Hugdetta eða hugarhrap?

Varðeldur við sjóinn!  Ég og Daníel breyttumst í geðsjúklinga þegar við söfnuðum spýtum og eldivið í eldinn.  Stútuðum stólum, og eldhúsinnrétting brann útí veður og vind.  Daníel stoppaði mig þegar ég var farin að horfa á sjálft húsið og reikna út hversu mikið timbur þetta hús þyrfti eiginlega.  Katrín snillingur hjálpaði mér að moka holuna og raðaði steinum úr fjörunni í tetris hring meðfram brúninni.  Allt fullkomið.  Afhverju datt mér þetta ekki í hug fyrr?  Ok en mér datt þetta í hug núna og við gerðum þetta.  Allt partur af loforðinu Ég = Gera allt sem mér dettur í hug!  Svo framarlega sem það er ekki fallhlífastökk eða kóngolóartamning.  Sorry mér bara dettur það ekki í hug.  Það er eitthvað geggjað við það að fara í sjósund og sitja svo dasaður, vankaður eða hreinlega í sjokki við varðeld.  Ég borðaði meira að segja banana!  Í dag kíktum við nokkur hress útá Reykjanesið og köstuðum frisbí á milli heimsálfa.  Ég var Evrópumegin en Kata í Norður Ameríku.  Ætla að hringja á morgun í heimsmetabók Guinnes og fá þetta metið.  Hlýtur að vera veruleikafyrrtasta frísbí kast ever! 
Útilega í garðinumEngin eins

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta var ofboðslega gaman :)))  Takk fyrir að bjóða okkur með, kæra Garún :)

Árdís Kristín (IP-tala skráð) 9.6.2009 kl. 18:12

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

heheheh veruleikafirrtir ( vá erfitt orð....) leikir eru oft skemmtilegastir.

Hrönn Sigurðardóttir, 9.6.2009 kl. 21:40

3 identicon

Takk fyrir frábært kvöld... Þú ert snilli Garún :) Meira af þessu í sumar !

Kata xox

Kata (IP-tala skráð) 10.6.2009 kl. 00:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband