24.8.2009 | 16:33
Að baka vandræðalega!
Sumir baka vandræði aðrir baka dásamlega köku en svo eru aðrir sem baka dásamlega köku þannig að það verður vandræðalegt! Ég er ein af þeim (sjá mynd). En líka eitt! Hvaða fáviti gerir uppskrift þannig að kakan sjálf passar í formið en síðan þekur kremið sjálft cirka 10 fermetra. Really!!! Þegar ég var búin að jafna mig á glassúrklúðrinu mikla fórum við Einar, Obboboob og María útá Garðskagavita að kíkja á Byggðarsafnið. Obbobobb varð soldið starstruck við að sjá Garðskagavita þar sem hann er búin að hlusta á í næstum heila öld á veðurfréttir og þar er alltaf verið að tönglast á þessum vita og nú var hann bara í námunda við hann. Einari fannst ekki eins spennandi að vera nálægt carakter úr veðurfréttunum enda löngu hættur að hlusta á spár yfir höfuð, það nægir honum að vita hvort það sé snjór eða ekki! Það er alveg geggjuð upplifun að fara inná byggðarsafn með svona gaurum þeir trylltust alveg og bentu á hina og þessa hluti sem þeir könnuðust við og kunnu skil á. Þeir rifu allt úr hillunum og föðmuðu hlutina að sér eins og fortíðin hefði komið og tekið utan um þá, þeim var skítsama hvort á öllum hillunum stóð "vinsamlegast snertið ekki munina" enda voru þeir ekki snertir, þeir voru knúsaðir. Þarna voru mjólkurbrúsar, skilvindur, handgerð orgel, skinnskór, símstöðvar, kerrur, amlóðir og bla bla bla sem ég er búin að gleyma hvað heitir. Allt þetta könnuðust þeir við og kunnu að nota eða vissu í hvað það var notað. Eftir fortíðarnostalgíuna fórum við í bíó á G.I Joe og þá slökkti bara Obbi á heyrnatækjunum sínum því honum fannst leikaraskapurinn í leikurunum alveg yfirgengilegur og myndin og söguþráðurinn bull og vitleysa! Jamm frábær dagur! p.s Ef þið viljið uppskriftina af kökunni hér að neðan þá er það guð velkomið en ef ekki þá skil ég það vel! Góðar stundir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 207252
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- malacai
- andreaolafs
- annaeinars
- annagisla
- audurkg
- agustaha6
- alfholl
- beggipopp
- birgittathorsteins
- birna-dis
- bjarkitryggva
- bjarnihardar
- bjarnthor
- bjork
- brandurj
- bros
- gattin
- bryndisisfold
- cerebellum
- dagmar
- rafdrottinn
- draumur
- saxi
- einari
- esv
- einarorneinars
- elinarnar
- ellasprella
- emblan
- jaherna
- fravik74
- vinursolons
- franmiller
- kransi
- trukona
- eddabjo
- dee
- skodun
- birkire
- hronnsig
- ingveldurthe
- jenfo
- jonaa
- jona-maria
- prakkarinn
- lotta
- lillagud
- lindalinnet
- bidda
- maggaelin
- margretsverris
- marypoppins
- marjasig
- nexa
- olinathorv
- pallmagnus
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- roslin
- zigrun
- joklamus
- stjornlagathing
- lehamzdr
- steinunnolina
- sunnad
- svala-svala
- thelmaasdisar
- bliss
- william
Athugasemdir
"baka vandræðalega" ....aðeins þú gætir komið þessu svona frá þér! Kakan er hrikalega girnileg og mig langar óstjórnlega í glassúrinn sem hefur lekið útaf og framaf og útumallt......
PS Áttu nokkuð bróður sem heitir Haukur?
Hrönn Sigurðardóttir, 24.8.2009 kl. 16:51
Ég er sammála Hrönn kakan BARA girnilegri þegar súkkulaðið rennur svona til hliðanna, auk þess er það bara gaman þegar það er ekki allt fullkomið í kringum mann. En voða ertu með krúttlega menn hjá þér. kveðja Sigga
sem (IP-tala skráð) 24.8.2009 kl. 18:54
Þessir tveir eru nú bara alveg eins og Jesper og Frank, bara aðeins eldri
Þorgerður (IP-tala skráð) 25.8.2009 kl. 12:28
Já elsku garún hvernig væri að fara eftir uppskriftinni, ekki bæta við hana 6 stykkjum af súkkulaði, auðvitað verður allt of mikið krem á henni,,, en hún var samt alveg gegjaðslega góð það máttu eiga kella:)
Love Rósa
Rósa (IP-tala skráð) 25.8.2009 kl. 23:09
hahaha... bara krúttuleg kaka!
Annars smá tips, þá er alltaf gaman að sleppa því að setja allt kremið á (óþarfa mikið s.s. af kremi) og borða það bara eintómt!
Svo sé ég að þú setur bökunarpappír undir, það er sniðugt að strjúka smjöri eða æji þessu í gyllta málmpappírnum yfir alla plötuna, þá þarf ekki að sóa hinum pappírnum.. bara svona.. okkar á milli!
Róslín A. Valdemarsdóttir, 27.8.2009 kl. 22:52
Nammi.
Jenný Anna Baldursdóttir, 28.8.2009 kl. 21:42
Guð minn góður hvað þetta er krúttlegir menn. Essasú alveg.
Jenný Anna Baldursdóttir, 28.8.2009 kl. 21:44
Innlitskvitt og ljúfar kveðjur :)
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 5.9.2009 kl. 15:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.