19.6.2009 | 22:13
Heimsendir? Ég tók ekki eftir því - Ég var að grilla
Ok mig langar soldið að segir ykkur frá einu sem ég hef verið að spá í undanfarið. Hef nefnilega verið að lesa fréttir og svoleiðis. Hef tekið eftir því að fréttir eru orðnar TRYLLTAR og það er svo mikil heift og æðibunugangur í fréttum yfir höfuð. T.d ef þú lest fréttir um manninn sem reif niður húsið sitt þann 17 þá kemur neðst niðri í fréttinni "ef þú eða annar hefur lent í þessum manni og telur hann skulda þér eða öðrum sem þú þekkir pening hafðu samband við ****** fréttastofan". Núna rétt í þessu var ég að lesa frétt á vísi um jarðskjálftann og þar er tekið örviðtal við gamla konu í Grindavík sem segir að þetta hafi ekki verið slæmt og engin hafði stressast upp né neitt, en fréttin endar á eftirfarandi:
Einar Örn Jónsson, íbúi að Kvistvöllum í Hafnarfirði, sagðist hins vegar ekki hafa orðið var við skjálftann.
"Ég var bara úti að grilla og heyrði af þessu í fréttunum," segir Einar.
Aðspurður segir hann ekkert tjón hafa orðið á sínu heimili og hann hafi ekki heyrt af neinum óförum í tengslum við skjálftann.
Hver er þessi Einar?? Og afhverju er það frétt að hann skuli ekki hafa fundið fyrir einhverju....úff shitt.
Kannski er ég orðin geld á fréttir en mér virðist eitthvað vera að fréttaflutningi. Fréttir snúast alltaf um einhvern harmleik eða action eða bara eitthvað algerlega sveimandi ömurlega ömurlegt! Og annað hvort er allt að fara til fjandans eða einhver er að manipuleita okkur með fréttaflutningi! Veit ekki hvort er rétt en eitt er samt víst. Ég les ekki fleiri fréttir í dag. Orðin þreytt á fyrirsögnum eins og:
Þurfti að fórna golfhring fyrir umræður um Icesave
Innkalla grísgúllas
Styrjöld á Geirsnefi
Lélegt kyntákn
En jæja á morgun blogga ég um tívólíferð Thelmu og Garúnar!
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 207252
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- malacai
- andreaolafs
- annaeinars
- annagisla
- audurkg
- agustaha6
- alfholl
- beggipopp
- birgittathorsteins
- birna-dis
- bjarkitryggva
- bjarnihardar
- bjarnthor
- bjork
- brandurj
- bros
- gattin
- bryndisisfold
- cerebellum
- dagmar
- rafdrottinn
- draumur
- saxi
- einari
- esv
- einarorneinars
- elinarnar
- ellasprella
- emblan
- jaherna
- fravik74
- vinursolons
- franmiller
- kransi
- trukona
- eddabjo
- dee
- skodun
- birkire
- hronnsig
- ingveldurthe
- jenfo
- jonaa
- jona-maria
- prakkarinn
- lotta
- lillagud
- lindalinnet
- bidda
- maggaelin
- margretsverris
- marypoppins
- marjasig
- nexa
- olinathorv
- pallmagnus
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- roslin
- zigrun
- joklamus
- stjornlagathing
- lehamzdr
- steinunnolina
- sunnad
- svala-svala
- thelmaasdisar
- bliss
- william
Athugasemdir
Vá, rosalega er ég sammála, ég var að nýta tímann í vinnunni í að skoða fréttirnar á fréttamiðlunum í morgun.. skil sumt á Mbl en voða fátt á Vísi... hey, ef það væri stjörnuspá á Vísi, þá væri hún örugglega ógeðslega fyndin!
Róslín A. Valdemarsdóttir, 19.6.2009 kl. 22:54
Ætlarðu að segja mér að þú þekki ekki Einar Örn Jónsson?? Þekkirðu þá ekki heldur bróðir hans Guðmund B. Sveinsson? Sammæðra sko.............
Svo ætla ég rétt að vona að fréttin um lélegt kyntákn hafi ekki verið um mig!
Hrönn Sigurðardóttir, 19.6.2009 kl. 22:55
Ég kalla þig góða að geta fylgst með fréttum. Ég ýmist skil ekki neitt eða verð miður mín af reiði, ég hef ekki hugmynd um hvort það er rétt að samþykkja icesave og mér verður hálf illt að lesa fréttir um Gunnar Birgisson og Sigurjón digra. Farin að lesa Guðrúnu frá Lundi, þar eru vandamálin bara lítil og þægileg.
Margrét Birna Auðunsdóttir, 19.6.2009 kl. 23:06
Kannski er Einar þekktur fyrir að valda tjóni með grilltilburðum sínum.
Kannski heyrir Einar sérstaklega vel
Dúa, 20.6.2009 kl. 00:39
Var skjálfti í gær --- ??
Alltaf missi ég af skemmtilegu fréttunum
Halldór Sigurðsson, 20.6.2009 kl. 08:56
Hahaha. You kill me woman.
Jenný Anna Baldursdóttir, 20.6.2009 kl. 11:51
Hehehe.
Roslín: já ég er hætt að lesa fréttir með spekingslegum svip, nú les ég fréttir á hvolfi.
Hrönn: Þessi frétt var ekki um þig, en í dag sá ég fyrirsögn sem mig grunar að þú átt einhvern þátt í! "Deilur og ótti við vélsög"....kannastu eitthvað við þetta hm
Bidda: Þarna er ég sammála, las í janúar bókina um hana Önnu frá Hesteyri og það var skemmtilegt! Mæli með því.
Dúa: Ég er búin að rannsaka þennan Einar og hann er nobody....hann var bara að grilla og það er það sem hann gerði og þannig var það bara. Æsifrétt alveg.
Dóri: Já það var jarðskjálfti og Einar í Hafnafirði varð hans ekki var....
Jenný: Það er ekki ætlun mín að drepa þig. Tilraun til manndráps vegna húmors er samt markmið sem vert er að vinna að!
Garún, 20.6.2009 kl. 15:29
híhíhíhíhíhí NÁKVÆMLEGA. Ég er löngu hætt að lesa fréttir´. athyglisbresturinn veldur því að ég á svo erfitt með að greina kjarnan frá hisminu svo ég hefði örugglega lesi fréttina um Einar og haldið að hann hafi tapað grillinu í skjálftanum
Hildur Birna (IP-tala skráð) 23.6.2009 kl. 16:16
Nei - ég kannast ekkert við það.... að vísu eru allir í kringum mig hræddir við vélsög síðan ég sagði niður nokkur tré hér um árið en það er ekki mitt vandamál
Hrönn Sigurðardóttir, 23.6.2009 kl. 22:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.