Ég bíð nakin!

Allt og ekkert að gerast í Höfnum í dag.  Ég á von á pípara sem ætlar að snara ofnunum í húsinu í gang (vonandi) og síðan kemur verktaki með vörubíl, kló og skóflugrafa til að ganga frá jarðveginum hér í kringum húsið....Sem sagt allt að gerast .....eða?   Nú er klukkan orðin fjögur og ekkert bólar á hinum ýmsu verktökum eða iðnaðarmönnum sem ætluðu að koma.  Ég er orðin soldið stressuð að þeir hafi haldið að þetta væri Höfn í Hornafirði og eru núna að fá sér pulsu í Freysnesi fyrir austan saklausir og fullir tilhlökkunar um að gera þetta fyrir mig gegn greiðslu.   Hm.  Sem sagt ég ákvað að vera heima í allan dag svo að þessir yndislegu menn kæmu ekki að tómum ísköldum kofanum stútfullum af jarðvegsraski.  En kannski ef ég fer í bað og geng um nakin í smá stund þá kemur einhver enda þekkt alheimsregla að ef maður er nakin þá kemur einhver!!!!  ´Pínlegt en hugsanlega nauðsynlegt!

Þetta verður spennandi klukkutími til 17:00.  Jebb. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Birgisson

Ekki kvefast!

Björn Birgisson, 28.9.2009 kl. 16:52

2 identicon

Æ hvað er að heyra, það er líka viðbúið að einhver komi ef maður er í sturtu eða baði nýbúinn að setja sjampóið í hárið, hef lent í því.

kv. Sigga

sem (IP-tala skráð) 28.9.2009 kl. 17:02

3 Smámynd: Garún

Haldið ekki að hann Óskar hinn yndislegi frá Vatnsafli hafi rennt hingað og er nú þegar búin að setja hita á allt húsið.  Hann lamdi bara ofnanna, reif af grindinni einhvern þrýstibldskaæhjgohak og nú er sjóðandi heitt í þessu húsi svo ég hringi örugglega í hann á morgun og bið hann að koma og lækka í ofnunum fyrir mig....

Garún, 28.9.2009 kl. 17:07

4 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

hahhaa já og þegar maður er nýsestur á klósettið þá bregst ekki að það er bankað............

Hrönn Sigurðardóttir, 28.9.2009 kl. 18:44

5 identicon

En hvað það er nú gott að einhver kom.

Þetta minnir á píparann sem kom til mín í lok janúar og reif baðkerið og veggina út úr baðherberginu hér setti upp (ég með mína 10 þumalfingur hefði gert það betur) sturtuklefa og tyllti blndunartækjunum gömlu sem voru í baðinu og ætlaði að koma ja hámark tveim dögum seinna með ný er sko reyndar búinn að koma tvisvar síðan en gleymdi þeim.  Aumingja maðurinn er búin að lenda tvisvar á spítala, annað skiftið voru það æðahnútar. maðurinn ca 29ára gamall,  ég er 52 ára búin að ganga með 4 börn, vann hjá 10-11 í 7 ár og Guð er mér til vitnis um það að ég hef sko hreyft mig og enga hef ég hnútana í hitt skiftið held ég að það hafi verið legsig eða eitthvað álíka, síminn hans eyðilagðist og öll símanúmerin glötuðust, barnið var veikt og konan þurfti hjálp (hann á eitt barn) og svo framvegis.  Fyrir akkúrat tveim vikum kom hann með vin sinn sem by the way er smiður til að sýna honum hvað væri eftir og stoppuðu þeir í ca 3 mínútur og sögðust koma um leið og þeir hefðu tíma. Og enn bíð ég, búin að fara oft á klósettið, búin að ganga nakin, hálfnakin, hérumbil klædd og alklædd um íbúðina og aldrei sést neinn (hvorugur kemur).  Annar af þínum iðnaðarmönnum kom þó hér um bil á tíma.  Og hvað segir þetta okkur?  

Svar: Þú átt meiri séns en ég.

 Kv

mamma

P.S. Love you

Jóna (IP-tala skráð) 28.9.2009 kl. 23:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband