"svona höfðum við hugsað þetta" Icelandair!

Þetta er búið að vera CRAZY vika. Brennó og sjósundsævintýrið hefur undið uppá sig og ég er að verða Norðurlandameistari í þessu tvennu.  Mæti tvisvar í viku í Brennó og sjósyndi með Daníel erkiengli þrisvar til fjórum sinnum.  Ennnnnnnnnnnnn.....

Ok þeir sem þekkja mig vita að ég er seinþreytt til vandræða (mamma ekki svelgjast á kaffinu).  En ég er alveg í skapi til að efna til búsáhaldarvandræða varðandi Icelandair.   Ég var búin að panta far til Köben núna á Laugardaginn næsta, því ég ætlaði að skreppa aðeins til Svíþjóðar og Serbíu.  Nema hvað!  Að síðan kom upp auglýsingaverkefni á Akureyri um helgina sem er eins og sniðið að mínum áhuga og ég ákvað að fresta fluginu.  Hvað er fólk að væla yfir því að það sé eitthvað erfitt að kljúfa atóm eða að reikna út heildartölu PÍ, það er ekkert miðað við það að ætla sér að breyta flugmiða hjá Icelandair!!!    Þegar ég pantaði þá hakaði ég við lítinn sætan kassa sem umkringdur var skáldskap sem sagði "Forfallagjald 1.250 kr". Ég hringdi því og forfallaði mig, sagði alveg satt að hefði ætlað til Akureyrar en ekki Serbíu hefði bara ruglast aðeins í landafræðinni.  Konan sagði að þetta væri ekkert mál ég þyrfti að borga 10.000 krónur til að geta breytt miðanum, eða að ég myndi bara ekkert breyta miðanum og fá helmingin endurgreiddann!  ok nú fór ég að reikna í huganum og með hana andandi í símanum.  39.800 mínus 1.250 gera eitthvað og helmingurinn af því er cirka 19 þús sem ég fæ til baka, eða að ég borga  10 þús í viðbót og fer seinna sem gerir 39.800 plús það og þá verður það 50 þús.  "Ok" sagði ég "ég fer þá bara seinna".  "hvenær" spyr konan ógeðslega forvitin.  "hm veit ekki, bara bráðlega" segi ég glöð yfir að hafa tekið ákvörðun.  "ja þú verður að segja okkur hvenær þú ætlar að fara svo við getum séð hvort við eigum flug á sama verði".  "ha?".  "já sko! með því að borga 10 þús þarftu að bóka annan dag og þá verðum við að vita hvort það sé til fargjald með sama verði og þú fékkst fyrir laugardaginn".  "ok ertu þá að segja að ég þurfi að borga 10 þús til að meiga vera með í rúllettu yfir ímynduð sætagildi í flugvélinni og kannski verður þetta 39.800 + 10 þús + aukagjald ef sæti 35 F til 64 D eru upptekin?"  Ég var orðin svakalega rugluð!  "já + skattar og flugvallargjöld sem eru miðuð við gengi" sagði konan glaðlega og blés toppnum til hægri.   

Nú á ég sem sagt flugmiða til Köben sem er fyrir fólk með IQ yfir meðallagi ef einhver vill.  Ég er ekki að nota þennan flugmiða því ég hef ekki gáfur fyrir það.  En kannski getur einhver sagt mér afhverju ég er að borga þennan 10 þúsund krónur?  Er þetta áfallagjald fyrir flugáhöfnina sem átti von á mér og þarf nú að sætta sig við Garúnarlaust flug á Laugardaginn.  Er þetta 10 þúsund króna breytingagjald ætlað til að sefa sorg flugmannsins þegar hann áttar sig á því að sæti 34 F er nú með nýtt andlit.  Voru flugfreyjurnar búnar að læra inná mig og undirbúa sig....Fer vélin ekki nema ef ég fer með og dreifist þá þessi peningur á alla hina farþegana sem komast ekki?  Ég skil afhverju ég borgaði 1.250!  Því það var til þess að ég mætti borga 10 þús, en ég skil ekki 10.000 krónurnar.  OG AFHVERJU KOSTA EKKI ÖLL SÆTIN ÞAÐ SAMA.  Ég meina!  Vélin og öll sætin eru hvorteðer á leiðinni í sömu átt á sama tíma með sama sýrópskaffinu og sömu samlokunum.  Og munið eftir auglýsingunni frá Icelandair, allt fólkið í stofunni að kveikja ljósin og lesa bækur, horfa á myndir, kyssast og leika sér í tölvuleik og svona...síðan kemur rödd guðs og segir "svona höfðum við hugsað okkur þetta, Icelandair".  Ég verð nú bara að segja að það er ekki svona flókið að setjast í stofuna mína! 

Bottom line:  Ég vil geta bókað ferð mína miðað við hvenær mig langar að fara en ekki miðað við hvenær ímynduðu sætagildin rokka upp og niður í verði.   Og afhverju er ódýrara að fljúga framm og til baka ef maður er yfir aðfaranótt sunnudags?   Er eitthvað leyndó alltaf að gerast á sunnudögum á Íslandi þegar ég er í útlöndum.  Hvað!  Bilist þið öll og hlaupið nakin um holt og móa.  Afhverju má ég ekki kaupa fargjald sem kostar það sama hvort sem ég er frá þriðjudegi til fimmtudags eða föstudag til mánudags.   AAAAARRRRRGGGGGGGGGGGGGGGGGG.  

En annars er allt svakalega fínt að frétta!  Er að fara til Akureyrar og svona það var ekkert flókið að panta það flug, ég borgaði bara 128.000 með flugvallarsköttum!!!!!!(afhverju eru flugvallaskattar á Akureyri)?   Guð minn góður.....og afhverju eru bókunarnúmer QW43ED521TEW - 67GHTIKERLFDFGJ?????????

Ok ég er farin að sofa!  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Ég veit það ekki, ég segi það alveg satt. - Farðu bara með einkaþotunni þinni til Kaupmannahafnar. - Og notaðu þyrluna til Akureyrar ef þú ert  ekki í stuð, fyrir almenning, þið getið lent á planinu hjá ísbúðinni Brynju, og skutlast svo þaðan og lent á flötinni fyrir framan leikhúsið, ídeal alveg. -  Bið að heilsa Tígra.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 28.5.2009 kl. 01:06

2 Smámynd: Garún

ohhh þyrlan er biluð Lilja!!!!! Ég var búin að segja þér það og hann Óskar kaupþingsmaður ætlaði að laga hana en nú er hann horfin eitthvert og bara þjónarnir hans heima...

Garún, 28.5.2009 kl. 01:34

3 identicon

Var að detta inn á bloggið þitt í fyrsta skipti, og las niður margar síður, vildi bara þakka þér fyrir þessi skrif, þetta er óborganlegasta lesning sem ég hef lesið lengið og lífgaði heldur betur uppá daginn minn. Komin í favorite hjá mér, takk kærlega að fá mig bláókunnugu konuna til að skellihlægja ! hlakka til að lesa meira.

Pálína Ásbjörnsdóttir (IP-tala skráð) 28.5.2009 kl. 12:39

4 identicon

Er ennþá að reka upp hláturrokur, ammsan situr með furðusvip og skilur ekkert í því hvað er hlaupið í mig.  Reyndar finnst mér 10.000 ísk kr lítil uppbót fyrir flugáhöfnina fyrir Garúnarlaust flug, þyrfti mun meira heldur en það til að bæta þeim það upp, það verður sett inn á fjárlög næsta árs.  En svo er það annað, þurfum við ekki sem heima sitjum bætur líka ef þú ferð úr landi, allavega ég, ég þarf að finna upptökuna sem ég á af þér frá kvöldinu góða fyrir austan svo ég geti fengið vænan skammt af þér við og við.  Það er sem ég segi Gullin, þá ætti að setja þig á flöskur og gera öllum skylt að taka slurk af þeirri mixtúru á hverjum degi, þá held ég Íslenskan þjóðin verði til í takast á við allt.  Er að fara með ömmsunni þinni á heilsugæsluna, hún er orðin svolítið mikið þreytt á þessu ástandi, en vonandi fer þetta að lagast.

Knús elsku Gullin og okkur þykir svo rosalega vænt um þigþ

Willa (IP-tala skráð) 28.5.2009 kl. 13:52

5 identicon

Ég er svo ánægð þegar ég geti lesið hugsanir mína. Ég gæti aldrei sett þetta svona skipulega upp.

þegar ég les þá heyrist alltaf frá mér.. "JÁ NÁKVÆMLEGA!!! "EINMITT" "JÉMINN HVAÐ ÉG ER SAMMÁLA" "SNITT ER ÞESSI KONA HUGSANALESARINN MIKLI?"

snild og aftur snild.

hlakka til að sjá þig á laugadaginn

kv Hildur

Hildur Birna (IP-tala skráð) 29.5.2009 kl. 15:01

6 identicon

Ohh ertu að grínast, ég lenti einu sinni í því að ég átti bókað flug til US and A og það var á fimmtudegi. Ætlaði bara að skella mér í huggó helgarferð og eyða öllum peningunum mínum í Mall of america, ég meina hver gerir það ekki skiluru, nema hvað (sagt með röddinni hans Marco) Það skall eitthvað helvítis óveður á hérna á klakanum og það var ekki flogið á fimmtudeginum. Eftir að ég var búin að vera stand by í 38 klukkutíma af því að fólkinu hjá flugfélaginu nefni engin nöfn ICELANDAIR fins það ekkert sniðugt að senda bara öllum farþegunum SMS um það hvenær flugið er áætlað heldur elska það  að láta pirraða farþega hringja í sig á 20 mínútna fresti, þá var komið að því að vélin átti að fara. Ég fór svona nett pirruð út í veðurguðina þar sem að ég átti að vera stödd nú þegar í Mall of America en ekki í Leifstöð og kvitta mig inn. En neiiii þegar ég kem að terminalinu mínu þá eru svona 1000 manns að bíða eftir fluginu mínu af því að allt tengiflug var í fokki. Þá var reynt að semja við mig og boðið mér að fljúga til New York og fá pening í kaupæti sem að hefði kannski dugað fyrir Subway og kók. Ég afþakkaði pent og sagði henni bara að láta mig fá miðann minn þar sem að ég væri að fara að versla í Mall of America og núna væri ég tveimur dögum of sein í helgarferðina mína. Allt í góðu því að núna var ég komin inn í flugvélina þar sem að ég sat í 2b og mamma mín í 10b og sistir mín í 527b af því að nota bene var allt í blússandi fokki, kemur ekki einhver gella alveg brjáluð inn og segir mér að fara úr sætinu, nei núna hélt ég að ég yrði ekki eldri, var ég að fara að slást í flugvél KRÆST. Þá voru þeir nefni engin nöfn ICELANDAIR búnir að tvíbóka akkurat sætið sem að ég sat í og vélin troðfull og gellan alveg brjáluð yfir því að ég fór beint inn í vélina en hún þurfti að meika á sér tærnar áður en hún settist upp í vélina. Með minn yfirvegaða dónaskap var mér leyft að fara með vélinni þar sem ég kom á undan og henni hent út en kræst.

Núna kemur sagan af því hvernig eftir 24 klukkutíma seinkun þeir hjá ICELANDAIR endurgreiða þér fargjaldið.Það er alveg satt, en þú verður að fara í mál við tryggingarfélagið þitt til þess að fá það endurgreitt...þoli ekki flugfélög

Guðný Lára (IP-tala skráð) 30.5.2009 kl. 10:17

7 Smámynd: Garún

Takk Pálina, Willa og Hildur.  Það er gott að óheppni mín og hrakfallafarir gleður ykkur  hehe

Guðný Lára:  Við skulum stofna flugfélag saman.  T.d flugfélag sem er með minna af bodylotioni til sölu og gefur tyggjó í staðinn fyrir hnetur.....AFHVERJU er ekki til tyggjó um borð í flugvélum.  Eru makar allra sem vinna við flugvélar háls nef og eyrnalæknar og eru þeir að reyna að poppa upp buissness með því að láta helluna sprengja á okkur eyrun, hlustun, ístaðið eða hvað sem þetta drasl heitir????

Garún, 30.5.2009 kl. 12:45

8 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Ég er því miður bundin trúnaði varðandi það hvað íslenska þjóðin gerir á sunnudögum en ég get sagt þér að þá sunnudaga sem þú ert heima þá fellur það niður........

Hrönn Sigurðardóttir, 30.5.2009 kl. 13:32

9 identicon

Ég er sko geim.. getum við líka verið með skemmtilega leiki alltaf svo að 5 tíma flug sé ekki eins og 30 tíma flug.. og svo verðum við ekki bara með tyggjó, haa nei elskan Hubba Bubba og allar bragðtegundir. skit hvað þetta verður sweet!!

Guðný Lára (IP-tala skráð) 30.5.2009 kl. 16:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband