Vatnsberi Vs Sporðdreki

Sko miðað við stjörnuspá dagsins í dag á Mbl er ég svakalega þroskuð og vel gefin manneskja sem oftúlkar ekki stjörnuspár gerðar til dægrardvala.  Annars hef ég aldrei skilið þetta orð!  Til dægrardvala!  Finnst þetta fallegt orð og allt það, en það fer í flokkinn með öðrum skrítnum orðum eins og "gimbill, þverballa, dósent, svartnætti og heimasæta"!.   Mamma er sporðdreki og eins og allir vita þá eru þeir alveg spinnigal og algjörlega óútreiknanlegir og vitið þið eitt?  Það virkar ekki á þá að skvetta á þá vatni!   En mömmu stjörnuspá segir að hún verði að vera duglegri við að færa mér gjafir og hætta að hanga bara í vinnunni og koma útá Reykjanesið í sjósund.  En einhvern veginn grunar mig að fyrr borga útrásavíkingarnir til baka peninginn sem þeir stálu áður en það gerist...Sem sagt Jóna Mö og sjósund will happen when hell freezes over. 

En eins og áður sagði og er staðfest hér að neðan, þá er ég þroskuð og passa mig svakalega á því að staðna ekki! Ekki frekar en móðir mín.
MammaÞroskuð og óstöðnuð

 

 

 

 

VatnsberiVatnsberi: Þú ert þroskaður og tekur sjálfstæða afstöðu til þess sem gerist í kringum þig. Gættu þess þó að staðna ekki.
SporðdrekiSporðdreki: Þú hefðir gott af því að breyta um umhverfi, en að umgangast nýtt fólk væri enn betra. Málið er að vera duglegur og jákvæður, og þá kemstu þangað sem þig dreymir um.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Rétt - SPORÐDREKAR komast ALLTAF þangað sem þeim langar - og þegar það mistekst þá tengist það EFLAUST því að viðkomandi er fæddur í lok október....  Svo vil ég að vatnsberar "beri allar birgarð tengt IceSLAVE dæminu..!" Af hverju?  Jú þið eruð svo vön að bera birgðar - alltaf að bera þetta VATN fram & tilbaka, þannig ykkur munar ekkert um að taka þetta á ykkur í leiðinni á meðan sporðdrekar vinna að því að koma málum í betri farveg...!

kv. Heilbrigð skynsemi

Jakob Þór Haraldsson (IP-tala skráð) 12.7.2009 kl. 14:55

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Geysilega óstöðnuð allavega - þroski held ég að sé stórlega ofmetinn......

Hrönn Sigurðardóttir, 12.7.2009 kl. 21:19

3 Smámynd: Steingrímur Helgason

Fékk 'trampa-á-línið' áfallahjálp ?

Steingrímur Helgason, 12.7.2009 kl. 23:54

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hehe.  Þú klikkar ekki.

Jenný Anna Baldursdóttir, 13.7.2009 kl. 09:19

5 Smámynd: Garún

Jakob:  Hehe nákvæmlega.  Sprorðdrekinn getur ALLT sem hann vill og ef honum mistekst þá er það reyndar yfirleitt öðrum merkjum að kenna, eða hreinlega að hann vildi ekki nógu mikið.  Ég skal taka að mér þetta Ice save dæmi.  Hef hvorteðer ekki hugmynd afhverju ég er að bera þetta vatn útum allt! 

Hrönn:  Ég þurfti að breyta færslunni því þegar ég skrifaði fyrst þá skrifaði ég " en ég er froskur og ....." ég breytti því í þroskuð og sé mjög eftir því!!!

ZSteingrímurZ:  Mér finnst svo gaman að sjá þig skrifa setningu án Z.  Og þú minnir mig á karakter í bókinni með Sval og Val...bíddu hvað hét hann Zorgo..er það ekki.  Og trama á líninu fékk ekki áfallahjálp, því það dó!  Og algjör óþarfi að púkka uppá steindautt Lín. 

Jenný:  Takk elsku vinkona...en ég held að í þessu tilviki þá klikka ég svo oft að það er orðið í lagi.

Garún, 13.7.2009 kl. 10:58

6 identicon

Sérðu bara hvað ég tek mig vel út.  Ég ætla ekki að blanda mér í stjörnumerkjafræðin en ég veit bara það eitt að ég sem sporðdreki er alltaf til í að prófa allt og ÉG prófa allt, ef mér líkar það ekki þá bara geri ég það ekki aftur punktur basta.  Trampólínið kom mér skemmtilega á óvart og væri til í að prufa aftur, adrenalínskastalinn á Nesjavöllum var mjög skemmilegur en búið og gert og líklega aldrei aftur. En takk fyrir yndislegan dag með stórfjölskyldunni á laugardaginn og vonandi getum við haft annan svona dag fljótlega.

Kveðja

mamma

Jóna (IP-tala skráð) 13.7.2009 kl. 11:26

7 Smámynd: Garún

Hm....Jóna Mö!   Ég er er vatnsberi og ég er til í að prófa allt og ÉG prófa allt!   Kannski hefur þetta bara alls ekkert með stjörnumerkin að gera.  Kannski erum við úr sama efninu.  En þá langar mig að testa þetta efni!  Ert þú til í sjósund næsta sunnudag?????   Eða hefur þú prófað það? 

Garún, 13.7.2009 kl. 11:33

8 identicon

Þú veist að ég er að vinna mikið á sunnudögum.  Alla daga nema sunnudaga og miðvikudaga.  Hef alltaf tekið áskorunum.

Mamma

Jóna (IP-tala skráð) 13.7.2009 kl. 12:04

9 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Knús og kossar og ljúfur faðmur....:O)

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 15.7.2009 kl. 01:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband