5.6.2009 | 19:11
Ungur nemur þá gamall temur! Yeh right!
Búin að rannsaka þetta orðatiltæki í allan dag, og reyndar breyta því aðeins. Alveg óvart! Í beinni útsendingu, í lit og með íslensku tali þróaðist orðatiltækið yfir í t.d "gamall gerir, ungur er fyrir", einnig var hægt að sjá orðatiltækinu "gamall labbar á undan ungur heldur á öllu" bregða fyrir. Síðan kom sterkt inn alveg nútíma útfærsla sem var "gamall gerir einn því ungur er í símanum" það gerðist nokkuð oft! Sérstaklega þegar líða fór á daginn. En maður veit hvenær maður er orðin hokin af reynslu þegar sá sem hefur virkilega reynslu kom í stígvélum en sá sem þykist allt vita var í svörtum erobik skóm!!!
Já ég og Sigvaldi vinur minn gengum eftir girðingum í dag og löguðum þær. Nei ekki af einskærri ánægju heldur nauðsyn. Frost á það nefnilega til að þrýsta girðingastaurum upp úr holunum sínum. Hestar fara þá yfir skurði og svona og ekki nenni ég að sækja hryssurnar mínar útum allar tryssur.
Það stórkostlega gerðist einnig að ég fann Hamar!!!! Og viti menn ég var nefnilega að hugsa um það í gærkveldi að ég þyrfti að fara og kaupa mér hamar til að geta nelgt upp myndir hér á vegginn. Guð er góður! Næsta dag í miðjunni á hvergi fann ég forláta hamar í grasinu. (sjá mynd)
Það er svo gaman að vera með honum Sigvalda, ég er alltaf að læra eitthvað nýtt og það er bara eins og að fara í tímavél aftur í tímann að vera með honum. T.d hann er með kasettutæki í bílnum sínum, veit ekki hvað blackberry er, og heldur að sms sé nýtt orð yfir Uss. Algert krútt!
En hestarnir eru glaðir og þá erum við Sigvaldi glöð. Nú er bara að leyfa þeim að leika sér í nokkra daga og síðan förum við glöð með vinum okkar í reiðtúr um tungurnar og ilmum af blóðbergi og útilykt. Er lífið ekki dásamlegt?
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- malacai
- andreaolafs
- annaeinars
- annagisla
- audurkg
- agustaha6
- alfholl
- beggipopp
- birgittathorsteins
- birna-dis
- bjarkitryggva
- bjarnihardar
- bjarnthor
- bjork
- brandurj
- bros
- gattin
- bryndisisfold
- cerebellum
- dagmar
- rafdrottinn
- draumur
- saxi
- einari
- esv
- einarorneinars
- elinarnar
- ellasprella
- emblan
- jaherna
- fravik74
- vinursolons
- franmiller
- kransi
- trukona
- eddabjo
- dee
- skodun
- birkire
- hronnsig
- ingveldurthe
- jenfo
- jonaa
- jona-maria
- prakkarinn
- lotta
- lillagud
- lindalinnet
- bidda
- maggaelin
- margretsverris
- marypoppins
- marjasig
- nexa
- olinathorv
- pallmagnus
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- roslin
- zigrun
- joklamus
- stjornlagathing
- lehamzdr
- steinunnolina
- sunnad
- svala-svala
- thelmaasdisar
- bliss
- william
Athugasemdir
hahaha........þyrftum að detta í bull saman bráðlega, frænkan fer að þurfa smá bullinntöku, knús til þín Gullin frá okkur öllum
Willa (IP-tala skráð) 5.6.2009 kl. 19:24
Frábært - má ég setja inn myndbandið er þér og Sigvaldi voruð að þjálfa hross eitt í Kópavogi hér um árið ?
Halldór Sigurðsson, 5.6.2009 kl. 20:45
"gamall gerir einn því ungur er í símanum" Mér líst best á þessa útfærslu - einkum og sérílagi vegna þess að enginn hringir í mig.... já.... ég sé ég þarf að hugsa þetta aðeins betur, framhaldið myndi þá vera að ég væri þessi gamla.....
Hrönn Sigurðardóttir, 5.6.2009 kl. 21:24
Krúttlegir vinir þið tvö :)
Sibba (IP-tala skráð) 5.6.2009 kl. 21:42
Ungann gemsinn ginnir, þá vinnunni Eldri sinnir ! Nokkuð til í því.
Var í tökum þegar þú hringdir, sá það ekki fyrr en seint í gærkveldi. - Er til á mánudag eftir 16:00, líst þér á það?
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 6.6.2009 kl. 00:19
:) SMS sem ... Uss!!! Spurning um að prófa þetta næst þegar ég þarf að sussa á fólk: "sona.. SMS-aðu vinur!"
Einar Indriðason, 6.6.2009 kl. 10:27
veiiii Ho ho, guðný elskar ho ho
Guðný Lára Árnadóttir (IP-tala skráð) 6.6.2009 kl. 10:58
Willa: Nú fer ég að koma til ykkar. Og tilbúin í bull aldarinnar.
Dóri: Hvað meinar þú? Setja inn hérna á commenta kerfið...hefur einhver gaman afþví ég spyr?
Hrönn: Það er svo gaman að vera á staðnum þegar orðatiltæki eru búin til. Hef reynt að koma afstað hinum ýmsu orðatiltækum...t.d "betur sjá augu en eyru"..meiri sannleika er ekki hægt að finna.
Einar: Þetta á alveg fullkomnlega rétt á sér...og þýðir þá "róaðu þig og gerðu eitthvað annað". Mjög flott
Guðný: Er þetta ekki málið að þú komir í reiðtúr með Garra.....ertu til?
Garún, 6.6.2009 kl. 11:20
Hey, ég er með eina spurningu!
Ef þú fylgist með pósthólfinu á blogginu skal ég senda þér hana þangað...
Róslín A. Valdemarsdóttir, 6.6.2009 kl. 18:32
Bara shootttttt....Rósalín! Ég fylgist með öllu. Er ofvirk og með sjö augu!
Garún, 6.6.2009 kl. 18:46
Datt nú í mínum litla huga - að setja það fræga myndband af Yður og Sigvalda við tamningar -- mitt blogg ----
Halldór Sigurðsson, 6.6.2009 kl. 22:34
Sérstaklega fallegir hestar.
þessi grái ( Hylur ) er sérlega gáfulegur og allir hinir afar flottir. lLtli tryppatrákurinn, hann Flóki er náttúrulega sá alsætasti.
Níu sæt hross í haga - þau munu láta sér semja ef ég þekki þau rétt.
Auður M (IP-tala skráð) 7.6.2009 kl. 00:39
Heyy...mig langar líka í reiðtúr með Garra! :)
Annars finnst mér ruslpóstavörnin fyndin....hvað ef maður er bara plain lélegur í stærðfræði?? ;)
Heiða (IP-tala skráð) 12.6.2009 kl. 18:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.