Ég á aðdáanda

Ég hef eignast aðdáanda! Eða ok ég fékk mér aðdáanda. Eina litla dúllu sem hreinlega dýrkar allt sem ég geri. Allt! Í morgun þegar ég fór í sturtu sat hún á klósettinu og starði á mig og mér leið eins og ég væri GUÐ. Síðan þegar ég klæddi mig þá fyrst varð ég frábær því skemmtilegri athöfn hafði hún bara ekki tekið þátt í og beit, urraði og gelti þegar ég klæddi mig í buxurnar og sokkana. Svo mikið dýrkar hún mig að ef ég tek af henni augun í nokkrar sekúndur þá vælir hún og liggur í ástarsorg helst ofaná löppunum á mér. Fyrsta nóttin hennar var viðburðarrík þar sem hún datt tvisvar úr rúminu og vældi af söknuði. Svo lágum við saman í morgun og horfðum í augun á hvor annarri og gátum varla mælt af ást og kærleika. Já hún Rósa Anúbis er komin til að vera og ég ætla að deila lífi mínu með henni svo lengi sem Guð leyfir. "hver er sætasti hvolpur í heimi - essassú - ". Lífið er svo dásamlegt!
AðdáandiRósaRósa hissa

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gasalegt krútt ummm, úlla laaaaaaa  kv. Sigga

sem (IP-tala skráð) 18.10.2009 kl. 11:53

2 Smámynd: Eygló

Ástvinir gerast varla yndislegri. Gleðilega sambúð!

Eygló, 18.10.2009 kl. 13:10

3 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Mig langar að benda þér á, þrátt fyrir að hún sé kannski aðdáandi númer uno, að þú átt sko fleiri aðdáendur.

Ég dett bara ekki framúr og væli - enda eldri ;)

Hrönn Sigurðardóttir, 18.10.2009 kl. 13:18

4 identicon

Hahaha... sammála síðasta ræðumanni ... vel orðað  ;0)

Regina Emm (IP-tala skráð) 18.10.2009 kl. 14:35

5 identicon

Yndislegt að fá svona fallega nöfnu;) 

Rósa (IP-tala skráð) 18.10.2009 kl. 18:54

6 identicon

Ég tel mig vera aðdáenda númer 1 og hef ég verið það í tæplega 34 ár, ég sætti mig nú samt alveg við að deila 1. sætinu með þessari elsku.  Hún er svoooooooooooooooooooooooooo mikið krútt.  Hún má sko alveg koma aftur í heimsókn....velkomin í fjölskylduna Rósa Anúbis.  Knús á þig Gullin

Willa (IP-tala skráð) 18.10.2009 kl. 19:21

7 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

jiiiii hvað Rósa er mikil sætabína... algjört krútt
Til hamingju með nýja aðdáandan!

Róslín A. Valdemarsdóttir, 18.10.2009 kl. 21:18

8 Smámynd: Garún

He hehe...Takk elsku Sigga, finnst þér hún ekki sæt?  Er hún nógu sæt til að mega koma í heimsókn?  Hrönn, þú myndir ekki detta útúr rúminu því ýlið í rafmagninu myndi halda þér vakandi.   Rósa mín hún Rósa á líka yndislega nöfnu.   Willa mín, þú ert ennþá aðdáandi númer 1, en Rósa hefur það framyfir þig að hún slefar þegar hún sér mig!  Takk Róslín. 

Og þið öll!  Ég er í skýjunum yfir litla krúttinu og allir eru velkomnir í heimsókn að skoða litla krúttið.

Garún, 18.10.2009 kl. 21:37

9 identicon

Hún er algjör rúsína, hlökkum til að hitta Rósu litlu. Þú ert alltaf velkomin í heimsókn með krúttið.

Takk fyrir gærkvöldið:-)

Kveðja frá okkur.

Ólöf syst.. (IP-tala skráð) 18.10.2009 kl. 23:42

10 identicon

Til hamingju með litlu sætu Rósu Anúbis.  Við Darri minn biðjum að heilsa henni.  Darri er gullfallegur unghundur ágætlega menntaður og mikil dúlla. 

Kveðja og knús og voff 

Auður M (IP-tala skráð) 19.10.2009 kl. 12:03

11 identicon

Ooooohhhh mig langar að fá að knúsa!!!! :)

Heiða (IP-tala skráð) 20.10.2009 kl. 23:19

12 identicon

Æji þið eruð SVOOOOOOOOO sætar

Hildur Birna (IP-tala skráð) 21.10.2009 kl. 10:33

13 Smámynd: Bjarki Tryggvason

Bjarki Tryggvason, 21.10.2009 kl. 13:42

14 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Öfunda þig af áðdándanum!   -  Ok, ég er líka aðdáandi þinn, og mig vantar knús!

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 23.10.2009 kl. 02:51

15 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Til hamingju með Rósu Anúbis elsku Garún mín  og áttu góðan sunnudag með litla aðdáenda þínum-og ég segi eins og Lilla mín hér fyrir ofan - Ok, ég er líka aðdáandi þinn, og mig vantar knús!

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 25.10.2009 kl. 07:13

16 identicon

Eftir að hafa séð hana þá skil alveg lýsingar þínar - ofboðslega er hún yndisleg - ég er að hugsa um að verða mikill aðdáandi hennar ;)

Árdís Kristín (IP-tala skráð) 25.10.2009 kl. 16:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband