6.9.2009 | 15:00
Fúlar á móti!
Mér finnst fátt eins skemmtilegt eins og leikhús og þá sérstaklega gott leikhús. Það eru til margar tegundir af góðu leikhúsi! Góður gamanleikur er hreinlega eitt það besta sem ég veit og ekki er verra þegar gamanleikurinn er framkvæmdur af þremur snillingum í gríntímasetningum og sviðsframkomu og kunna svo sannarlega að spila á gleðina með áhorfendum. Ég var svo heppin að vera fengin til að vera sviðsstjóri í Loftkastalanum í leiksýningunni Fúlar á móti sem þýðir einfaldlega að þrjá daga í viku fæ ég að fylgjast með áhorfendum ýla, titra og frussa útúr sér hláturrokunum við leik Eddu Björgvins, Bjarkar Jakobs og Helgu Brögu. Engin sýning er eins og það er svo mikil leikgleði á sviðinu, hvernig þær spinna í takt við salinn, ná kontakti við fólkið í sætunum og glóa af einskærri leiklistargleði. Ég veit þetta því ég er á staðnum, fylgist með þeim undirbúa sig, hita upp, heyri í þeim í hléi og síðan kann ég handritið og þekki því þegar þær byrja bara að leika sér og skemmta sér og öðrum. Ég elska leiklist, ég elska leikhús, kvikmyndir og bara listina að skemmta og reyna að koma sögu til skila eða að hafa áhrif á einhvern með æfðu efni. Fyrir mig er jafn skemmtilegt að vera baksviðs og vita fyrirframm hvað mun gerast og fylgjast með þegar margra mánaða undirbúningsvinna og þrotlausar æfingar skila sér í númeruð sætin þar sem fólk situr og opið bjart og fallegt og tilbúið að láta skemmta sér eða hlusta á sögu í smá tíma. Það er einmitt á þannig mómentum sem maður fær gæsahúð af gleði yfir að finna þá vissu að maður er á réttri hillu í lífinu og máttur manni æðri hefur séð svo til að maður fann köllun sína og er á hárréttum stað í lífinu og á hárréttum tíma. Úff....soldið væmin....
En endilega ef þið viljið fá smá harðsperrur í alla hláturvöðva líkamans hringið í félaga ykkar og skipuleggið góða kvöldstund í Loftkastalanum með okkur stöllum. Við tökum vel á móti ykkur.
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 207252
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- malacai
- andreaolafs
- annaeinars
- annagisla
- audurkg
- agustaha6
- alfholl
- beggipopp
- birgittathorsteins
- birna-dis
- bjarkitryggva
- bjarnihardar
- bjarnthor
- bjork
- brandurj
- bros
- gattin
- bryndisisfold
- cerebellum
- dagmar
- rafdrottinn
- draumur
- saxi
- einari
- esv
- einarorneinars
- elinarnar
- ellasprella
- emblan
- jaherna
- fravik74
- vinursolons
- franmiller
- kransi
- trukona
- eddabjo
- dee
- skodun
- birkire
- hronnsig
- ingveldurthe
- jenfo
- jonaa
- jona-maria
- prakkarinn
- lotta
- lillagud
- lindalinnet
- bidda
- maggaelin
- margretsverris
- marypoppins
- marjasig
- nexa
- olinathorv
- pallmagnus
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- roslin
- zigrun
- joklamus
- stjornlagathing
- lehamzdr
- steinunnolina
- sunnad
- svala-svala
- thelmaasdisar
- bliss
- william
Athugasemdir
Innlitskvitt og ljúfar kveðjur :)
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 7.9.2009 kl. 12:37
Hæ krútta.
Ég fékk þessa upplifun í fyrsta skitpa á æfinni þegar við vorum að undirbúa Voda skaupið og þú lést mig fá persónlega bréfið mitt. Ég held svo sannarlega að ég sé búin að finna mig á leiklistarhillunni. Hvað sem verður úr því þá er ég sátt við að vera búin að fatta hvað ég vil gera þegar ég er orðin stór. Þökk sér þér mín kæra.
sorry varð bara að verða smá væmin.
knúss Hildur Birna
Hildur Birna (IP-tala skráð) 9.9.2009 kl. 11:18
Takk fyrir boðið, gott að hitta þig og hrista upp í hláturvöðvunum
kv. Sigga
sigga (IP-tala skráð) 9.9.2009 kl. 19:36
Já elsku vinkona...ég fór ásamt vinkonum mínum í gærkvöld á Fúlar á móti og þaðvar æðislegt og ég hló og hló...bara geggjað.....ég verð svo að viðurkenna fyrir þér mín kæra að ég sá þig,en þorði ekki að heilsa :O( en mér fannst gaman og vona að þær komi með enn meira efni á næstunni ...knús knús og kveðjur....Linda Linnet
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 11.9.2009 kl. 21:24
æi Linda...vá hvað mér hefði þótt gaman hefðir þú pikkað í mig. Finnst alltaf svo gaman að fara inná síðuna þína. Næst pikkar þú í mig svo ég geti gefið þér stórt knús
Garún, 12.9.2009 kl. 16:14
Þær voru æði. Án efa með því skemmtilegra sem ég séð. Flott verk og konurnar ekki síðri.
-Emblan
Embla Ágústsdóttir, 15.9.2009 kl. 10:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.