Feta Fetish

Einu sinni var ég hrædd við að fljúga! Ekki lengur! Nú er mér skítsama hvort ég drepst í 2 feta eða 19 þúsund feta falli.  Afhverju í ósköpunum þurfa flugmennirnir að segja manni í hvaða hæð maður er að fljúga í.  Eins og maður sé alveg að fara af límingunum þangað til að maður veit í hvaða hæð maður er...."nú ok erum við í 19 þúsund feta hæð, já ok það er svo góð hæð, nú er ég róleg!".  Vitleysa.  Nú er ég orðin svakalega reynslumikil að fljúga í fetum.  Síðast flaug ég í 31 þúsund feta hæð og það var allt allt allt öðruvísi heldur en 19 þúsund fetin sem ég var í í dag.  Skemmtilegast fannst mér þegar við tókum U beygju yfir Egilsstaði og ég spurði Pabba hvaða fjörður þetta væri.  Ég sá það á honum að hann tók ákvörðun á staðnum að vera aldrei með mér í liði í landafræðaspili, sérstaklega þegar ég bætti við hvað það væri gott veður hérna fyrir norðan þegar við stigum útúr flugvélinni.  Ég benti líka á grunnskólann sem er í byggingu og spurði hvort að þetta væri álverið á Bakka sem allir væru að rífast um?  En svona er nú skemmtilegt að fara útá land.  Hér fyrir neðan eru æsispennandi myndir teknar í háloftunum.  1.myndin er einmitt 19 þúsund feta hæð og það sést greinilega.  2.myndin er tekin í 11.754 þúsund feta hæð og þriðja er tekin í 13,7 feta hæð frá væng og að steypu. 
19 þúsund fet (nákvæmlega)11 þús fet (cirka)ground


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hahahaha það sem þú spáir ekki í ;)  en hvað ertu að gera á Egilsstöðum?

Katrín (IP-tala skráð) 22.5.2009 kl. 14:14

2 identicon

Hæ krúttið

Mikið er nú gaman að þú sért á Egilsstöðum, ekki satt.  Kannski getur þú farið á ball á Iðavöllum eða bara í Læraskjálf.

Alveg óendanlegir möguleikar á fjöri

kv.

mamma

Jóna (IP-tala skráð) 22.5.2009 kl. 16:20

3 Smámynd: Garún

Til er ég!!! Hvar er þetta Læraskjálf?  Ég skokkaði nú um bæinn áðan og þar var engin á ferð!  Ætli sé gaman að stinga sér í sjósund í þessum Löðri eða hvað sem hann heitir?

Garún, 22.5.2009 kl. 16:24

4 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Þú getur líka skutlast á Höfn, bara ca 2 og hálfur tími ef þú ferð Öxi..

Róslín A. Valdemarsdóttir, 22.5.2009 kl. 16:34

5 Smámynd: Garún

Hahaha.  Ég flýg aftur heim í dag!  En þekkjandi bransann þá á ég nú örugglega eftir að þurfa að fara 1200 sinnum á Jökulsárlón í ár svo þá kíki ég á þig stelpuskott!  Katrín ég er á Egilsstöðum því þar er fjörið MAN!!!  Síðan fer ég í Reykjanesbæ á eftir því þar er fjörið MAN!

Garún, 23.5.2009 kl. 10:29

6 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Endilega, ég skal bjóða þér í te!

Róslín A. Valdemarsdóttir, 23.5.2009 kl. 12:31

7 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Innlitskvitt og kveðjur....:)

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 24.5.2009 kl. 13:32

8 Smámynd: Brosveitan - Pétur Reynisson

Fallegur hestur sem þú átt þarna.  Lítur mjög vinalega út með fallegt faxið

Brosveitan - Pétur Reynisson, 24.5.2009 kl. 15:26

9 Smámynd: Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir

´Dúddí mín - ertu farin að fljúga???? Ó mæ gooog hvað þú ert búin að vinna mikið í fóbíunum hjartað mitt. Mundu að ef flugvélin fer yfir 60.000 feta hæð skaltu gera athugasemdir. Þá er verið að feykja vængjunum af englunum!

Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir, 24.5.2009 kl. 21:41

10 identicon

HÍHÍHÍHÍHÍHÍHÍHÍ ÆÆÆÆÆÆ úfffffff Eftir þennan lestur verður mun skemmtilegra að fljúga. Nú fer ég að hlusta á flugstjórann og allt. :)

Næst þegar þú ferð AUSTUR (ekki norður) skaltu taka þér rúnt í mína heimasveit. Borgarfjörð eystri.

 Miss you babe

Hildur Birna (IP-tala skráð) 25.5.2009 kl. 10:21

11 Smámynd: dittan

Sakna þín á Miðvikudögum .Þykjir vænt um þig.Læraskjálf er Valaskjálf.Lov

dittan, 26.5.2009 kl. 23:49

12 identicon

Garri?? Hvar ertu?? Ég sakna þín!! :(

Heiða (IP-tala skráð) 27.5.2009 kl. 22:07

13 Smámynd: Garún

Elsku Heiða mín...ég er hér og þú ert með símann minn...Eigum við að fara í brennó á morgun?????Þorir þú auminginn þinn eða hvað????

Garún, 27.5.2009 kl. 23:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband