Lífið er öldrunarsjúkdómur

Ég gerði í dag svolítið sem ég hef aldrei gert áður ég fór í andlitshreinsun! Nú held ég að það heiti það annars er ég búin að gleyma því. Ég fór því ég er svo kvefuð að ég hélt að það myndi svona fríska upp ennisholur og svoleiðis...rrriiigght! Þegar ég kom inní kertalýst herbergi með massa panflautu tónlist sagði konan mér að fara úr peysunni og bolnum og setjast í stólinn. "bíddu hæg" sagði ég og benti á andlitið á mér..."á ég ekki bara að taka afmér gleraugun?" Ég rifjaði upp snögglega í huganum hvar andlitið á mér var og komst að sömu niðurstöðu og hvern einasta dag að andlit mitt er þar sem það hefur alltaf verið og ekki coverað með peysu né bol. "já það er betra ef þú ferð úr að ofan og ég pakka þér inní teppi. "okei okei hugsaði ég og fór úr öllu" nei nei þá fékk hún taugaáfall því ég hafði líka farið úr brjóstarhaldaranum. "nei vertu endilega í brjóstarhaldaranum". Ég var ekki búin að vera í kvennadeildinni í fimm mínútur og strax farin að gera mig að fífli djö... Síðan settist ég í stólinn og næstu 25 mínúturnar sat ég og fraus í hel af öllum köldu kremunum, menthol úðanum og saltlausnunum sem hún setti yfir andlit mitt allt til að hreinsa mig. Ég spurði hana síðan þegar hún pennslaði á mig einhverri múrblöndu hvort henni fyndist ekki húðin á mér stórkostlega mjúk og falleg því ég hefði nefnilega aldrei borið eitt né neitt á hana sko. Ég fann fyrir smá kvíðatilfinningu þegar hún svaraði ekki strax en hummaði svona af vorkunnsemi og sagði að húðin á mér væri mjög opin og bæði feit og þur. Ég ætti að bera á mig styrkjandi krem því húðin væri farin að sýna merki öldrunar!!!! ÖLDRUNAR. Aldrei hefur neinn sagt eins mikið rugl við mig áður...ÖLDRUNAR. Ég spurði hana titrandi hvort ég væri að fara að deygja! Hún vildi nú ekki svara því en hún var ekki ánægð með hvað húðin á mér væri orðin gleymin og öldruð. Ég fór útaf snyrtistofunni með fjögur krem og nú er ég stöðugt í panik yfir að húðin á mér sé að eldast óheyrilega mikið og er með grímu til að vernda hana fyrir sólarljósi, bílljósum, vasaljósum og of skærrum brosum. Shitt...ég er að verða gömul en það er á hreinu að húðin á mér fer á Dalbraut á undan mér. En ég held að það er sama hversu mikið krem ég ber á mig og hversu mikið af töflum ég tek eða hvað ég geri...eitt er alltaf víst og það er að lífið er öldrunarsjúkdómur sem engin er lækning við..

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hahahaha! ELL-OO-ELL

Húmorinn þinn er guðsgjöf til okkar hinna. Takk fyrir hlæið sem þú gafst mér í dag.

<3 <3 <3

Stuðbjörg (IP-tala skráð) 7.10.2009 kl. 20:31

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

hahahhaha ég skal koma með þér á elliheimilið. Við getum leitað saman að kaffinu í frystiklefanum og svo geymumst við líka svo vel þannig ;)

Hrönn Sigurðardóttir, 7.10.2009 kl. 20:44

3 identicon

Aaaaaahahahahahahaha ...  :)

Regina Emm (IP-tala skráð) 7.10.2009 kl. 20:50

4 identicon

Óborganleg, bestust.......þykir stórt og mikið

Willa (IP-tala skráð) 7.10.2009 kl. 22:07

5 Smámynd: Steingrímur Helgason

Glæzt, svo má örugglega fá nýja húð í búð...

Steingrímur Helgason, 7.10.2009 kl. 22:56

6 Smámynd: Eygló

Þvílíkur gleðipenni (kannski líka -pinni?)

Þér hlýtur að líða vel þótt þú sért ein.

Annars fór systir mín, 80 ára, í apótek. Kremakynnir sveif á hana meðan hún beið. Kynnirinn lýsti og dásamaði allar þessar slettur í dýru umbúðunum og spurði systur hvað hún hefði notað hingað til; hún væri svo glæsileg eldri kona.  "Æi, vatn kannski, aldrei sápu. Stundum finnst mér óþægilegt að vera með þvottapoka framan í mér, svo ég sleppi því. Ég hef aldrei notað nein svona krem en samt búin að ná því að verða áttræð"  Það urðu engin viðskipti.

Eygló, 8.10.2009 kl. 02:54

7 identicon

hahahahahahhah,, Snild,  ég sé þig fyrir mér (ekki að þú sért svona)) með hrukkótt gömul brjóst og svona þúsund hrukkur í andlitinu leggjast á bekkinn á snyrtistofunni;)

Rósa (IP-tala skráð) 8.10.2009 kl. 12:02

8 identicon

Gleymdi að forvitnast um kvefið?

Willa (IP-tala skráð) 8.10.2009 kl. 15:22

9 identicon

Guðrún,   mér finnst þú æði.  Æði skemmtileg, æði góður penni, nú bara ÆÐI.

Gerður (IP-tala skráð) 8.10.2009 kl. 17:21

10 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Knús kveðjur og góða helgi

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 8.10.2009 kl. 19:45

11 Smámynd: G.Helga Ingadóttir

Ha, ha, ha, dittó á commentin hér á undan ...

G.Helga Ingadóttir, 8.10.2009 kl. 22:49

12 identicon

Bullshitt, þú ert 7 árum eldri en ég og með unglegri húð en ég, þetta var bara virkilega fær sölukona!!

 P.S  I love you

Thelma syss (IP-tala skráð) 8.10.2009 kl. 23:20

13 identicon

Vá ... búin að lesa þetta a.m.k. 15 sinnum og er enn hlægjandi.  Æði :)

Regina Emm (IP-tala skráð) 9.10.2009 kl. 18:28

14 Smámynd: Halldóra Halldórsdóttir

 Láttu ekki sölukonuna plata þig!

Halldóra Halldórsdóttir, 10.10.2009 kl. 17:33

15 identicon

Takk fyrir föstudagskvöldið,  skemmti mér frábærlega kv. Sigga

SEM (IP-tala skráð) 12.10.2009 kl. 10:39

16 identicon

Bwhahahaha !!! Þú ert svo fyndinn... ótrúleg :D Alltaf gaman að glugga í bloggið hjá þér.

Kata (IP-tala skráð) 13.10.2009 kl. 14:14

17 identicon

Vona að þú sért ekki enn brjáluð vegna þess að ég pantaði fyrir þig annann tíma í öldrunarmeðferðina.

B. Kv. Ellen

Ellen (IP-tala skráð) 13.10.2009 kl. 22:33

18 identicon

brahahahahahahaha ÞÚ ERT SNILLINGUR, hjartans Garún. úfffffff þetta var fyndið

Hildur Birna (IP-tala skráð) 15.10.2009 kl. 10:58

19 identicon

HaHaHa snilldar lesning :)

Gunnar Þór (IP-tala skráð) 15.10.2009 kl. 12:37

20 identicon

Flott hj´ÞÉR FRÆNKA en hvefnig geri ég ef é ætla ð fara að apa svon aftir þér og blogga eithvað sjálfur. þú verður að leiða mig í gegnum það. Kallinn bara byrjaður í skólannum og gengur þetta glimrandi vel . Lægsta einkunn sem ég er búinn að fá er10++ og hef verið beðinn um að skrifa ekki svona mikið og ýtarlegt í skýrslum, ritgerðum og verkefnum. endilega hafðu samband segðu mér hvernig ég get bloggað.. Kv. bestasti frændinn.

Bassi (IP-tala skráð) 16.10.2009 kl. 13:03

21 Smámynd: Garún

Haha Bassi þú ert svo fyndin.....í hvaða skóla ertu búin að koma þér í?  Já ekkert mál að kenna þér að blogga...en viltu ekki bara hringja í mig?  Eða viltu persónulega einkakennslu?  Þá verð ég að koma í heimsókn!

Garún, 18.10.2009 kl. 21:33

22 identicon

Þetta var bara yndisleg lesning ;) hló mikið og upphátt.

Sóley Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 20.10.2009 kl. 00:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband