til klukkan 2 um nóttina svo það var í lagi! 
HoppFramtíðin?Þegar ég verð stór!

 

 

 

 



Um kvöldið meðan krakkar drullumölluðu ákváðum við félagarnir að það væri góð hugmynd að sjósynda!  Nóg erum við Daníel búin að röfla um að gera það!  Fyrir þá sem ekki vita þá er sjórinn mjög kaldur!  Mjög kaldur!  Svakalega kaldur!  Við öskruðum frá fyrra lífi og heilt lífríki af þörungum útrýmdist af völdum öskra.  Það skemmtilega var þó að gólin í okkur laðaði að sér sel sem synti með okkur ekki svo langt frá.  Daníel ætlaði að reyna að klappa honum en við bentu honum á að selir eru morðóð dýr sem éta fólk! 
Selurinn DaníelSjósund dauðansEilífðin og vinátta

 

 

 

 



Næsta ævintýri er á morgun!  Go Global ratleikurinn.  10 lið mætast og keppast við að leysa ráðgátur um allt Reykjanesið.  Ef þið viljið skrá ykkur þá þurfið þið að finna  skrítna mynd í albúminu "alls konar vitleysa"  og skrá ykkur í kommentakerfið.  Ég vara  ykkur við!  Þetta verður erfitt og þið eigið öll eftir að grenja ykkur í svefn.   Það sem þarf til að keppa er:   Bíll, áttaviti, 2 lítrar af vatni og lífsþorsti!  Góðar Stundir


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég var örugglega búin að tilkynna þátttöku en ef þetta er á morgun þá kemst ég ekki.

Er að vinna til 5 og passa frænda þinn um kvöldið

Kv.

mammsan

Jóna (IP-tala skráð) 19.5.2009 kl. 12:27

2 identicon

Ég verð bara að mæta næst ligg hérna eins og aumingi með f#$%$%&$ flensu og sé mig ekki hlaupa um Reykjanesið á morgun.

Katrín (IP-tala skráð) 19.5.2009 kl. 13:34

3 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Ert þú orðin aðaleigandi Reykjaness og nærsveita, eða tókstu bara að þér yfirstjórn svæðisins?  Ég veit að þú ert góð og göfug manneskja, en er það ekki full mikið af því góða að þú takir að þér að hafa ofanaf fyrir öllum Reyknesingum eftir að Bandaríski herinn fór, og efnahagur Íslands hrundi. - Ég veit að þessi húðlati Bæjarstjóri Reykjanesbæjar gerir lítið gagn.  En mér finnst þetta einum of mikið á þig lagt.  Ég er farin að hafa miklar áhyggjur af því að þú gangir alveg fram af þér.  Hvernig var með verkefnið sem við ætluðum að vinna saman,  með þessu áframhaldi verður það ekki fyrr en um 2020, í fyrsta lagi. 

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 19.5.2009 kl. 23:01

4 identicon

Hæ,

Hvað er nú hlaupið í þig,  er orkan að drepa þig? Þú er velkomin í heimsókn til mín,  endalaus verkefni framundan, mála húsið,  rífa upp trén  endunýja moldina í öllu hekkinu í Álfatúninu, laga stéttar, skipta út girðingunni og svo mætti lengi telja.  Annars gott að heyra að þú hefur það gott.   Endilega farðu nú að kíkja í kaffi.

kv. Sigga

Sigga (IP-tala skráð) 20.5.2009 kl. 08:16

5 Smámynd: Garún

Hahaha..  Það er ekkert svakalega mikið hlaupið í mér nema lífsþorstinn er að drepa mig!   Mér finnst þessi kreppa dásamleg afsökun í að fara bara út og leika mér.  Allt ókeypis og ekkert þarf nema líkamann og að mæta!  Snilld.  En nú þori ég eiginlega ekki að segja ykkur hvað ég gerði áðan.  Ég pantaði mér nefnilega flug til Serbíu!   Jamm. 

En elsku Lilja:  Ég er bara að æfa mig í að framkvæma hugmyndir, þetta er allt partur af planinu.  Er orðin drulluþreytt á því að tala alltaf um að gera hitt og þetta.  Loforðið ég er að gera!  Ekki dreyma!  Vittu til það mun ekki líða á löngu þangað til við hittumst!  kannski bara í næstu viku.  Ég mæli með kaffihúsi "Hafið Bláa" ef þú þorir!  Eigum við?

Sigga:  Ertu heima á eftir?  Er á leiðinni til Rvk á hestbak og ætla síðan að kíkja á Villa!  Má ég kíkja í kaffi? 

Garún, 20.5.2009 kl. 12:27

6 identicon

Endilega koma við,  renni á könnuna

kv. Sigga

Sigga (IP-tala skráð) 20.5.2009 kl. 13:16

7 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Það er eins og að þú gerir endalaust bara eitthvað skemmtilegt!

Heyrðu, ég er að spá svolítið.. langar að segja þér hvað ég er að spá...

Róslín A. Valdemarsdóttir, 22.5.2009 kl. 00:45

8 Smámynd: Garún

Endilega segðu mér hvað þú ert að spá Róslín!  

Garún, 22.5.2009 kl. 13:34

9 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Kjánalegt, en manstu við vorum einu sinni að tala saman á facebook um leiklistarnámskeið - og mig langar rooooosalega á svoleiðis sko, annað hvort er það ég eða að það er ekkert leiklistarnámskeið fyrir 16 ára og eldri..

ömmmm.. ert þú með leiklistarnámskeið??
Hef nefnilega sterka trú á því að það væri örugglega gaman að fara á svoleiðis hjá þér og líka lærdómsríkt - þar sem þú ert alltaf bara eitthvað að gera eitthvað skemmtilegt!

Róslín A. Valdemarsdóttir, 22.5.2009 kl. 14:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband