Another one bites the dust!

VeðurTökum á Sumarlandinu lauk í nótt.  Ein fallegasta sumarnóttin var síðasti tökudagur í þessari mynd.  Þegar ég kallaði "wrapp" lauk ég aftur augunum og þakkaði öllum þeim æðri öflum sem fylgt hafa okkur í þessum tökum fyrir frábært veður.  Oft er nefnilega erfitt að taka upp mynd á Íslandi og reyna að láta veðrið passa við senur sem við tökum í dag við þær sem teknar voru í gær.  Ég er samt soldið lurkum lamin eftir þessa vertíð enda reynir alltaf soldið á þessar kvikmyndavertíðir þrátt fyrir að þessi mynd hafi verið sérstaklega yndisleg og skemmtileg í upptöku.  Á næstu dögum þarf ég að raða veruleikanum aftur inní mitt líf, opna póstinn minn, kynnast fjölskyldu minni uppá nýtt og rifja upp nöfn vina minna.  Síðan þegar lífið er komið í eðlilegar horfur aftur þá kemur næsta "jobb" og geðveikin byrjar uppá nýtt.  En í dag ætla ég að læra að versla aftur í matinn, fara á leynifund og spila póker inní nóttina.  Góðar stundir..


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til hamingju með vertíðarlokin, mikið verður nú gott og gaman að fá þig í smá bull gullin

willa (IP-tala skráð) 16.8.2009 kl. 01:21

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Til hamingju með lokin! Geturðu þá farið að fara á hestbak?

Hrönn Sigurðardóttir, 17.8.2009 kl. 11:27

3 Smámynd: Garún

Jamm og planið er að fara á miðvikudaginn með Au Pairinu mínu góða.....hehehe er kaffi í boði?

Garún, 17.8.2009 kl. 15:31

4 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

alltaf kaffi í boðinu...

Hrönn Sigurðardóttir, 17.8.2009 kl. 22:43

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Krútt, velkomin til mannheima.

Jenný Anna Baldursdóttir, 17.8.2009 kl. 22:58

6 identicon

Til lukku ljúfan mín. Þú ert búin að vera svo ógó dugleg. Ef þig vantar aðstoð við að komast í rútínu endilega hafðu samband. Ég er rosalega rútíneruð :)

Hildur Birna (IP-tala skráð) 18.8.2009 kl. 09:21

7 identicon

Hæ hæ, hvíldu þig nú vel Guðrún mín. Ég skal hugsa til þín á Tyrklandi þegar ég ligg í hitanum með kokteil í hendinni ..... og auðvitað upp í mér :-) Væri svo til í hitting bráðum. Knúz á meðan Edda

Edda Bjork (IP-tala skráð) 19.8.2009 kl. 11:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband