Riðuveiki í háloftum hugans!

Þar sem ég sat á flugvellinum á Akureyrir í gær og borðaði soðbrauð með hangikjöti uppgötvaði ég að kannski er ég að verða gömul!  Ég riðaði famm og til baka eftir ferðalög vikunnar.  Á einni viku er ég búin að ferðast til Egilsstaða, tvisvar til Akureyri, nokkrum sinnum til Reykjavíkur, hlaupa mig sveitta í brennó, sjósynda, og mótorhjólast útum allt Reykjanesið.  Ég fékk það út að ég er hugsanlega þremur bítum á undan snúningi jarðar og þarf kannski aðeins að hægja á mér svo jörðin nái mér!  Loforðið ég í dag er einfalt!   Hamborgari með osti í Grindavík, Discovery channel og popp í kvöld!  

Annars biður Kapteinn Arnarson flugstjóri vélarinnar til baka frá Akureyri í gær að heilsa.  Ég húðskammaði hann fyrir að segja "nothing to worry about" þegar við vorum að klífa upp í flughæð frá Akureyri.  p.s Við flugum í 16 þúsund fetum og það er ömurlega hæð og ég mæli ekki með henni. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Velkomin heim!  Mundu nú mottó dagsins, slaka á, slaka á,  með hamborgara osfrv.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 1.6.2009 kl. 15:30

2 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Innlitskvitt og ljúfar kveðjur......:O)

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 2.6.2009 kl. 21:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband