Vertíðin hálfnuð!

Kvikmyndagerð er eins og sjómennska í landi.  Vertíð.  Að taka upp heila bíómynd þýðir það að maður getur ekkert planað fyrir sjálfan sig eða gert plön með öðrum það tímabil sem tökur fara fram.  Yfirleitt 5 til 6 vikna tímabil þar sem unnið er 14 tíma á dag í öllum veðrum og hvernig sem manni líður eða hvað sem á gengur í lífinu í kringum mann.  Hef sloppið við margar fermingaveislur og misst af mörgum partýum og grillveislum vegna vinnunnar.  Stundum er líka einmannalegt að gera ekkert annað en að sofa og vinna og heyra frá vinum sínum sem eiga helgarfrí og geta gert eitthvað á kvöldin með öðru fólki .  En það er jákvæð hlið á vinnunni minni.....ENGIN MÍNÚTA ER EINS!!! OG ÞEIR LEYFA MÉR AÐ KEYRA GRÖFU.  Jamm stundum þurfa litlir dvergar ekki meira.  Það var nú samt dáldið vandræðalegt þegar ég klifraði uppí gröfuna og náði ekki niður á pedalana!  Hver hannar þetta drasl?  Og svo er ekki heldur gert ráð fyrir að dvergar þurfi að komast uppí gröfu og missti ég kúlið næstu árin við að klifra uppí húsið.  Var reyndar seinna bent á ýmis handföng sem eru vel falin til að aðstoða hæða öryrkja í sætið. 
Engin stigiPedalarEinbeittur brotavilji


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Indriðason

Þú leysir þetta næst, með trikki sem ég sá í Indjána-Jóns mynd.  Þar var strákpjakkur, stuttur, í annan endann... að keyra flóttabílinn.  Hann náði ekki niður, svona venjulega, svo hann var tilbúinn.  Hann hafði bundið þykka tréklossa á lappirnar á sér.  Það virkaði vel fyrir hann.  Indjána-Jóns slapp frá vondu köllunum.

Einar Indriðason, 31.7.2009 kl. 23:16

2 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Og þú notar gáfur þínar, til að vinna úr þeim þrautum, sem fyrir þig eru eru lagðar.   Mikið assskoti held ég að þú leysir þetta alt vel af hendi, á þinn venjulega einfalda hátt,  og af þinni yndislegu yfirvegun.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 2.8.2009 kl. 02:25

3 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Æ,æ,æ, fyrirgefðu stafsetningarvillurnar. 

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 2.8.2009 kl. 02:32

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Sá þig dvellinn þinn í sjónvarpinu í gær, rífandi kjaft, benandi í allar áttir eins og ítalskur ökumaður á háannatíma. 

Algjör dúlla.

Jenný Anna Baldursdóttir, 2.8.2009 kl. 23:15

5 identicon

Spennufíkill af guðs náð , alltaf jafn gaman að lesa þessar lýsingar hjá þér.

Guðni (IP-tala skráð) 4.8.2009 kl. 22:51

6 identicon

Döggalögg! Heyrdu nú er ég á landinu og þætti sérlega gaman að fá að hitta þig - eru bara að bröltast um á þessari gröfu eða verdurðu eitthvad í bænum (ég fer 14nda). Bæ ðe vei, þú tekur þig merkilega vel út á þessari gröfu - ég veðja sko á þig!

Hildur Fjólan

Hildur Fjóla (IP-tala skráð) 7.8.2009 kl. 02:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband