Raunveruleiki 103 (hraðferð)

Alltaf er maður að læra eitthvað nýtt!  Dagurinn í dag verður tileinkaður því ótrúlega skemmtilega fyrirbæri að læra eitthvað nýtt!   Annað hvort kann ég voðalega lítið og var því furðulega undirbúin fyrir þann lærdómskærleika sem dagurinn bauð uppá eða að ég var í mótþróaþrjóskukasti og ákvað að gera allt soldið vitlaust!  
Dagurinn byrjaði á því að ég uppgötvaði að kókómjólk er EKKI góð sem mjólk fyrir kaffi latte!  Ok lesson learned!  Afstað fór ég og uppgötvaði að sódavatn sem er búið að liggja í bílnum mínum mjög mjög lengi freyðir ennþá!  Og tók það allan bílinn að uppgötva það!  Frábært.  Ég fór uppí hesthús og komst aðþví að það er þúsund sinnum erfiðara að taka skeifur undan hestum heldur en að setja skeifur á hesta!  Hélt einhvern veginn að það væri meira mál að negla uppí hófana heldur en að rífa!  Tók þrjá tíma og massa harðsperrur!  Gott mál!  Í Bónus í Njarðvík ákvað ég að ég þyrfti ekki kerru né körfu og sýndi því jafnvægislistir um alla búð með kassa af kókómjólk, þrjá kaffipoka, poppkassa, klósettpappírskippu, G mjólk og hrískúlupoka.  Missti þetta allt svona tíu sinnum á leiðinni frá kælinum og að kassanum.  Verð að muna að ég er ekki risi!!!!  Kom heim og lærði að það er í alvörunni ástæða fyrir því afhverju maður hitar upp áður en maður æfir kickbox, held að ég hafi nefnilega tognaði í Brennóöxlinni við aðfarirnar!  Ok var búin að heyra af þessu en ignoraði!  Lærði og reyni ekki að gleyma.  En ánægjulegast var að uppgötva að ef maður andar rólega og slakar á, þá getur maður kafað í sjósundi!  Ótrúlega gaman að fatta að það er draslið í hausnum á manni, Óttinn, panicið og annað óþarfa drasl sem er oft fyrir manni.  Það var gífurlega ánægjulegt að uppgötva þennan dag!  Ég hef alla veganna sjaldan hlegið eins mikið af sjálfri mér í dag og brosað!  Því þetta var  allt frekar krúttlegt og einlægur misskilningur milli mín og það sem ég hélt að ég væri og gæti.    Svo lærdómur dagsins er:  Slaka á, anda rólega og taka körfu eða kerru!  

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Næst þegar þú tekur ekki körfu eða kerru þá er ágætis ráð eftir að þú ert búin að missa allt í gólfið einu sinni að ýta því bara á undan sér með fætinum.

Einfalt, þægilegt og vekur ekki mikla athygli ;)

Hrönn Sigurðardóttir, 3.6.2009 kl. 23:18

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

...en af hverju ertu að taka skeifurnar undan? Var það bara fyrir líkamsræktina eða eru hross ekki á skeifum á sumrin? Eru til sumarskeifur? ......... hey og eru þær þá skyldar varaskeifum?

Hrönn Sigurðardóttir, 3.6.2009 kl. 23:20

3 Smámynd: Garún

Hahaha Hrönn!  Það eru sett sumardekk undir þessar elskur.  En þær fara í hagann á morgun og þá er þeim leyft að hlaupa á felgunum í nokkra daga til að mýkja hófana.  Svo kem ég uppeftir og set sumardekk og líkamsrækta sjálfan mig og þau! 

Garún, 3.6.2009 kl. 23:37

4 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Varstu semsagt að rífa nagladekkin undan þeim í dag?  -  Skiptirðu út varaskeifunum líka?

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 4.6.2009 kl. 00:45

5 identicon

Það hræðir mig hvað ég hef tekið mikið mark á þér hingað til. Ég lifði alltaf í þeirri trú að þú værir klárasta manneskja sem ég þekki... en NEI kókómjólk í latte... HALLÓ!!!

Hildur Birna (IP-tala skráð) 4.6.2009 kl. 13:09

6 Smámynd: Margrét Birna Auðunsdóttir

Þú hefur ekki farið á handfæraveiðar? Þú þarft að eiga fisk í soðið...

Margrét Birna Auðunsdóttir, 4.6.2009 kl. 20:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband