Hvíldarstund

Nú er komin sú stund sem oft er kennd milli stríða!  Eftir svaka vinnutörn í síðustu viku á ég nú einn dag frí og er að nota hann í tætlur við að gera ekki neitt.  Vaknaði klukkan hálf tvö og lagði mig aftur og aftur og aftur og aftur.  Ég var næstum búin að lofa mér að fara ekkert út í dag en tek þá eftir því mér til skapraunar að ísskápurinn hefur tæmt sig sjálfur og kaffið drukkið sig sjálft.  Ætli ég verð ekki að breytast í þorparann í þorpinu og versla eitthvað.  Næring er víst nýja 2009!  Annars gengur vel með bryggjuna sem hann Daníel er að byggja fyrir mig.   Gott að eiga góða að, og vonandi innan tíðar verð ég komin með ekta bryggju fyrir utan húsið mitt.  Góðar stundir.
Gott lífBryggjustig

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Sigurðsson

kaffið búið ?....KAFFIÐ BÚIÐ !!!!!

Ertu eitthvað klikkuð ??
Kaffi á ALLTAF að vera til ---- ALLTAF !!!!!!

Halldór Sigurðsson, 28.6.2009 kl. 20:27

2 Smámynd: Margrét Birna Auðunsdóttir

Mikið er ég fegin að bryggjan skuli ná næstum því út í sjó.

Margrét Birna Auðunsdóttir, 28.6.2009 kl. 21:09

3 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Þú býrð vonandi nálægt sjó......... ef ekki geturðu þá sent Daníel til mín þegar hann er búinn hjá þér? Væri gott ef hann gæti byggt svona bryggu hjá mér líka. Það er ekkert rosa langt niðr´að sjó! Bara svona ca. 20 km

....annars finnst mér þessi mynd af húsinu þínu ferlega flott og af þér líka.

Hrönn Sigurðardóttir, 28.6.2009 kl. 21:51

4 identicon

Það er gott að hvíla sig, gullin, en það er þjóðráð að eiga alltaf Neskaffi í skápnum hjá sér, ekki gott að komast í gang ef að ekki er til kaffi.

Komir þú á bæ, þar sem kaffi er ekki á borðum

og kunnir ekki við að biðja um það með orðum

statt´á bak við húsfreyjuna án þess að tala

strjúktu á henni bakið

og þá fer hún að mala.

Knús gullin

willa (IP-tala skráð) 28.6.2009 kl. 22:06

5 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

 Það er ískyggilegt hvað ísskápar og kaffibaukar geta tekið upp á ef þeir eru ekki alltaf útúrfullir.  En vonandi hefurðu samt getað notið hvíldarinnar.  Skemmtileg ábending í vísukorninu hér fyrir ofan.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 28.6.2009 kl. 23:24

6 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þetta er ekki bryggja, þetta er hafnarborg.

Jenný Anna Baldursdóttir, 29.6.2009 kl. 11:05

7 Smámynd: Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir

Á ekkert að hafa samband?????

Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir, 2.7.2009 kl. 18:32

8 Smámynd: Dúa

Býrðu á Suðurnesjunum? Ég verð því miður að taka þig af bloggvinalistanum

Dúa, 3.7.2009 kl. 19:30

9 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

hahahhah Dúa.............

Hrönn Sigurðardóttir, 3.7.2009 kl. 23:55

10 Smámynd: Garún

Hahaha.  Ég skil það vel ef þú vilt taka mig útaf bloggvinalistanum þínum og stofna sér lista fyrir mig og aðra suðurnesjamenn! 

En hér bý ég og er búin að setja mark mitt á Hafnir!  Hafnarborg er nýja nafnið á húsinu mínu!  

Garún, 4.7.2009 kl. 16:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband