Spennusagan Icelandair - Part II

Farsinn heldur áfram!   Núna í dag klukkan 16:10 á ég flug til Kaupmannahafnar!  Já það er að segja ef að dagurinn í dag er laugardagur!  Sem hann er auðvitað ekki því það er miðvikudagur!  Einmitt! 

ForfallagjaldÉg bloggaði síðast um Icelandair þegar ég þurfti að breyta miðanum mínum til Koben og lenti í gáfnaprófi varðandi forfallagjaldið og verð á farmiðanum. Ég þurfti að finna dagsetningu á ímynduðu sætagildi útfararinnar svo að ég þyrfti ekki að borga meiri pening. Ok meðan ég gerði það þá fór ég yfir dagsetningarnar með konunni í símanum. “ok hvað með að fara út 10 og koma heim 17?”. “Bíddu” svaraði hún og ýtti á nokkra takka á lyklaborðinu. “nei, það er ekki til, ef þú vilt fara út 10 þá kostar það 19.800 kr í viðbót” “nú” svaraði ég, “en samt er langt þangað til, eru öll ónýtu sætin upptekin þá? Get ég ekki legið í björgunarbátnum ef ég lofa að vera góð?”. Konunni í símanum fannst þetta ekki fyndið en bætti við gjafmild “sko það er laust á þessu fargjaldi þann 17 heim en ekki út þann 10”. “ok en 11” prufaði ég mig áfram og leið eins og að ég skipti engu mál. “nei” svaraði hún strax. “allt í fína, en 12?” Hélt ég áfram eins og ég væri að spila veiðimann við hana! “nei ekki heldur en þú getur farið heim þann 17 á þessu verði”. Hún var orðin pirruð á mér. “13.júní hvernig er hann hjá ykkur?”. “hm” sagði hún og ég fann að hún var að gefa sig “já ég á laust á þessu fargjaldi þann 13 klukkan 16:10”. Ég kíkti á almanakið og sá í fljótu bragði að 13inn væri miðvikudagur. “ok ég tek þrettánda”. Nú vildi konan fá aftur kortanúmerið mitt og eftirnafn og sagði svo “ok þú flýgur út þann 13 og kemur heim miðvikudaginn 17.júní”. “vávává frábært” sagði ég því ég hafði reiknað í huganum mínum gáfaða að ég færi út 13 á miðvikudegi og kæmi heim 17.júní á miðvikudegi. Dásamlegt alveg. Ein vika er einmitt nákvæmlega það sem ég þarf til að skjótast til Danmerkur, hoppa yfir til Serbíu og kíkja til Svíþjóðar! Ég skildi við konuna í sátt og fór bara að víla og díla í símann og á emaili varðandi skipulag ferðarinnar þarna úti.
Ég komst aðþví á mánudaginn síðasta að hversu mikið sem ég vil þá er 13.júní ekki miðvikudagur og það eru ekki sjö dagar á milli 13júní og 17 júní. Sorry. Það kemur víst í ljós að þegar ég var í ekkiþjónustuleik við Icelandair sölukonuna um hugsanlegar dagsetningar, þá horfði ég á maí mánuð en ekki júní mánuð í almanakinu, þar sem 13.maí er nefnilega og var miðvikudagur! Þegar ég komst að þessu hringdi ég í Icelandair og sagði þeim sannleikann! Ég hafði misskilið þennan ferðaratleik fyrirtækisins og hvort ég mætti nota 50/50, hringja í einhvern eða taka tvo frá! “nei” sagði ný kona í símann. “ef þú vilt fljúga út þá þarftu að borga 19.800 + 10.000 krónur í breytingagjald”........AAAARRRRGG. “andskotinn!”. Afhverju þarf ég aftur að borga 10.000 krónur....hún hefði ekki átt að segja flugáhöfninni að ég væri að koma. Hún hefði átt að læra af fyrri reynslu þegar ég hætti við að fljúga og allir voru niðurbrotnir og eina sem gat sefað sorg þeirra var 10.000 kallinn minn sem ég borgaði samviskulega. “heyrðu! Ég borgaði 10 þús síðast má það ekki bara gilda líka núna?”. “nei” sagði konan hörkuleg og staðráðin í að láta mig borga aftur þetta vitleysisgjald. Ég fór á netið og reyndi að laga þetta. Ég kíkti inná síðu Iceland express og sá þá mér til mikillrar gleði að ég gat pantað far út til Danmerkur þann 10 á 12 þúsund krónur, ekkert forfallagjald og ekkert sorgargjald. Frábært hugsaði ég og pantaði það. Hringdi svo í Icelandair og sagði þeim að ég ætlaði að fara út með Iceland express en nota ferðina mína heim þann 17 með þeim sem ég átti nú þegar pantað. “nei” sagði konan í símann og var alveg ómögulega af sorg! “hvað meinar þú NEI” spurði ég hana. “til þess að mega koma heim þann 17 verður þú að nota fyrsta legginn af ferðinni, sem sagt þú verður að fara út þann 13 með okkur annars máttu ekki fara heim”. “andskotans helvíti, en ég er búin að panta þarna út með Express, ok ok ok, heyrðu þá ætla ég að afpanta fyrsta legginn út og þú mátt bara eiga hann en ég ætla að breyta miðanum mínum hjá þér og fara heim þann 17, bara aðra leiðina. Getur þú breytt miðanum mínum í það?”. “já ekkert mál” sagði hún og ég andaði léttar. “það kostar 87.000 krónur plús 10 þúsund breytingagjald”!!!!!!!

Eftir fallega orðafléttu í símann við konuna með breytingagjaldsáráttu, samþykkti ég það að fara út laugardaginn 13.júní! Afpantaði ferðina hjá Iceland express sem voru líka í sorg og létu mig borga fyrir það. Nú er ég að fara í þrjá og hálfan dag og það nýtist mér engan veginn ég hef ekki hugmynd hvað ég er búin að borga í heildina fyrir þessa Danmerkur ferð en eitt get ég sagt ykkur að ég tek Jesú á þetta næst og labba yfir vatnið. En góðu fréttirnar eru að systir mín verður í Koben þann 16 og við ætlum í rússibana og kaupa okkur ís. En þessi rússibana ferð er búin að kosta mig offjár og ég verð hrókur alls fagnaðar í vélinni á Laugardaginn og verð með massa kröfur á sætið mitt, útlit flugfreyjanna, gæði matarins, og í hvaða flughæð við fljúgum. Það er ekki happy camper sem flýgur til Danaveldis um næstu helgi. Og já ég verð yfir aðfaranótt sunnudags svo viljið þið ekki hérna heima bara drífa ykkur úr fötunum og gera það sem þið gerið þegar ég er í burtu!

Hér er forsagan ef þið viljið http://garun.blog.is/blog/garun/entry/885962/  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ljósið mitt ljúfa. úffffffffff þessi saga ýfði upp margar "góðar" minningar.

Hildur Birna (IP-tala skráð) 10.6.2009 kl. 12:24

2 identicon

Já, það er ekki skrítið að Flugleiðir séu búnir að vera "Markaðsfyrirtæki Ársins"  !

 Ekki öll fyrirtæki sem ná að gera svona einföld mál mjöööög flókin....  

Páll Viggósson (IP-tala skráð) 10.6.2009 kl. 12:59

3 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Jáááááá þú ert þessi Garún sem heldur flugfélögunum uppi.........

....og ferlega er ég fegin að við þurfum ekki að fella niður dagskrána á sunnudaginn kemur - hún féll nefnilega niður síðasta sunnudag.

Góða skemmtun í rússibananum - ætli þetta sé misritun? Ætli tækið heiti í rauninni rússabani og hafi verið notað í fyrri heimstyrjöldinni til að skutla rússneskum njósnurum til baka frá Þýzkalandi?

Hrönn Sigurðardóttir, 10.6.2009 kl. 13:07

4 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Þú veist að þeir eru farnir að taka all harkalega á flugdólgum hjá Icelandair? 

 Hef m.a.s. heyrt að "flugdólgar" þurfi að borga auka fyrir tvo lögreglumenn og svo extra gjald fyrir sætin þeirra þar sem þeir þurfa tvö sæti hvor vegna vaxtarlags og vöðvaþykkilda. 

Það gerir samtals = 837 þúsund níuhundruð og fimmtíu krónur.  - En hva, þú ert nú listamaður og þeir fá svo skratti vel borgað, svo þig munar nú ekkert um það. 

Annars ertu bara heppinn ef þú kemst alla leið til Köben, án þess að þurfa að halda á vélinni, yfir hafið.  Þegar við leikhópurinn ásamt leikhússtjóra LA, vorum að koma heim frá sýningarferðalagini í Vasa,um daginn, flugum við í gegnum Köben,  þegar við nálguðumst Ísland var okkur sagt að spenna beltin, sem við og gerðum, nema hvað, þegar leikhússtjórinn ætlar að spenna beltið sitt,  kemur í ljós að sætisólin er slitin, hún lætur flugfreyjuna vita, og svarið sem hún fékk var að hún yrði bara að halda sætisbeltaólinni niðri.  Og afþví að María Sigurðardóttir leikhússtjóri er svo kurteis og samviskusöm kona, þá tók hún það að sér.  Nema svo tekur vélin dýfu, og María ætlar að halda í handfangið svona til að geta haldið sætisólinni, þá var sætishandfangið brotið.   Þegar við nálguðumst landið kom flugfreyjan á ávítaði leikhússtjórann fyrir að slaka á sætisólinni.  Meira ætla ég ekki að segja þér frá flugferðinni fyrr en þú kemur til baka.  

En takk fyrir síðast, æðislegt kaffi og ostakakan hjá þér, ég var svo pakksödd að ég hafði ekki lyst á kvöldmat.  En hvernig var þetta með föstudaginn, eigum við að hittast?

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 10.6.2009 kl. 21:59

5 identicon

Sorry Gullin, var núna loksins lesa hrakfallasöguna þína, það á ekki af þér að ganga og ég er viss um að þetta verður alveg mögnuð ferð hjá þér.  Nú er búið að snoða Willuna og hún tilbúin í sumarið....jibbý....knús Gullinbrá og ljúfa drauma

Willa (IP-tala skráð) 10.6.2009 kl. 22:37

6 identicon

Takk fyrir innlitið í gær...ég er ennþá í krampakasti yfir þér, held að ammsan hafi haft gott af þessu, þó að kannski hún hafi ekki alveg verið með á nótunum þar sem hún vissi ekki forsöguna.....sem ég segi, það ætti að setja þig á flöskur...knús gullinbrá

Willa (IP-tala skráð) 12.6.2009 kl. 13:10

7 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hvernig gat ég misst af þessari færslu?  Þú drepur mig krakki.

Arg.

Jenný Anna Baldursdóttir, 16.6.2009 kl. 12:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband