4.10.2009 | 22:49
Garún og Djákninn sameinuð á ný!
Ég hef kvatt pólóinn minn! Þann frábæra hest sem þjónað hefur mér hálf duggandi og klingjandi glaður í rúm 5 ár. Ég og Guzli skýrðum hann á sínum tíma Tarzan og nú er Tarzan komin til Jane og nýtt hestafl er komið í líf mitt! Þann fák skýrði ég í dag Djákna! Svo Garún er komin á Djákna og saman keyrðum við yfir Bægisá og yfir Hörgsá án þess að Djákni né Garúnu yrðu meint af, svo sagan endurtók sig ekki hvað það varðar. En Guð minn góður hvað það er mikil klikkun að keyra um á þessu landi stundum. Ég fór í alvarleg geðhvörf og í kvíðaofsakast á leiðinni yfir Öxnadalsheiðina! Þetta er ekkert djók....Sem betur fer er Djákni fjórhjóladrifinn og á nýjum dekkjum því annars held ég að ég væri ekki hérna á Hótel Akureyri að skrifa þessa bloggfærslu. Snarbrattar brekkur, vegirnir mjóir og neðst í brekkunum skarpar beygjur til hægri eða vinstri og svo mikil hálka að maður rann niður brekkurnar stjórnlaus. Öxnadalsheiði er 14 km löng! Og voru þetta lengstu 14 km í mínu lífi hingað til. En ég er komin til Akureyrar og hér verð ég með annan fótinn á virkum dögum en í öruggum Höfnum (orðaleikur) um helgar. Góðar Stundir......p.s Er Djákni ekki sætur.
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 207252
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- malacai
- andreaolafs
- annaeinars
- annagisla
- audurkg
- agustaha6
- alfholl
- beggipopp
- birgittathorsteins
- birna-dis
- bjarkitryggva
- bjarnihardar
- bjarnthor
- bjork
- brandurj
- bros
- gattin
- bryndisisfold
- cerebellum
- dagmar
- rafdrottinn
- draumur
- saxi
- einari
- esv
- einarorneinars
- elinarnar
- ellasprella
- emblan
- jaherna
- fravik74
- vinursolons
- franmiller
- kransi
- trukona
- eddabjo
- dee
- skodun
- birkire
- hronnsig
- ingveldurthe
- jenfo
- jonaa
- jona-maria
- prakkarinn
- lotta
- lillagud
- lindalinnet
- bidda
- maggaelin
- margretsverris
- marypoppins
- marjasig
- nexa
- olinathorv
- pallmagnus
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- roslin
- zigrun
- joklamus
- stjornlagathing
- lehamzdr
- steinunnolina
- sunnad
- svala-svala
- thelmaasdisar
- bliss
- william
Athugasemdir
Heil og sæl elsku frænka, flottur bíll en passaðu þig það er víst að bresta á vetur með hálku kulda, slyddu og allt hvað heita hefur. Farðu varlega og þú mátt nú alveg láta sjá þig. kv. Sigga
SEM (IP-tala skráð) 5.10.2009 kl. 08:15
Flottu kaggi :)
Hvað ertu að gera á Akureyri?
Alltof langt síðan ég sá þig :(
Þórey sys (IP-tala skráð) 5.10.2009 kl. 09:20
hahhaha mér fannst fyndnast að hin myndin heiti Öxnadalsógeð :D Djákninn er krútt!
Hrönn Sigurðardóttir, 5.10.2009 kl. 09:23
Djákninn er flottur og Garúnin líka, saman eru þau ósigrandi. Sýndu það allavega á Öxnadalsógeðinu hehehe. Farðu varlega á stórhættulegum vegum landsins og skemmtu þér vel með Akureyringunum. Hér er farið að snjóa, það brast á óveður um leið og þú fórst. Mun sennilega ekki létta fyrr en þú kemur aftur, svo drífðu þig til baka.
María Ólöf Sigurðardóttir, 5.10.2009 kl. 12:03
Hæ, og til hamingju með Djáknann ! Verður flott á Jeppa og Hippa til skiptis næstu árin !
Páll Viggósson (IP-tala skráð) 6.10.2009 kl. 15:23
FLOTT KAGGI
Hildur Birna (IP-tala skráð) 6.10.2009 kl. 16:31
Djö.... flottur bíll.... það eru flottustu konurnar sem aka um á pickup... ekki spurning hlakka til að sjá þig vonandi á föstudag hafðu það gott garún mín...
daníel (IP-tala skráð) 6.10.2009 kl. 19:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.