Að fylla uppí eyðurnar.

Ég og Auðunn fundum tíma til að veiða loksins.  Veiddum reyndar ekki neitt en sátum á bryggjunni og spjölluðum um seinni heimstyrjöldina og Hitler!  Hann er 10 ára!  Á myndunum sést reyndar engin aldursmunur og heldur ekki þegar við vorum að spjalla, ég þóttist vita meira og það sem ég vissi ekki skáldaði ég bara og svei mér þá ef ég færði ekki bara heimstyrjöldina aftur í tímann um tíu ár gerði Hitler að grafískum hönnuði og flutti Peal Harbour á Austurströnd Bandaríkjanna.  What ever hann er bara 10 ára og mun örugglega læra þetta rétt einhvern tímann.  En annarri veiðiferð sumarsins lokið!   Eins og kannski margir vita þá er ég búin að vera að moka úr holu og ofaní holu í allt sumar.  Þetta hefur verið svona einka hobbý og massa andleg therapía en nú er andlega meinið varðandi holuna búið en það eru enn svona tvö vörubílahlöss af sandi og mold sem þarf að fylla í þessa holu fortíðar (ekki líkingarmál), svo ég sendi bara neyðar sms á alla sem ég þekki um að koma og moka smá klukkan fimm á eftir og þá verður þessari holu lokið og ég hef loksins fyllt uppí eyðurnar í lífi mínu (ekki líkingarmál).  Já alla veganna þessari en það er reyndar á teikniborðinu að moka holu í framgarðinum.  P.s ef ykkur vantar að láta eitthvað hverfa þá er síðasti séns í dag - holunni verður lokað no matter what!  Góðar stundir.

Að aftanAð framan

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þið eruð ótrúlega sæt.

Jenný Anna Baldursdóttir, 9.9.2009 kl. 22:47

2 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 11.9.2009 kl. 21:24

3 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

æj... ertu búin að fylla upp í holu fortíðar? (ekki líkingarmál)....

Ég er nefnilega með nokkrar beinagrindur í skápnum (ekki líkingarmál) sem ég hefði þegið að losna við!

Hrönn Sigurðardóttir, 11.9.2009 kl. 22:13

4 identicon

Var að uppgötva snilldarbloggara ...  þig  ;)

Regina Emm (IP-tala skráð) 16.9.2009 kl. 15:10

5 identicon

Hæ, það er komin 17 sept,  á ekki að blogga neitt hamm  Sigga

SEM (IP-tala skráð) 17.9.2009 kl. 19:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband