30.5.2009 | 12:39
Góðir farþegar nú verða lesnar upp dánarfregnir og jarðarfarir!
Ég er að upplifa mig geðveikt mikið Go go go þessa dagana. Þaut uppí flugvél í gær til Akureyrar og til baka til Reykjavíkur í áðan, fer svo aftur til Akureyrar og Reykjavíkur á morgun. Ógeðslega veraldarvön. En bara við það að vera hætt við að vera hrædd við að fljúga er ég farin að taka eftir hinu og þessu í flugi. Er ekki lengur beygluð rækja af hræðslu í fluginu. Í fluginu í gær kom hún Sigríður flugfreyja í kallkerfið og sagði á íslensku "Áætlaður flugtími til Akureyrar er 35 mínútur....", "Það tekur þvi varla að fara þetta er svo stutt" hugsaði ég, svo sagði hún það sama á ensku. Ég varð fyrir nokkrum vonbrigðum, ég hefði haldið að það væri lengra á ensku! Síðan byrjaði hún að fara yfir öryggisreglur um borð, gamla góða heimilislega klisjan um að þetta sé reyklaust flug er svona pintingaaðferð fyrir okkur reykingafólkið sem langar geðveikt að reykja þegar það má ekki! Síðan útskýrði hún fyrir okkur hvar björgunarbátarnir og sjóvestin væru og kenndi okkur rækilega hvernig við ættum að bera okkur að við að blása þau upp FYRIR UTAN vélina en ekki inní henni. Ég fór yfir landakort Íslands í huganum og rifjaði upp hvert ég væri að fara! Frá Reykjavík til Akureyri, ég veit ekki um aðra í vélinni en ég hefði frekar viljað sjá hvar fallhlífarnar og göngustafirnir eru geymdir! Ekki mikið um atlantshöf á hálendinu! Annars má maður ekki vanmeta Þingvallavatn, en líkurnar á að vél til Akureyrar nauðlendi í Þingvallavatni eru svakalega litlar. En þar sem ég er svo svakalega næs þá horfði ég á þetta litla öryggisleikrit sem Sigríður setti upp bæði á íslensku, ensku og dönsku. Geðveik vitleysa, ég gæti alveg eins verið með björgunarbát og björgunarvesti í skottinu á pólóinum mínum.
Síðan lögðum við afstað og eftir cirka 10mínútur kom flugstjórinn í kallkerfið og sagði okkur þær mikilvægu upplýsingar að við værum í 18 þúsund feta hæð sem gerði mig æsta og spennta! Hef nefnilega aldrei flogið í 18 þús mér vitandi. Því næst sagði hann okkur hvernig veðrið væri á Akureyri eins og við myndum standa upp og breyta um fatnað miðað við það sem hann sagði eða hætta við að fara!!!! Hann bætti við "það er stífur vindur á Akureyri og aðflug verður tricky". "TRICKY"! Öskraði ég inní brjóstholið á mér...."hvað í andskotanum þýðir það? Nei nei ekki segja tricky nema að þú sért að tala um Eurovision hópinn sem fór með lagið Angel, hvað meinar þú?" . Ég spurði Sigríði sýrópskaffikonu um þetta komment frá flugstjóranum og hún brosti og sagði " haha hann var örugglega að grínast"....já einmitt örugglega að grínast! Get ég fengið björgunarvestið, björgunarbátinn, fallhlífina, göngustafinn, súrefnisgrímuna og vængi NÚNA takk! Henni Sigríði fannst ég svakalega fyndin og bauð mér kaffi, te eða vatn. "Nei takk, ég vil lenda núna án tilvísunar í Eurovison". Ég bað hana um tyggjó sem hún átti ekki og lokaði augunum og bað Guð um að halda þessari vél uppi og bað í hljóði að hann væri ekki að hlusta á lagið "is it true, is it over". En lendingin gekk vel og var ekkert tricky, hann hefur bara eflaust verið að grínast! Og djöfull var þetta gott djók. En ég fer aftur í fyrramálið svo vonandi skiljum við allan húmor eftir í Reykjavík.
Síðan lögðum við afstað og eftir cirka 10mínútur kom flugstjórinn í kallkerfið og sagði okkur þær mikilvægu upplýsingar að við værum í 18 þúsund feta hæð sem gerði mig æsta og spennta! Hef nefnilega aldrei flogið í 18 þús mér vitandi. Því næst sagði hann okkur hvernig veðrið væri á Akureyri eins og við myndum standa upp og breyta um fatnað miðað við það sem hann sagði eða hætta við að fara!!!! Hann bætti við "það er stífur vindur á Akureyri og aðflug verður tricky". "TRICKY"! Öskraði ég inní brjóstholið á mér...."hvað í andskotanum þýðir það? Nei nei ekki segja tricky nema að þú sért að tala um Eurovision hópinn sem fór með lagið Angel, hvað meinar þú?" . Ég spurði Sigríði sýrópskaffikonu um þetta komment frá flugstjóranum og hún brosti og sagði " haha hann var örugglega að grínast"....já einmitt örugglega að grínast! Get ég fengið björgunarvestið, björgunarbátinn, fallhlífina, göngustafinn, súrefnisgrímuna og vængi NÚNA takk! Henni Sigríði fannst ég svakalega fyndin og bauð mér kaffi, te eða vatn. "Nei takk, ég vil lenda núna án tilvísunar í Eurovison". Ég bað hana um tyggjó sem hún átti ekki og lokaði augunum og bað Guð um að halda þessari vél uppi og bað í hljóði að hann væri ekki að hlusta á lagið "is it true, is it over". En lendingin gekk vel og var ekkert tricky, hann hefur bara eflaust verið að grínast! Og djöfull var þetta gott djók. En ég fer aftur í fyrramálið svo vonandi skiljum við allan húmor eftir í Reykjavík.
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- malacai
- andreaolafs
- annaeinars
- annagisla
- audurkg
- agustaha6
- alfholl
- beggipopp
- birgittathorsteins
- birna-dis
- bjarkitryggva
- bjarnihardar
- bjarnthor
- bjork
- brandurj
- bros
- gattin
- bryndisisfold
- cerebellum
- dagmar
- rafdrottinn
- draumur
- saxi
- einari
- esv
- einarorneinars
- elinarnar
- ellasprella
- emblan
- jaherna
- fravik74
- vinursolons
- franmiller
- kransi
- trukona
- eddabjo
- dee
- skodun
- birkire
- hronnsig
- ingveldurthe
- jenfo
- jonaa
- jona-maria
- prakkarinn
- lotta
- lillagud
- lindalinnet
- bidda
- maggaelin
- margretsverris
- marypoppins
- marjasig
- nexa
- olinathorv
- pallmagnus
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- roslin
- zigrun
- joklamus
- stjornlagathing
- lehamzdr
- steinunnolina
- sunnad
- svala-svala
- thelmaasdisar
- bliss
- william
Athugasemdir
Hahahaha - skil þig vel. Er sjálf að sálast úr flughræðslu, og flýg þó tvisvar í viku.
Bestu kveðjur til þín.
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 30.5.2009 kl. 13:41
Guð minn góður! Ertu flughrædd og býrð á Ísafirði! Það er eins og að vera með ofnæmi fyrir eigin munnvatni! Hef séð þá koma inn og lenda á Ísafirði og það er bara massa stunt! Talandi um tricky!
Garún, 30.5.2009 kl. 14:17
Hey mannstu eftir uppistandinu með Jón Gnarr, (ég var einu sinni nörd) þegar hann var að tala um þetta nákvæmlega sama.. hahahahhahahaha þetta er sko fyndnast í heimi. björgunarvestið innanlands er semsagt svo að það sé auðveldara að taka til eftir flugslys af því að það eru handföng á vestunum þannig að það er auðveltara að ganga frá líkunum.. hahaha vá hvað ég er að fara að horfa á þetta á eftir.
Guðný Lára (IP-tala skráð) 30.5.2009 kl. 16:32
Innlitskvitt og ljúfar kvöldkveðjur :)
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 30.5.2009 kl. 23:51
Híhíhíhí ég held þú þurfir bara svona berjatínu einsog Lions klúbburinn Kiddi var með í Stellu í orlofi. SKO ef flugvélin hrapar,
Þetta var svona berjatína með vasaljósi og nú ef maður tínist þá bara ýtir maður á takka og segir BÍB BÍB nú og þá er hægt að finna menn :)
Góða ferð á morgun. Vona að Sigga flugfreyja verði með gumm handa þér núna. skárra væri það nú
Hildur Birna (IP-tala skráð) 31.5.2009 kl. 00:06
Sátum hérna í gærkvöldi og rifjuðum upp sögur af þér, Gullin og svei mér þá ef þetta er ekki efni í nokkrar bækur. Knús og kossar frá okkur í Skeiðarvogi
Willa (IP-tala skráð) 31.5.2009 kl. 21:15
Ég er svona flugfælin góðar værum við saman oft gert mig að fífli í flugi með vitlausum spurningum og svo segji stundum fluffun til .Knús og koss sakna þín alltaf,,,,,,,,,
dittan, 31.5.2009 kl. 23:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.