Öll í kleinu

Það vantar í mig millikafla!  Og reyndar alveg fleiri blaðsíður ef út í það er farið.  En svona er ég bara og kann ágætlega við hluti sem hafa upphaf og endi og þá sérstaklega góðan endi.  Ég hef aldrei verið sú besta í að bíða, gera hlutina hægt, eða ígrunda of lengi eða staldra við.   Ekki misskilja mig, ég er ekkert tryllt!  Ég er bara þannig að mig langar að vita hvað ég get, hvort ég geti það eða verð að prófa til að mynda mér skoðun.   Þannig er mál með vexti að ég hef aldrei getað bakað, það vantar í mig þetta húsmæðragen.  Get rétt svo vaskað upp og næstum því ryksugað!  Nema hvað um daginn þá datt mér í hug að það væri kannski komin tími til að baka!  Og ég ákvað að byrja á einhverju svona auðveldu og ákvað að baka kleinur!   Og viti menn, það er bara ekkert mál.  Eiginlega PÍS OF KEIK! (takið eftir orðaleiknum með keik).  Kleinurnar voru svakalega góðar fyrsta klukkutímann eftir baksturinn en síðan eiginlega bara ógeðslegar og vil ég kenna hjartarsaltinu um þó ég viti ekki alveg afhverju!  Ætla næst að nota matarsóda og smá engifer, veit samt eiginlega ekki afhverju!   Spennandi.  Héðan í frá ætla ég að baka kleinur einu sinni í viku!   Meðan ég bakaði vingaðist Rósa litla við Sóma og sváfu þau saman á uppáhaldsstólnum sínum meðan ég steikti.  Loforðið ég:  Ég ætla  að verða kleinubakari af Guðs náð.  
HveitikastKleinur að sofaKleinur í pottiAfraksturinnAllt í hund og kött


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Þau hafa nottla bara myndað bandalag gegn hjartarsaltbakstri. Svokallað kleinubandalag ;)

Hrönn Sigurðardóttir, 27.10.2009 kl. 21:06

2 Smámynd: María Ólöf Sigurðardóttir

Hahaha "Pís of keik" (skemmtilegur orðaleikur). En þannig er einmitt allt hjá þér "Pís of keik" sem er  svo frábært. En myndirnar eru frábærar, þær eru svona Before, while and after. Það er millikafli í þeim ;). Og svo dýrin "while they were sleeping!"

María Ólöf Sigurðardóttir, 27.10.2009 kl. 22:22

3 identicon

Heyr heyr,  endilega komdu í heimsókn með Rósu og kleinur.  Mér finnst þú taka þig vel út í bakstrinum,  þarf næst að kenna þér  baka flatkökur.

kv. Sigga

SEM (IP-tala skráð) 28.10.2009 kl. 09:46

4 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Úff, hjartasaltið lumar á sér, notaði það einu sinni óvart í stað matarsóda og ég held að nefhárin hafi sviðnað þegar ég opnaði ofninn til að taka kökuna út, endaði með því að ég skipaði mömmu að taka hana út..

En æfingin skapar meistarann, svo mikið er víst, gangi þér vel með kleinurnar !

Róslín A. Valdemarsdóttir, 28.10.2009 kl. 16:25

5 identicon

Hundaskítslúkk or not... mig langar í kleinu og mjólk.

Emm (IP-tala skráð) 28.10.2009 kl. 22:54

6 identicon

Þú verður að senda mér matarsódakleinu þegar þú lætur verða af næstu tilraun, ég er enn í sjokki eftir þessa með hjartarsaltinu, þorði ekki að senda hvað mér fannst með sms eins og þú baðst um afþví ég er í leynifélagi með heiðarleikaþráhyggju. Ef þú færð ekkert sms næst heldur þá skaltu ekki spyrja hvað mér fannst.

hinn eini sanni Guðni (IP-tala skráð) 29.10.2009 kl. 23:02

7 Smámynd: Per Arvid Nordh

Ekki sú besta í að bíða???? Þú hefur nú beðið ansi lengi með að láta heyra í þér og borga mér það sem þú lofaðir fyrir þýðinguna. Mig virkilega bráðvantar þessa peninga, og geng út frá því að þú borgar mér innan mánaðar. /ARVID

Per Arvid Nordh, 30.10.2009 kl. 11:28

8 Smámynd: Garún

Elsku besti Arvid! So sorry að ég hef ekki borgað þér en ég hef verið að BÍÐA eftir að ICESAVE gangi í gegn og svona..Núna hlýtur þetta að fara að koma. En hvernig er Svíþjóð? Er IKEA farið á hausinn?

Garún, 30.10.2009 kl. 17:43

9 Smámynd: Per Arvid Nordh

Haha ja ég fór nú í IKEA um daginn og það var ennþá á sínum stað. En kínverjar eru að kaupa VOLVO.... Jæja gott að heyra í þér, þú sendir kannski eina kleinu með

Per Arvid Nordh, 30.10.2009 kl. 18:20

10 identicon

Þú ert ótrúlega dugleg, það er sko greinilega eitthvað húsmæðragen í þér:-) Ef þér finnst kúmen gott þá er sniðugt að setja það í kleinurnar, fæ kannski smakk hjá þér þá.

Kveðja í sveitina.

Ólöf syst.. (IP-tala skráð) 4.11.2009 kl. 22:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband