20.6.2009 | 14:51
"Viltu ís?" - "nei ég vil lifa!"
Einu sinni hélt ég að ég hefði alltaf rangt fyrir mér og mínar hugmyndir varðandi lífið og tilveruna væru byggðar á skökkum staðreyndum í besta falli. Hægt og rólega uppgötva ég mér til mikillrar gleði að það er ekki alveg ósatt! Það er sama hvað ég reyni að rembast við að koma með góðar hugmyndir og stjórna lífi mínu sjálf alltaf endar leikurinn í einhverju óvæntu og ég stend í extra close upi með augun galopin af undrun og ánægju. Ég er í leik og hann heitir "lífið". Við erum tvö sem spilum þennan leik reglulega og hefur byrjendaheppnin elt mig hingað til og skotið mér framhjá stórvægilegum töpum og alvarlegum skakkaföllum. Mér finnst gaman í þessum leik! Þó svo að sá sem ég spila við kann allar reglurnar betur en ég og breytir þeim stundum óvænt og án þess að segja mér. But that´s the game I got it! Eins og þið vitið þá var ég á leiðinni heim frá Danmörku á miðvikudaginn var. Drullustressuð sambandi við flugið heim, því ég var búin að ákveða að það væri hádramatískt að fljúga til Íslands frá Köben á 17. júní. Adragandinn lyktaði af leikfléttu samleikara míns og mér fannst allir þátttakendur í einhverjum grand final episode af Garún the dwarf. Þetta byrjaði á því að mér fannst það góð hugmynd að vaka í heilan sólahring fyrir þetta flug svo ég yrði nú þreytt þegar í vélina kæmi og gæti bara sofið á meðan vélarhræið hristist í ímynduðum malarvegshossing. Dagurinn 16 júní byrjaði á því að ég keyrði til Malmö! Sat og beið eftir systur minni og hennar manni og stytti mér stundir með því að flokka Svía í þrjár manngerðir - Svíi í ljósblárri peysu, Svíi með ljósar krullur og Svíi í ljósgrænni peysu! Þetta gat ég gert í þrjá tíma meðan ég beið eftir lestinni og mér leiddist ekkert! Systir og Skalli komu og við keyrðum til Köben og ég náði að týnast í borginni sem ég hafði búið í í cirka ár. En mér til varnar þá höfðu þeir ekki uppgötvað fucking ENSRETTE skiltin sín ömurlegu þá. En núna voru ENSRETTE skiltin alls staðar og það var sama í hvaða götu ég fór, hún endaði alltaf í ENSRETTE beint í andlit mitt og ég endaði með því að leggja bílnum og sagði að nú væri komin tími til að fara í tívólí áður en líf mitt yrði ENSRETTE vegna fjöldamorðs hjá Norrebro. Eftir 5 tíma tívólí ferð með multipass, þar sem mér var kastað fram og til baka, upp og niður, fékk nýja hárgreiðslu, skildi magann eftir í 50 metra hæð og reyndi að drepa mig á þyngdarafli jarðar fórum við í heimskulegasta bíltúr sem farin hefur verið. Fórum nefnilega um miðja nótt að skoða kastala Hamlets....sem við sáum ekki því það var niðdimm nótt. Ég skutlaði þeim síðan heim og beið í fjóra tíma á Kastrup og reyndi að halda mér vakandi til 7:50 eða þar til vélin fór í loftið. Svo fattaði ég að gott ráð við flughræðslu er EKKI ég endurtek EKKI að vaka í heilan sólarhring, keyra um Svíþjóð og Danmörk, Fara í tívólí og drekka 17 kaffibolla og fara síðan í flug. Biðin var dásamleg og Kastrup er massa leiðinlegur staður en ég var farin að babbla og missa heyrn af þreytu og leit út eins og geðsjúklingur þegar ég bauð flugfreyjunni góðan hádegismat í staðinn fyrir góðan dag! Hún sagði "til hamingju með daginn" og ég starði á hana morðóð og hélt að hún væri að meina að ég ætti afmæli. "ha hvað meinar þú?" spurði ég hana og blikkaði augunum ótt og títt, algerlega föst í dramaleiknum! "já með daginn viltu ís?". Þarna var suðið í hausnum mínum farið að ýla eins og neglur á krítartöflu..."fyrirgefðu, en mér heyrðist þú bjóða mér ís". "jamm viltu ís eða ekki". Nú var ég handviss um að dagar mínir væru taldir og að Icelandair væri virkilega búin að missa það. Örvæntingafull leit ég yfir vélina og athugaði hvort ég væri búin að þróa með mér 9 skilningarvitið með svefnleysi og taugatrekkingi, ég leitaði að Gandalfi, Rauðhettu og einhverju öðru sem gæti útskýrt fyrir mér sögusvið leiksins! "fröken! það er 17 júní og ég er bara að bjóða þér ís" ég sá að hún læddist í vasann þar sem plastvírarnir eru geymdir til að festa niður flugdólga og ég rétt náði að segja henni að ég væri ósofinn, með tívólíriðu, flughrædd og massa dramatísk. Þá brosti þessi snillingur og leiddi mig frammí klefa til flugmannanna sem voru svo yndislegir að bolta mig niður hjá sér í 5 punkta belti fyrir aftan þá og þannig flaug ég heim frá Köben á þjóðhátíðardaginn og naut mín í botn. Dottaði yfir veðurspá frá flugturnum, fékk útskýringu á fetaáráttu, og róin yfir að sjá útum gluggann á faratækinu gerði þetta flug eitt það besta sem ég hef farið í. Og vitið þið hvað??? Það eru rúðuþurrkur á flugvélum!!!!!!! Djöfull kúl. Héðan í frá fer ég vel sofin, óstressuð og með bros á vör í flugvélar. Kærar þakkir til Péturs Arnarssonar og aðstoðarflugmannsins sem í minningunni heitir Mikki mús og flugfreyjunnar sem setti mig í flugstjórnarklefann í staðinn fyrir cargo hólfið.
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 207252
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- malacai
- andreaolafs
- annaeinars
- annagisla
- audurkg
- agustaha6
- alfholl
- beggipopp
- birgittathorsteins
- birna-dis
- bjarkitryggva
- bjarnihardar
- bjarnthor
- bjork
- brandurj
- bros
- gattin
- bryndisisfold
- cerebellum
- dagmar
- rafdrottinn
- draumur
- saxi
- einari
- esv
- einarorneinars
- elinarnar
- ellasprella
- emblan
- jaherna
- fravik74
- vinursolons
- franmiller
- kransi
- trukona
- eddabjo
- dee
- skodun
- birkire
- hronnsig
- ingveldurthe
- jenfo
- jonaa
- jona-maria
- prakkarinn
- lotta
- lillagud
- lindalinnet
- bidda
- maggaelin
- margretsverris
- marypoppins
- marjasig
- nexa
- olinathorv
- pallmagnus
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- roslin
- zigrun
- joklamus
- stjornlagathing
- lehamzdr
- steinunnolina
- sunnad
- svala-svala
- thelmaasdisar
- bliss
- william
Athugasemdir
Fær maður að sitja í flugstjórnarklefanum en maður býður flugfreyjunni góðan hádegismat? Kúl! Næst þegar ég fer í flug mun ég ekki hætta að bjóða flugfreyjum hitt og þetta sem hljómar sækólegt þangað til ég fæ að fara fram í
Tókuð þið myndir af kastalanum?
Dúa, 21.6.2009 kl. 05:59
Og svo varst þú að öfundast út í flugstjórann minn sem fór að telja upp öll fjöllin
Margrét Birna Auðunsdóttir, 21.6.2009 kl. 12:45
hahahaha... Takk fyrir að deila þessari brilliant reynslu með okkur. ( Mjög skemtileg frásögn ) Sp um að verða dramatísk þegar ég fer út... langar gasalega að sjá rúðuþurkunar !
Kata S og Æ svo kemur ta ;) (IP-tala skráð) 21.6.2009 kl. 14:03
Hæ hæ Kata S og Æ og tatara.....afhverju er ég ekki með símann hjá þér???? Og kemur þú á þriðjudagskvöld eða ertu að fara að vinna?
Garún, 21.6.2009 kl. 20:54
Hvað er að ské á þrið ? Nú ef það er sjósund, þá geturu bókað mig !! Nr mitt er 865-5945.
Kata (IP-tala skráð) 22.6.2009 kl. 06:32
Ég fór einu sinni í seight seeing tour um kastala Hamlets. Rosa fínt..... alveg þar til farið var í kjallaranna og pyntingarklefarnir skoðaðir. Þá lokaði ég augunum og ætlaði að bakka út. Má líklega teljast heppin að vera þar ekki enn....
Hrönn Sigurðardóttir, 22.6.2009 kl. 20:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.