21.9.2009 | 12:43
Brostu við heiminum og hann mun bíbba á þig!
Já nú er komin tími til að blogga. Bögg blögg verður þetta. Mig langar aðeins að koma frá mér svolitlu sem ég hef verið að upplifa undanfarið. Hef fundið fyrir massa pirringi og áreiti frá umhverfinu! Þannig er mál með vexti að heimurinn ÝLAR.
Svona síðustu tíu daga hef ég tekið eftir því að heimurinn ÝLAR, BÍBBAR, EÐA ARRGAR Á MIG með einhvers konar hljóðum. Það byrjaði á því að bíllinn minn ÝLAÐI þrisvar mjög óþolandi þegar ég tók vinstri beygjur eða fór yfir hraðahindranir. Olíuljósið í mælaborðinu var ekki viðunnandi varúð svo bílaframleiðandi Polo ákvað að setja inn taugatrekkjandi ÝL frá helvíti með því. Ég fór síðan í rúlluhurðina í Smáralind og hún stoppaði með mig inní miðjunni svo ég upplifði mig sem fisk í fiskabúri. Þá byrjaði hurðin að ÝLA á mig. Takk! Því ég hefði ekki fattað að ég hefði stoppað nema útaf Ýlinu. Ég hlýt að hafa verið stórkostleg sjón þar sem ég stóð sem skemmtikraftur Smáralindar hlaupandi á milli glerhurðanna, hristandi hausinn haldandi fyrir eyrun til að verja mig Varúðar Ýlinu sem ég gat ekkert gert við. Síðan fór hún hægt afstað og bíbbaði taktfastlega á meðan hún sniglaðist til að opna. Ég hrundi inní Smáralind kófsveitt og heyrnaskert.
Ég er orðin ein taugahrúga af Bíbbum, Ýlum og stafrænum Örgum. Síminn minn bíbbar reglulega á mig, bíllinn minn argar á mig, hurðir, umferðarljós og búðarkassar ýla á mig.
Og mér var allri lokið í gærkveldi þegar ég fór að sofa hér í þögninni í Höfnum og heyrði þá allt í einu úr veggnum fyrir ofan rafmagnsdósina, veikt stöðugt Ýl sem breyttist í bíbb á tíu sekúndna fresti og svo aftur í stöðugt Ýl. Taugaveikluð og röflandi við sjálfan mig í hálfum hljóðum kveikti ég ljósið og starði á innstunguna sem starði til baka og steinþagði. "hm, þetta er hættir sem sagt þegar ég kveiki ljósið" hugsaði ég og fann hvernig gáfur mínar kickuðu inn. Ég slökkti aftur ljósið og starði í myrkrið þar sem innstungan var. Eftir nokkrar sekúndur byrjaði ýlið. Ég kveikti ljósið aftur og einbeitingarsvipurinn var svo magnaður að það var eins og hugur minn væri að kljúfa atómið. Ýlið hvarf. "aha" hrópaði ég og slökkti aftur ljósið. Ýlið kom og mér fannst eins og ýlið væri núna hlæjandi, eins og því fyndist geðveikt skemmtilegur þessi kveikja og slökkva leikur. Í smá stund var ég líka glöð, þar sem ég lá á gólfinu og kveikti og slökkti til skiptis hrópandi "eureka". Eftir korter af þessum leik uppgötvaði ég mér til skelfingar að þrátt fyrir uppgötvun myndi ýlin ekki enda. Innstungan vildi láta stinga í sig eða var búin að mynda sér þá skoðun á rafmagnsmálum hússins að kveikt skildi á loftljósinu á meðan ég svæfi. Hálfnakin og úrvinda reyndi ég að leysa þetta mál. Hm, hvað ef ég sting einhverju í samband og slekk ljósið! Ég hljóp framm og kom aftur með fartölvuna mína. Stakk henni í samband og hún bíbbaði vinalega á mig til að láta mig vita að rafhlaðan væri farin að hlaða sig. "verði þér að góðu" svaraði ég vinalega á móti. Síðan slökkti ég ljósið og lagðist uppí rúm. Mér leið eins og ég hefði sigrað þar sem ég leið Ýlar og bíbb laus undir hlýrri sænginni. Alveg þangað til að ég fór að greina lágt suð sem magnaðist og stökkbreyttist í Ýl/bíbb Arg. "hvað í andsk..." sagði ég og stóð upp, kveikti ljósið og starði á innstunguna! Ýlið/bíbbið og argið þagnaði. "æi já, ég verð að slökkva". Ég slökkti og starði aftur á vegginn! Vinalega pyntingaraðferðin byrjaði aftur og nú keyrði tölvan sig upp og viftan í tölvunni fór að suða hávært. Ég kveikti ljósið. Öll hljóð hurfu en Tölvan byrjaði að bíbba og lét mig vita aftur að batteríið væri að hlaða sig. Nú var klukkan að verða tvö og ég lá aftur á gólfinu og uppgötvaði AFTUR kveikja og slökkva dæmið. Innstungan elskaði mig. Ég pakkaði tölvunni sem var núna farin að hreinsa diskadrifið með viðunnnandi suði og argi og fór með hana framm. En jæja um fjögurleytið sofnaði ég, búin að teipa ullarteppi yfir innstunguna og raða þremur koddum úr stofunni yfir teppið til að hylja Ýlið. Ég sofnaði en vaknaði þremur tímum síðar við Ýlið úr símanum mínum. Er þetta eðlilegt?
Svona síðustu tíu daga hef ég tekið eftir því að heimurinn ÝLAR, BÍBBAR, EÐA ARRGAR Á MIG með einhvers konar hljóðum. Það byrjaði á því að bíllinn minn ÝLAÐI þrisvar mjög óþolandi þegar ég tók vinstri beygjur eða fór yfir hraðahindranir. Olíuljósið í mælaborðinu var ekki viðunnandi varúð svo bílaframleiðandi Polo ákvað að setja inn taugatrekkjandi ÝL frá helvíti með því. Ég fór síðan í rúlluhurðina í Smáralind og hún stoppaði með mig inní miðjunni svo ég upplifði mig sem fisk í fiskabúri. Þá byrjaði hurðin að ÝLA á mig. Takk! Því ég hefði ekki fattað að ég hefði stoppað nema útaf Ýlinu. Ég hlýt að hafa verið stórkostleg sjón þar sem ég stóð sem skemmtikraftur Smáralindar hlaupandi á milli glerhurðanna, hristandi hausinn haldandi fyrir eyrun til að verja mig Varúðar Ýlinu sem ég gat ekkert gert við. Síðan fór hún hægt afstað og bíbbaði taktfastlega á meðan hún sniglaðist til að opna. Ég hrundi inní Smáralind kófsveitt og heyrnaskert.
Ég er orðin ein taugahrúga af Bíbbum, Ýlum og stafrænum Örgum. Síminn minn bíbbar reglulega á mig, bíllinn minn argar á mig, hurðir, umferðarljós og búðarkassar ýla á mig.
Og mér var allri lokið í gærkveldi þegar ég fór að sofa hér í þögninni í Höfnum og heyrði þá allt í einu úr veggnum fyrir ofan rafmagnsdósina, veikt stöðugt Ýl sem breyttist í bíbb á tíu sekúndna fresti og svo aftur í stöðugt Ýl. Taugaveikluð og röflandi við sjálfan mig í hálfum hljóðum kveikti ég ljósið og starði á innstunguna sem starði til baka og steinþagði. "hm, þetta er hættir sem sagt þegar ég kveiki ljósið" hugsaði ég og fann hvernig gáfur mínar kickuðu inn. Ég slökkti aftur ljósið og starði í myrkrið þar sem innstungan var. Eftir nokkrar sekúndur byrjaði ýlið. Ég kveikti ljósið aftur og einbeitingarsvipurinn var svo magnaður að það var eins og hugur minn væri að kljúfa atómið. Ýlið hvarf. "aha" hrópaði ég og slökkti aftur ljósið. Ýlið kom og mér fannst eins og ýlið væri núna hlæjandi, eins og því fyndist geðveikt skemmtilegur þessi kveikja og slökkva leikur. Í smá stund var ég líka glöð, þar sem ég lá á gólfinu og kveikti og slökkti til skiptis hrópandi "eureka". Eftir korter af þessum leik uppgötvaði ég mér til skelfingar að þrátt fyrir uppgötvun myndi ýlin ekki enda. Innstungan vildi láta stinga í sig eða var búin að mynda sér þá skoðun á rafmagnsmálum hússins að kveikt skildi á loftljósinu á meðan ég svæfi. Hálfnakin og úrvinda reyndi ég að leysa þetta mál. Hm, hvað ef ég sting einhverju í samband og slekk ljósið! Ég hljóp framm og kom aftur með fartölvuna mína. Stakk henni í samband og hún bíbbaði vinalega á mig til að láta mig vita að rafhlaðan væri farin að hlaða sig. "verði þér að góðu" svaraði ég vinalega á móti. Síðan slökkti ég ljósið og lagðist uppí rúm. Mér leið eins og ég hefði sigrað þar sem ég leið Ýlar og bíbb laus undir hlýrri sænginni. Alveg þangað til að ég fór að greina lágt suð sem magnaðist og stökkbreyttist í Ýl/bíbb Arg. "hvað í andsk..." sagði ég og stóð upp, kveikti ljósið og starði á innstunguna! Ýlið/bíbbið og argið þagnaði. "æi já, ég verð að slökkva". Ég slökkti og starði aftur á vegginn! Vinalega pyntingaraðferðin byrjaði aftur og nú keyrði tölvan sig upp og viftan í tölvunni fór að suða hávært. Ég kveikti ljósið. Öll hljóð hurfu en Tölvan byrjaði að bíbba og lét mig vita aftur að batteríið væri að hlaða sig. Nú var klukkan að verða tvö og ég lá aftur á gólfinu og uppgötvaði AFTUR kveikja og slökkva dæmið. Innstungan elskaði mig. Ég pakkaði tölvunni sem var núna farin að hreinsa diskadrifið með viðunnnandi suði og argi og fór með hana framm. En jæja um fjögurleytið sofnaði ég, búin að teipa ullarteppi yfir innstunguna og raða þremur koddum úr stofunni yfir teppið til að hylja Ýlið. Ég sofnaði en vaknaði þremur tímum síðar við Ýlið úr símanum mínum. Er þetta eðlilegt?
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 207252
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- malacai
- andreaolafs
- annaeinars
- annagisla
- audurkg
- agustaha6
- alfholl
- beggipopp
- birgittathorsteins
- birna-dis
- bjarkitryggva
- bjarnihardar
- bjarnthor
- bjork
- brandurj
- bros
- gattin
- bryndisisfold
- cerebellum
- dagmar
- rafdrottinn
- draumur
- saxi
- einari
- esv
- einarorneinars
- elinarnar
- ellasprella
- emblan
- jaherna
- fravik74
- vinursolons
- franmiller
- kransi
- trukona
- eddabjo
- dee
- skodun
- birkire
- hronnsig
- ingveldurthe
- jenfo
- jonaa
- jona-maria
- prakkarinn
- lotta
- lillagud
- lindalinnet
- bidda
- maggaelin
- margretsverris
- marypoppins
- marjasig
- nexa
- olinathorv
- pallmagnus
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- roslin
- zigrun
- joklamus
- stjornlagathing
- lehamzdr
- steinunnolina
- sunnad
- svala-svala
- thelmaasdisar
- bliss
- william
Athugasemdir
BÍBBB!! ;)
María Ólöf Sigurðardóttir, 21.9.2009 kl. 12:56
sláðu bara öryggið út í kvöld - þá slærðu árans innstungunni við ;)
Hrönn Sigurðardóttir, 21.9.2009 kl. 19:50
'ÝL' ...
Steingrímur Helgason, 21.9.2009 kl. 22:33
Vantar rafvirkja í kaffi til að skoða rafmagnið, er alltaf til í rúnt í Hafnirnar.
Guðni (IP-tala skráð) 21.9.2009 kl. 22:48
Bababababababababababaúúúú
Jenný Anna Baldursdóttir, 22.9.2009 kl. 00:41
Bara í þínu húsi verða til svona samband milli rafmagnsinnstungu og ungrar konu - það er kvikmynd í þessu.
Halldóra Halldórsdóttir, 22.9.2009 kl. 12:01
magnað :)
Regina Emm (IP-tala skráð) 22.9.2009 kl. 12:17
Hrönn þú ert náttúrulega snillingur, ég ætla að prófa þetta þó ekki nema bara til að athuga hvað kemur í staðinn! Og já Hey Guðni mig vantar reyndar ekki rafvirkja en þekkir þú einhvern sem á bobcat til að lána mér eða gröfu í tvo tíma. Er með hól sem þarf að hverfa.
Veistu Dóra! Það er ótrúlegir hlutir sem gerast í mínu húsi. Við tækifæri segi ég þér frá innstungunni niðrí eldhúsi hún er frænka djöfulsins.
Garún, 22.9.2009 kl. 12:25
hahahaha, þú ert óborganleg - takk kærlega fyrir að bjarga deginum mínum!!
Róslín A. Valdemarsdóttir, 22.9.2009 kl. 17:24
Neibbbbbbbbbb , en er þetta svo mikið verk að það þurfi gröfu , ef svo veit ég um góðan verktaka í Kef.
Guðni (IP-tala skráð) 23.9.2009 kl. 16:02
Svo er hægt að fjárfesta í Peltor heyrnarhlífum... þá minnkar ýlið....
Einar Indriðason, 23.9.2009 kl. 23:11
HAHAHAAHAH.
Bjargadir deginum hjà mèr elsku krùttid mitt!
Kvedja og knùs à thig!
Einar Örn Einarsson, 24.9.2009 kl. 08:04
Knús knús og ljúfar kveðjur......
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 28.9.2009 kl. 12:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.