23.6.2009 | 20:42
Rigning er blautt element!
Eftir tveggja daga hestaferð er líkami minn komin í andlegt uppnám! Hann er búin að uppgötva vöðva á stöðum þar sem eiga örugglega ekki að vera vöðvar! Ég hef líka ekkert vaxið þrátt fyrir látlausa fáránlega rigningu annan daginn, ég er enn 164 cm. "æi það er svo gaman að vera úti þegar það rignir, það er svo góð lykt!" heyrir maður suma segja!!! En ég er búin að fatta og reikna það út að fólkið sem segir þetta er yfirleitt inni og er aldrei úti í rigningu þegar það lætur þessa setningu leka niður viskubrekkuna sína. Manni verður kalt og maður er ekkert að spá í lyktinni þegar ísköld rigningin lekur eftir bakinu á manni og niður í nærbuxurnar! Sorry. Lykt er líka frábær og svona þegar maður er úti í engri rigningu. En samt ég verð að segja að það var bara frábært að fara aðeins á hestbak. Þrátt fyrir að maður næstum drukknaði! Við fórum með Björk Jakobs í Haukadalinn og uppá Gullfoss og yfir einhverjar heiðar sem ég man ekki hvað heita og er frankly alveg sama hvort þær beri nafn eða ekki. Borðuðum hreindýrakjöt og hlógum eins og vitleysingar! Ég fann forláta fjórhjól sem var svo heimaviðgert að það þurfti að ýta á tvo takka og fara með sonettu til að það færi í gang, en þegar það svo startaði var hægt að spóla og spæna upp planið eins og það væri engin morgundagur. Svona á lífið að vera! p.s ég vil koma á framfæri þakklæti til stráksins á coke light bílnum sem fannst það góð hugmynd að spóla yfir pípuhlið þegar við riðum framhjá, þrátt fyrir að hafa beðið hann um að bíða í 2 mínútur meðan við færum í gegnum hliðið! Hann átti ekki þessar 2 mínútur og það var ekki honum að þakka að stórslys varð ekki á hestum og mönnum. Snillingur!






Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- malacai
- andreaolafs
- annaeinars
- annagisla
- audurkg
- agustaha6
- alfholl
- beggipopp
- birgittathorsteins
- birna-dis
- bjarkitryggva
- bjarnihardar
- bjarnthor
- bjork
- brandurj
- bros
- gattin
- bryndisisfold
- cerebellum
- dagmar
- rafdrottinn
- draumur
- saxi
- einari
- esv
- einarorneinars
- elinarnar
- ellasprella
- emblan
- jaherna
- fravik74
- vinursolons
- franmiller
- kransi
- trukona
- eddabjo
- dee
- skodun
- birkire
- hronnsig
- ingveldurthe
- jenfo
- jonaa
- jona-maria
- prakkarinn
- lotta
- lillagud
- lindalinnet
- bidda
- maggaelin
- margretsverris
- marypoppins
- marjasig
- nexa
- olinathorv
- pallmagnus
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- roslin
- zigrun
- joklamus
- stjornlagathing
- lehamzdr
- steinunnolina
- sunnad
- svala-svala
- thelmaasdisar
- bliss
- william
Athugasemdir
púff - svo er hún ísköld í þokkabót! Varstu búin að nefna það? Já... ég sé það, vildi bara árétta það fyrir fólkið sem segir að lyktin sé svo góð.... Hún er ÍSköld þessa dagana - einkum og sér í lagi þegar hún lekur oní hálsmálið, hef sem betur fer ekki fengið hana í nærbuxurnar... ekki nýlega!
Hrönn Sigurðardóttir, 23.6.2009 kl. 22:48
Af hverju ertu svona óhrein í framan? Var rigning? ARG.
Jenný Anna Baldursdóttir, 24.6.2009 kl. 02:01
Já, en... sko... Rigningin er góð fyrir gróðurinn! Einhvers staðar verða plöntur að vaxa?
Og skamm á kók-kallinn.
Einar Indriðason, 24.6.2009 kl. 11:13
Hrönn: Rigningin er nefnilega svakalega köld, nær reyndar aðeins að hlýna meðan hún lekur niður eftir bakinu áður en að endastöð er komið en köld samt.
Jenný: Einmitt, maður hefði haldið að rigningin gæti þó haldið manni hreinum, en hestum finnst æðislegt að velta sér uppúr möl og svona þegar maður æjar og þeir gerðu það. Bleyta + möl = drullugur dvergur!
Já já gróður smóður. Ég fór til dæmis ekki í hestaferð á sunnudaginn, þá hefði verið hægt að vökva gróðurinn og t.d í dag er ég ekki í hestaferð og því tilvalið að vökva með rigningu: hehehe.
Garún, 24.6.2009 kl. 20:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.