Au pair af himnum!

Úff vá.  Er lífið ekki stórskrítið?   Ég er á fullu í tökum á kvikmyndinni Sumarlandið og það er búið að vera geðveikt gaman og stórfurðulegt!  Tökur ganga svakalega vel og það er mikið hlegið! Enda erum við að gera grínmynd.  Nema hvað ég er komin með Au Pair frá Ástralíu, hana Holly Mae Thomas.   Þannig var að síðasta laugardag vorum við að taka upp atriði á BSÍ þar sem einmitt aðalsöguhetja myndarinnar rænir túristum (útskýri ekki frekar).  But often life imitates art.  Mig vantaði aukaleikara fyrir eitt skot myndarinnar og hafði enga, inn um hurðina á BSÍ gekk par og ég vatt mér upp að þeim og spurði hvort þau væru að koma eða fara!  Þau kváðu á erlendu tungumáli að þau væru að koma og væru meira að segja nýlent frá New York og ætluðu sér að skoða landið.  Ég brosti bara og spurði hvort þau væru nú ekki túristar!  Þau kinkuðu kolli hálf hissa.   "Great" sagði ég og plataði þau að leika einmitt túrista í þessu atriði.  En eins og svo oft vill verða í kvikmyndagerð þá dróst þetta litla atriði einmitt á langinn og þau sátu með ferðatöskurnar sínar eins og góð lömb og biðu í fjóra tíma og léku á milli.  Þegar því var lokið höfðu þau kynnst okkur vel í crewinu og ég lofaði að sækja þau daginn eftir og fara með þau í sjósund.  Sem ég og gerði.  Það endaði með því að þau gistu hjá mér, ég lánaði þeim bílinn minn og þau keyrðu um allt Ísland á þremur dögum!   Ég hélt að þau væru par en þau þekktust ekki neitt.  Maðurinn frá Bandaríkjunum og stúlkan frá Ástralíu.  Pælið í örlögunum!  Við þekktumst ekki neitt en eitt "hæ viltu leika í bíómynd" hefur undið uppá sig og við erum búin að bralla heilmikið saman.  Hann er nú farin heim en hún er eftir og gistir í gestaherberginu!   Svo algerlega óumbeðið á meðan ég er í 12 til 14 tíma tökum hafa Þau skipt um dekk á bílnum mínum, þrifið hann, þrifið heimilið mitt, farið í endurvinnsluna með dósirnar mínar, týnt blóm og skreytt húsið.   Hún kom tvisvar aftur að  leika í myndinni og kynntist fleiru fólki og þau tóku hana með sér til Víkur þar sem hún ætlar að vera um helgina.  Síðan kemur hún aftur og verður hjá mér í nokkrar vikur.  Er lífið ekki ótrúlegt.   Á einu bretti færði máttur okkur æðri mér Will og Holly Mae!   Stundum held ég að ég verði ekki eldri hvað lífið er skemmtilegt! 
Ég að sjálfsögðu tók þau í sjósund, bæði heitt og kalt og síðan fórum við til Grindavíkur og dönsuðum vals á Lukku Láka. 
Nýir vinirRændu túristarnir á ristSnillingur


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Dásamleg frásögn!  Já, lífið er svo sannarlega yndislegt!  Ertu komin með tökuplan, datt í hug ef ég dytti inn hjá þér og fengi hlutverk!

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 26.7.2009 kl. 16:13

2 Smámynd: Garún

Haha elsku Lilja...ég veit ekki betur en að þú sért með hlutverk! 

Garún, 26.7.2009 kl. 16:32

3 Smámynd: Einar Indriðason

Það er eins gott að passa sig að ganga ekki of hratt inn í BSÍ.... Amk ekki nema horfa í kringum sig fyrst, og sjá hvort einhverjar myndavélar séu í gangi á svæðinu....

Mar gæti endað sem aukahlutverk í einhverri mynd.... og þurft að þeysa um landið á 3 dögum.  Hmm....

Einar Indriðason, 27.7.2009 kl. 08:38

4 identicon

hahaha.......óborganleg Gullinbrá!

Willa (IP-tala skráð) 27.7.2009 kl. 08:43

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Yndisleg saga.  Ómæ, hvað lífið getur verið dásamlegt.

Svo segir fólk að allt sé tilviljunum háð.

Kjaftæði, þetta er bullandi karma.

Jenný Anna Baldursdóttir, 27.7.2009 kl. 13:56

6 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Eru þau farin? Get ég stolið þeim frá þér?

Það var gaman að hitta þig þarna um daginn þó í mýflugumynd væri! Næst stoppa ég lengur og heimta kaffi á pallinum.

Hrönn Sigurðardóttir, 27.7.2009 kl. 14:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband