Ráðgáta Nr.2 "Ren í hjarta"

Ráðgáta 2Þá er komið aðþví  Ráðgáta nr. 2 í Höfnum í kvöld klukkan 22:00.  Sagan er eftirfarandi:

 Hjón á eftirlaunaaldri eru að byggja við húsið sitt í Höfnum.  Það er kvöld og fallegt veður.   Þar sem konan stendur við húsið sitt og horfir á manninn sinn vinna verður hún vör við hreyfingu í sjávarmálinu.   Hvað getur þetta verið?  Er þetta manneskja og ef svo er, er hún dáin?  Saman bera hjónin manneskjuna inní hús og í ljós kemur að ekki er allt sem sýnist hvorki í fjármálum hjónanna né tengsl þeirra við þennan meðvitundarlausa eða látna mann.   Brátt kemur fram í dagsljósið alls konar flækjur og leyndarmál sem einhver eða einhverjir eru tilbúnir að grafa!  Æsispennandi leikflétta í Höfnum í kvöld. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Spennandi!!

Hrönn Sigurðardóttir, 3.7.2009 kl. 14:47

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Jæks! Ég gleymdi mér. Ég ætlaði að vera óvænta konan í ráðgátunni! Nú er ég orðin of sein....

...vona svo sannarlega að þið skemmtið ykkur vel. Þetta hljómar spennandi, frumlegt og síðast en ekki síst - skemmtilegt!

Hrönn Sigurðardóttir, 3.7.2009 kl. 22:21

3 identicon

Elsku Garún takk fyrir geðveikt kvöld ég skemmti mér konunglega og bara yndislegt að finna að ennþá lifir í gömlum ''leiklistar'' glæðum hjá mér. Flott plott og góð leiksjórn hjá þér mín kæra

Rósa (IP-tala skráð) 4.7.2009 kl. 01:48

4 identicon

Hæ ljúfust.

Takk fyrir æðislegt kvöld, alltaf æðislegt að koma í Hafnir og leika með þér! :)

Kv. Dyndillinn

Heiða (IP-tala skráð) 4.7.2009 kl. 12:38

5 identicon

Takk ljúfasta ljós..

SNitt hvað þetta var gaman.

HÖLDUM ÁFRAM!!!!!!!!!

Hildur Birna (IP-tala skráð) 7.7.2009 kl. 16:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband