8.9.2009 | 10:05
Gjaldeyrisgapastokkur
Ég verð að viðurkenna að ég lifi frekar vernduðu lífi hér í Höfnum á Reykjanesi. Svona flesta daga þá fer það algerlega framhjá mér hvað við þjóðin eða almenningur erum að upplifa eftir Elton John fyllerí útrásamanna, ég borga reikningana mína, safna reglulega dósum til að eiga fyrir eldsneyti á bílinn, og borða eingöngu þegar ég er svöng og spara rafmagn og hita með teppum og sængum. Svo flesta daga er ég frekar hamingjusöm og ekki með geðveikar áhyggjur endalaust. En svo þarf maður að fara til útlanda og þá er maður slegin í andlitið af raunveruleikanum og gengi krónunnar er martröð líkust og kaffi og með því á erlendri grundu er eitthvað sem maður býður sjálfum sér ekki uppá. Danska krónan er 24 krónur íslenskar og sú sænska er cirka 17!
Mér fannst ég holdgervingur vandamála íslensku þjóðarinnar varðandi gjaldeyrishöft í útlöndum meðan ég var úti í Svíþjóð. Ekki vegna þess að ég mig langaði að eiga massa viðskipti við erlenda aðila, heldur langaði mig bara í kaffi en tímdi ekki að borga 1.230 krónu fyrir það. Ég setti sjálfan mig í gjaldeyrisgapastokkinn og ef þið rýnið vel í myndina þá sjáið þið að móta fyrir Vísakortinu í rassvasanum.
En án gríns þá er ég komin heim eftir vel heppnaða ferð til Svíþjóðar og nú byrjar ballið aftur. Ég hress, heil heilsu og ofvirkari sem aldrei fyrr og tilbúin í einhverja geggjun. Enda komin úr gjaldeyrisgapastokknum og get keypt mér kaffi á 350 krónur aftur.
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 207252
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- malacai
- andreaolafs
- annaeinars
- annagisla
- audurkg
- agustaha6
- alfholl
- beggipopp
- birgittathorsteins
- birna-dis
- bjarkitryggva
- bjarnihardar
- bjarnthor
- bjork
- brandurj
- bros
- gattin
- bryndisisfold
- cerebellum
- dagmar
- rafdrottinn
- draumur
- saxi
- einari
- esv
- einarorneinars
- elinarnar
- ellasprella
- emblan
- jaherna
- fravik74
- vinursolons
- franmiller
- kransi
- trukona
- eddabjo
- dee
- skodun
- birkire
- hronnsig
- ingveldurthe
- jenfo
- jonaa
- jona-maria
- prakkarinn
- lotta
- lillagud
- lindalinnet
- bidda
- maggaelin
- margretsverris
- marypoppins
- marjasig
- nexa
- olinathorv
- pallmagnus
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- roslin
- zigrun
- joklamus
- stjornlagathing
- lehamzdr
- steinunnolina
- sunnad
- svala-svala
- thelmaasdisar
- bliss
- william
Athugasemdir
Gott að fá þig heim aftur.
Hrönn Sigurðardóttir, 8.9.2009 kl. 11:59
Garunin!
Heyrdu, gaetirdu sent mer email a thetta netfang hunhildurf@hotmail.com
Bestu,
HF
Hildur Fjola (IP-tala skráð) 8.9.2009 kl. 16:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.