4.7.2009 | 17:00
Ráðgátunni lokið. Allir heilir heilsu?
Ráðgátan gekk vel. Nú brotnaði engin stigi, en sófinn er valtur og eldhúsborðið allt útí blóði og hálf vankað eftir Markó sem tók brjálæðiskastið á það eftir að hann fannst blóðugur og rennblautur í sjónum fyrir utan húsið mitt. Gaman gaman. Reyndar bara í smá stund því þá uppgötvaði hann að eiturlyfjasjúklingurinn hún Heiða hafði fundið peysu og myndavél konu hans sem fannst hengd uppí rafmagsstaur nokkrum mínútum síðar. Þessi morðgáta gekk betur fyrir áhorfendur heldur en sú síðasta þar sem margir voru mjög nærri því að leysa hana og giska á réttan morðingja. Hún María sigraði enda gáfumenni mikið og sá strax að hippinn systir Hildar hún Sibba var ekki öll þar sem hún var séð! Fíkniefnamisferli, morðtilraun, fjöldamorð og blásýra í vatni voru lykilorð morðgátunnar í gær og mættu 15 manns í Hafnir til að horfa á leikhópinn Skuggabörn myrða hvert annað og flækja lífið. Er lífið ekki klikkað og flókið.
Næsta morðgáta verður í borg óttans Reykjavík og verður auglýst á miðli þessum síðar. Góðar stundir.
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 207252
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- malacai
- andreaolafs
- annaeinars
- annagisla
- audurkg
- agustaha6
- alfholl
- beggipopp
- birgittathorsteins
- birna-dis
- bjarkitryggva
- bjarnihardar
- bjarnthor
- bjork
- brandurj
- bros
- gattin
- bryndisisfold
- cerebellum
- dagmar
- rafdrottinn
- draumur
- saxi
- einari
- esv
- einarorneinars
- elinarnar
- ellasprella
- emblan
- jaherna
- fravik74
- vinursolons
- franmiller
- kransi
- trukona
- eddabjo
- dee
- skodun
- birkire
- hronnsig
- ingveldurthe
- jenfo
- jonaa
- jona-maria
- prakkarinn
- lotta
- lillagud
- lindalinnet
- bidda
- maggaelin
- margretsverris
- marypoppins
- marjasig
- nexa
- olinathorv
- pallmagnus
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- roslin
- zigrun
- joklamus
- stjornlagathing
- lehamzdr
- steinunnolina
- sunnad
- svala-svala
- thelmaasdisar
- bliss
- william
Athugasemdir
Ohhhhh ég er soldið súr að hafa ekki munað eftir að mæta og vera leynigestur kvöldins! Ef ég bara rataði í Hafnir.......
Hrönn Sigurðardóttir, 4.7.2009 kl. 22:34
Var að skoða myndirnar... efast ekki um að allir hafi skemmt sér vel!
Hrönn Sigurðardóttir, 4.7.2009 kl. 22:35
Aha, ég mæti þegar þið komið í "borg óttans"!
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 5.7.2009 kl. 00:58
Hæ hæ,við Eyrún vorum að skoða síðuna þína í kvöld.....gaman að sjá myndirnar,bara gegjaðar myndir sem þú tekur....og ég er sko til í næsta morðkv..
KV.KIDDA :-)
KIDDA (IP-tala skráð) 5.7.2009 kl. 02:43
Þú ert svo mikið krútt Garún að það ætti að fjölfalda þig.
Brilljant hugmynd með morðgátudæmið.
Kem næst.
Jenný Anna Baldursdóttir, 6.7.2009 kl. 09:57
Verður í boði, að fá að fletta á öftustu síðurnar? Hmm... Og sjá eitthvað annað en ... "The Butler did it!" (náttúrlega að því gefnu, að The Butler sko.. gerði þetta *EKKI*)
Hmm. En. Líst dúndurvel á þessa pælingu, væri gaman að kíkja á. (Hvort heldur sem er úr fjarska, með öflugum sjónauka, og stefnuvirkum míkrafón, eða ... bara vera með :-) (Vil þó ekki vera líkið, sem þarf að liggja úti í snjó og kulda í marga klukkutíma áður en ég "uppgötvast")
Einar Indriðason, 6.7.2009 kl. 13:31
Oj hvað þetta var gaman, þið eruð snillingar
Ellen (IP-tala skráð) 9.7.2009 kl. 12:27
Ojjj þýðir einmitt váá á norsku Ellen ;) bara svona svo að það sé á hreinu. Vellig, vellig, vellig bra ;)
María Ólöf Sigurðardóttir, 9.7.2009 kl. 21:13
Og á sænsku þýðir það úps! Þannig að þið getið lagt þá merkingu í þetta litla orðskrípi mitt sem þið kjósið
Ellen (IP-tala skráð) 10.7.2009 kl. 11:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.