Ég mun giftast kuðungi

Mig dreymdi kuðung!  Stór bleikur kuðungur sem ekkert sjávarhljóð heyrðist í.  Mig dreymdi að nokkrir vinir mínir og ég værum á einhverju safni og allir fengu að velja sér eitt dót!  Ég auðvitað valdi mér kuðung!  Því eins og allir vita þá er ég æst og óð í kuðunga!  NOT.  Ég skoðaði þennan kuðung fram og til baka og sá meira að segja eftir því í draumnum að hafa fengið kuðunginn en ekki uppstopaða hákarlinn sem Rósa vinkona hélt á undir hendinni!  En kuðungur var það.   Á jónsmessu á manni nefnilega að  dreyma maka sinn og ég vandaði mig í gærkveldi með því að sjósynda, kveikja á kyndlum og hugleiða framyfir miðnætti við varðeld í fjörunni hér fyrir neðan húsið mitt með góðum félögum.  En nei nei mig dreymdi kuðung.  Kuðung sem virkaði ekki by the way! 
Jónsmessa
Að hugleiða í boði flugleiðaKyndlaberar


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Vanþakklætið í þér alltaf.  Hvað hefurðu á móti kuðungum.

Sumir tæku kuðung í stað einskis.

Btw. ég gargaði úr hlátri yfir þessum með húfuna sem er örugglega að kyrja.

Krúttið.

Jenný Anna Baldursdóttir, 24.6.2009 kl. 20:23

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þarna á að standa "tækju" en ekki "tæku".

Jenný Anna Baldursdóttir, 24.6.2009 kl. 20:24

3 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Þú getur allavega huggað þig við það að þú lifir stórkostlegu lífi akkúrat núna. Kuðungur eða ekki... kannski var þetta líka bara stafsetningarvilla í draumnum og þetta átti í  raun að vera Konungur?

Frábærar myndir

Hrönn Sigurðardóttir, 24.6.2009 kl. 21:14

4 Smámynd: María Ólöf Sigurðardóttir

Ef ég var í þessum draumi, hvað fékk ég þá?? MÚS?? Bwahaha

María Ólöf Sigurðardóttir, 24.6.2009 kl. 22:28

5 Smámynd: Dúa

Mig dreymdi Jón Ásgeir - þannig að : hættu þessu væli

Dúa, 25.6.2009 kl. 03:41

6 Smámynd: Steingrímur Helgason

Ég er vizz um að kuðúngurinn er í fínu lagi, bara vantar í hann ferzka rafhlöðu.

Steingrímur Helgason, 25.6.2009 kl. 11:04

7 Smámynd: Halldóra Halldórsdóttir

Dauður kuðungur er sennilega dulmál yfir verðmæti Garún - why not?

Halldóra Halldórsdóttir, 26.6.2009 kl. 11:29

8 identicon

Úff alltof erfið reikningsþraut hérna, en ég hefði átt að koma, ábyggilega skemmtilegra en hin ómenningarlega bíóferð sem ég tók þátt í.

Ellen (IP-tala skráð) 26.6.2009 kl. 18:09

9 identicon

Kuðungur ferðast með húsið sitt.  Þú átt eftir að hitta manneskju sem fer víða og á allsstaðar athvarf.  Sjósund verður eitt af mörgum sameiginlegum áhugamálum ykkar. Hmm  Hin kvenlegu element ykkar beggja munu njóta sín á mörgum sviðum: bleiki liturinn og ekkert sjávarhljóð. Hin þögla kvenímynd.  Nú svo gæti þetta líka verið eigandi hjólhýsis,  sem býður upp á ferðir til allra átta.  (safn, með munum úr öllum áttum).

Auður M (IP-tala skráð) 26.6.2009 kl. 22:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband