Hvíldarstund

Nú er komin sú stund sem oft er kennd milli stríða!  Eftir svaka vinnutörn í síðustu viku á ég nú einn dag frí og er að nota hann í tætlur við að gera ekki neitt.  Vaknaði klukkan hálf tvö og lagði mig aftur og aftur og aftur og aftur.  Ég var næstum búin að lofa mér að fara ekkert út í dag en tek þá eftir því mér til skapraunar að ísskápurinn hefur tæmt sig sjálfur og kaffið drukkið sig sjálft.  Ætli ég verð ekki að breytast í þorparann í þorpinu og versla eitthvað.  Næring er víst nýja 2009!  Annars gengur vel með bryggjuna sem hann Daníel er að byggja fyrir mig.   Gott að eiga góða að, og vonandi innan tíðar verð ég komin með ekta bryggju fyrir utan húsið mitt.  Góðar stundir.
Gott lífBryggjustig

Ég mun giftast kuðungi

Mig dreymdi kuðung!  Stór bleikur kuðungur sem ekkert sjávarhljóð heyrðist í.  Mig dreymdi að nokkrir vinir mínir og ég værum á einhverju safni og allir fengu að velja sér eitt dót!  Ég auðvitað valdi mér kuðung!  Því eins og allir vita þá er ég æst og óð í kuðunga!  NOT.  Ég skoðaði þennan kuðung fram og til baka og sá meira að segja eftir því í draumnum að hafa fengið kuðunginn en ekki uppstopaða hákarlinn sem Rósa vinkona hélt á undir hendinni!  En kuðungur var það.   Á jónsmessu á manni nefnilega að  dreyma maka sinn og ég vandaði mig í gærkveldi með því að sjósynda, kveikja á kyndlum og hugleiða framyfir miðnætti við varðeld í fjörunni hér fyrir neðan húsið mitt með góðum félögum.  En nei nei mig dreymdi kuðung.  Kuðung sem virkaði ekki by the way! 
Jónsmessa
Að hugleiða í boði flugleiðaKyndlaberar


Rigning er blautt element!

Eftir tveggja daga hestaferð er líkami minn komin í andlegt uppnám!  Hann er búin að uppgötva vöðva á stöðum þar sem eiga örugglega ekki að vera vöðvar!  Ég hef líka ekkert vaxið þrátt fyrir látlausa fáránlega rigningu annan daginn, ég er enn 164 cm.  "æi það er svo gaman að vera úti þegar það rignir, það er svo góð lykt!" heyrir maður suma segja!!!  En ég er búin að fatta og reikna það út að fólkið sem segir þetta er yfirleitt inni og er aldrei úti í rigningu þegar það lætur þessa setningu leka niður viskubrekkuna sína.  Manni verður kalt og maður er ekkert að spá í lyktinni þegar ísköld rigningin lekur eftir bakinu á manni og niður í nærbuxurnar!  Sorry.  Lykt er líka frábær og svona þegar maður er úti í engri rigningu.  En samt ég verð að segja að það var bara frábært að fara aðeins á hestbak.  Þrátt fyrir að maður næstum drukknaði!  Við fórum með Björk Jakobs í Haukadalinn og uppá Gullfoss og yfir einhverjar heiðar sem ég man ekki hvað heita og er frankly alveg sama hvort þær beri nafn eða ekki.  Borðuðum hreindýrakjöt og hlógum eins og vitleysingar!  Ég fann forláta fjórhjól sem var svo heimaviðgert að það þurfti að ýta á tvo takka og fara með sonettu til að það færi í gang, en þegar það svo startaði var hægt að spóla og spæna upp planið eins og það væri engin morgundagur.  Svona á lífið að vera!  p.s ég vil koma á framfæri þakklæti til stráksins á coke light bílnum sem fannst það góð hugmynd að spóla yfir pípuhlið þegar við riðum framhjá, þrátt fyrir að hafa beðið hann um að bíða í 2 mínútur meðan við færum í gegnum hliðið!  Hann átti ekki þessar 2 mínútur og það var ekki honum að þakka að stórslys varð ekki á hestum og mönnum.  Snillingur! 
hestar 041hestar 035hestar 071

"Viltu ís?" - "nei ég vil lifa!"

Einu sinni hélt ég að ég hefði alltaf rangt fyrir mér og mínar hugmyndir varðandi lífið og tilveruna væru byggðar á skökkum staðreyndum í besta falli.  Hægt og rólega uppgötva ég mér til mikillrar gleði að það er ekki alveg ósatt!  Það er sama hvað ég reyni að rembast við að koma með góðar hugmyndir og stjórna lífi mínu sjálf alltaf endar leikurinn í einhverju óvæntu og ég stend í extra close upi með augun galopin af undrun og ánægju.  Ég er í leik og hann heitir "lífið".  Við erum tvö sem spilum þennan leik reglulega og hefur byrjendaheppnin elt mig hingað til og skotið mér framhjá stórvægilegum töpum og alvarlegum skakkaföllum.  Mér finnst gaman í þessum leik! Þó svo að sá sem ég spila við kann allar reglurnar betur en ég og breytir þeim stundum óvænt og án þess að segja mér.  But that´s the game I got it!  Eins og þið vitið þá var ég á leiðinni heim frá Danmörku á miðvikudaginn var.  Drullustressuð sambandi við flugið heim, því ég var búin að ákveða að það væri hádramatískt að fljúga til Íslands frá Köben á 17. júní.  Adragandinn lyktaði af leikfléttu samleikara míns og mér fannst allir þátttakendur í einhverjum grand final episode af Garún the dwarf.  Þetta byrjaði á því að mér fannst það góð hugmynd að vaka í heilan sólahring fyrir þetta flug svo ég yrði nú þreytt þegar í vélina kæmi og gæti bara sofið á meðan vélarhræið hristist í ímynduðum malarvegshossing.   Dagurinn 16 júní byrjaði á því að ég keyrði til Malmö!  Sat og beið eftir systur minni og hennar manni og stytti mér stundir með því að flokka Svía í þrjár manngerðir - Svíi í ljósblárri peysu, Svíi með ljósar krullur og  Svíi í ljósgrænni peysu!  Þetta gat ég gert í þrjá tíma meðan ég beið eftir lestinni og mér leiddist ekkert!  Systir og Skalli komu og við keyrðum til Köben og ég náði að týnast í borginni sem ég hafði búið í í cirka ár.  En mér til varnar þá höfðu þeir ekki uppgötvað fucking ENSRETTE skiltin sín ömurlegu þá.  En núna voru ENSRETTE skiltin alls staðar og það var sama  í hvaða götu ég fór, hún endaði alltaf í ENSRETTE beint í andlit mitt og ég endaði með því að leggja bílnum og sagði að nú væri komin tími til að fara í tívólí áður en líf mitt yrði ENSRETTE vegna fjöldamorðs hjá Norrebro.  Eftir 5 tíma tívólí ferð með multipass, þar sem mér var kastað fram og til baka, upp og niður, fékk nýja hárgreiðslu, skildi magann eftir í 50 metra hæð og reyndi að drepa mig á þyngdarafli jarðar fórum við í heimskulegasta bíltúr sem farin hefur verið.  Fórum nefnilega um miðja nótt að skoða kastala Hamlets....sem við sáum ekki því það var niðdimm nótt.  Ég skutlaði þeim síðan heim og beið í fjóra tíma á Kastrup og reyndi að halda mér vakandi til 7:50 eða þar til vélin fór í loftið.  Svo fattaði ég að gott ráð við flughræðslu er EKKI ég endurtek EKKI að vaka í heilan sólarhring, keyra um Svíþjóð og Danmörk, Fara í tívólí og drekka 17 kaffibolla og fara síðan í flug.  Biðin var dásamleg og Kastrup er massa leiðinlegur staður en ég var farin að babbla og missa heyrn af þreytu og leit út eins og geðsjúklingur þegar ég bauð flugfreyjunni góðan hádegismat í staðinn fyrir góðan dag!  Hún sagði "til hamingju með daginn" og ég starði á hana morðóð og hélt að hún væri að meina að ég ætti afmæli.  "ha hvað meinar þú?" spurði ég hana og blikkaði augunum ótt og títt, algerlega föst í dramaleiknum!  "já með daginn viltu ís?".   Þarna var suðið í hausnum mínum farið að ýla eins og neglur á krítartöflu..."fyrirgefðu, en mér heyrðist þú bjóða mér ís".  "jamm viltu ís eða ekki".  Nú var ég handviss um að dagar mínir væru taldir og að Icelandair væri virkilega búin að missa það.  Örvæntingafull leit ég yfir vélina og athugaði hvort ég væri búin að þróa með mér 9 skilningarvitið með svefnleysi og taugatrekkingi, ég leitaði að Gandalfi, Rauðhettu og einhverju öðru sem gæti útskýrt fyrir mér sögusvið leiksins!  "fröken! það er 17 júní og ég er bara að bjóða þér ís" ég sá að hún læddist í vasann þar sem plastvírarnir eru geymdir til að festa niður flugdólga og ég rétt náði að segja henni að ég væri ósofinn, með tívólíriðu, flughrædd og massa dramatísk.  Þá brosti þessi snillingur og leiddi mig frammí klefa til flugmannanna sem voru svo yndislegir að bolta mig niður hjá sér í 5 punkta belti fyrir aftan þá og þannig flaug ég heim frá Köben á þjóðhátíðardaginn og naut mín í botn.  Dottaði yfir veðurspá frá flugturnum, fékk útskýringu á fetaáráttu, og róin yfir að sjá útum gluggann á faratækinu gerði þetta flug eitt það besta sem ég hef farið í.  Og vitið þið hvað??? Það eru rúðuþurrkur á flugvélum!!!!!!!  Djöfull kúl.  Héðan í frá fer ég vel sofin, óstressuð og með bros á vör í flugvélar.  Kærar þakkir til Péturs Arnarssonar og aðstoðarflugmannsins sem í minningunni heitir Mikki mús og flugfreyjunnar sem setti mig í flugstjórnarklefann í staðinn fyrir cargo hólfið. 

Heimsendir? Ég tók ekki eftir því - Ég var að grilla

Ok mig langar soldið að segir ykkur frá einu sem ég hef verið að spá í undanfarið.  Hef nefnilega verið að lesa fréttir og svoleiðis.  Hef tekið eftir því að fréttir eru orðnar TRYLLTAR og það er svo mikil heift og æðibunugangur í fréttum yfir höfuð.  T.d ef þú lest fréttir um manninn sem reif niður húsið sitt þann 17 þá kemur neðst niðri í fréttinni "ef þú eða annar hefur lent í þessum manni og telur hann skulda þér eða öðrum sem þú þekkir pening hafðu samband við ****** fréttastofan".  Núna rétt í þessu var ég að lesa frétt á vísi um jarðskjálftann og þar er tekið örviðtal við gamla konu í Grindavík sem segir  að þetta hafi ekki verið slæmt og engin hafði stressast upp né neitt, en fréttin endar á eftirfarandi:
Einar Örn Jónsson, íbúi að Kvistvöllum í Hafnarfirði, sagðist hins vegar ekki hafa orðið var við skjálftann.
"Ég var bara úti að grilla og heyrði af þessu í fréttunum," segir Einar.
Aðspurður segir hann ekkert tjón hafa orðið á sínu heimili og hann hafi ekki heyrt af neinum óförum í tengslum við skjálftann.

Hver er þessi Einar?? Og afhverju er það frétt að hann skuli ekki hafa fundið fyrir einhverju....úff shitt.

Kannski er ég orðin geld á fréttir en mér virðist eitthvað vera að fréttaflutningi.   Fréttir snúast alltaf um einhvern harmleik eða action eða bara eitthvað algerlega sveimandi ömurlega ömurlegt!  Og annað hvort er allt að fara til fjandans eða einhver er að manipuleita okkur með fréttaflutningi!  Veit ekki hvort er rétt en eitt er samt víst.  Ég les ekki fleiri fréttir í dag.  Orðin þreytt á fyrirsögnum eins og:
Þurfti að fórna golfhring fyrir umræður um Icesave
Innkalla grísgúllas
Styrjöld á Geirsnefi
Lélegt kyntákn

En jæja á morgun blogga ég um tívólíferð Thelmu og Garúnar!


Ég er orðin tryllt í farartæki

Það er algerlega ólýsanlegt að keyra eftir sveitavegum Svíþjóðar í blæjubíl með tónlistina á fullu!  Ég held að ég skilji núna afhverju fólk verður hraðageðveikt.  Og síðan afþví að ég er á Jagúar blæjubíl, þá eru aðrir sem eru á öðrum sportbílum rosa til í að tala við mig og leyfa mér að prófa sína bíla!  Ég prófaði Þennan Maserati hér fyrir neðan og hann á að vera eitthvað alveg geðveikt.  Ég móðgaði nú eigandann þegar ég sagðist ekki finna mikin mun á honum og á Poloinum mínum heima.  En bíll er bíll er bíll.  Eða hvað!  Á morgun skila ég blæjubílnum og fæ eitthvað flott frá Hertz og svo sæki ég Thelmu systir og Bjarnþór í Malmö og við munum mála Kaupmannahöfn rauða.  Síðan bara heim í öðru farartæki sem heitir örugglega fokker, og er öruggulega helvítis fucker!  Góðar stundir. 
Masarati PoloÉg og BinniJagúar

Því hraðar því betra!

Eftir dásamlegt flug til Kaupmannahafnar er ég komin hingað í steikjandi sól í Svíþjóð!  Ég sem ætlaði að vera með uppsteit og til vandræða í flugvélinni, svaf eiginlega allan tímann og gleymdi að láta vita af drauma flughæðinni sem er 24 þús feta hæð.  Ég tók bílaleigubílinn minn og hélt afstað yfir til Svíþjóðar!  Geðveikt!  Nú er ég komin með bakteríu sem heitir "alltsemferhrattsoríasis" og á einum degi er ég búin að keyra vespu, jagúar, og kappakstursbíl.  Allt til að undirbúa mig undir THE DRAGON í tívolíinu á morgun með Thelmu systir.   See ya.  Góðar stundir.
HraðakvikyndiJagúarHestur i stofunni

Spennusagan Icelandair - Part II

Farsinn heldur áfram!   Núna í dag klukkan 16:10 á ég flug til Kaupmannahafnar!  Já það er að segja ef að dagurinn í dag er laugardagur!  Sem hann er auðvitað ekki því það er miðvikudagur!  Einmitt! 

ForfallagjaldÉg bloggaði síðast um Icelandair þegar ég þurfti að breyta miðanum mínum til Koben og lenti í gáfnaprófi varðandi forfallagjaldið og verð á farmiðanum. Ég þurfti að finna dagsetningu á ímynduðu sætagildi útfararinnar svo að ég þyrfti ekki að borga meiri pening. Ok meðan ég gerði það þá fór ég yfir dagsetningarnar með konunni í símanum. “ok hvað með að fara út 10 og koma heim 17?”. “Bíddu” svaraði hún og ýtti á nokkra takka á lyklaborðinu. “nei, það er ekki til, ef þú vilt fara út 10 þá kostar það 19.800 kr í viðbót” “nú” svaraði ég, “en samt er langt þangað til, eru öll ónýtu sætin upptekin þá? Get ég ekki legið í björgunarbátnum ef ég lofa að vera góð?”. Konunni í símanum fannst þetta ekki fyndið en bætti við gjafmild “sko það er laust á þessu fargjaldi þann 17 heim en ekki út þann 10”. “ok en 11” prufaði ég mig áfram og leið eins og að ég skipti engu mál. “nei” svaraði hún strax. “allt í fína, en 12?” Hélt ég áfram eins og ég væri að spila veiðimann við hana! “nei ekki heldur en þú getur farið heim þann 17 á þessu verði”. Hún var orðin pirruð á mér. “13.júní hvernig er hann hjá ykkur?”. “hm” sagði hún og ég fann að hún var að gefa sig “já ég á laust á þessu fargjaldi þann 13 klukkan 16:10”. Ég kíkti á almanakið og sá í fljótu bragði að 13inn væri miðvikudagur. “ok ég tek þrettánda”. Nú vildi konan fá aftur kortanúmerið mitt og eftirnafn og sagði svo “ok þú flýgur út þann 13 og kemur heim miðvikudaginn 17.júní”. “vávává frábært” sagði ég því ég hafði reiknað í huganum mínum gáfaða að ég færi út 13 á miðvikudegi og kæmi heim 17.júní á miðvikudegi. Dásamlegt alveg. Ein vika er einmitt nákvæmlega það sem ég þarf til að skjótast til Danmerkur, hoppa yfir til Serbíu og kíkja til Svíþjóðar! Ég skildi við konuna í sátt og fór bara að víla og díla í símann og á emaili varðandi skipulag ferðarinnar þarna úti.
Ég komst aðþví á mánudaginn síðasta að hversu mikið sem ég vil þá er 13.júní ekki miðvikudagur og það eru ekki sjö dagar á milli 13júní og 17 júní. Sorry. Það kemur víst í ljós að þegar ég var í ekkiþjónustuleik við Icelandair sölukonuna um hugsanlegar dagsetningar, þá horfði ég á maí mánuð en ekki júní mánuð í almanakinu, þar sem 13.maí er nefnilega og var miðvikudagur! Þegar ég komst að þessu hringdi ég í Icelandair og sagði þeim sannleikann! Ég hafði misskilið þennan ferðaratleik fyrirtækisins og hvort ég mætti nota 50/50, hringja í einhvern eða taka tvo frá! “nei” sagði ný kona í símann. “ef þú vilt fljúga út þá þarftu að borga 19.800 + 10.000 krónur í breytingagjald”........AAAARRRRGG. “andskotinn!”. Afhverju þarf ég aftur að borga 10.000 krónur....hún hefði ekki átt að segja flugáhöfninni að ég væri að koma. Hún hefði átt að læra af fyrri reynslu þegar ég hætti við að fljúga og allir voru niðurbrotnir og eina sem gat sefað sorg þeirra var 10.000 kallinn minn sem ég borgaði samviskulega. “heyrðu! Ég borgaði 10 þús síðast má það ekki bara gilda líka núna?”. “nei” sagði konan hörkuleg og staðráðin í að láta mig borga aftur þetta vitleysisgjald. Ég fór á netið og reyndi að laga þetta. Ég kíkti inná síðu Iceland express og sá þá mér til mikillrar gleði að ég gat pantað far út til Danmerkur þann 10 á 12 þúsund krónur, ekkert forfallagjald og ekkert sorgargjald. Frábært hugsaði ég og pantaði það. Hringdi svo í Icelandair og sagði þeim að ég ætlaði að fara út með Iceland express en nota ferðina mína heim þann 17 með þeim sem ég átti nú þegar pantað. “nei” sagði konan í símann og var alveg ómögulega af sorg! “hvað meinar þú NEI” spurði ég hana. “til þess að mega koma heim þann 17 verður þú að nota fyrsta legginn af ferðinni, sem sagt þú verður að fara út þann 13 með okkur annars máttu ekki fara heim”. “andskotans helvíti, en ég er búin að panta þarna út með Express, ok ok ok, heyrðu þá ætla ég að afpanta fyrsta legginn út og þú mátt bara eiga hann en ég ætla að breyta miðanum mínum hjá þér og fara heim þann 17, bara aðra leiðina. Getur þú breytt miðanum mínum í það?”. “já ekkert mál” sagði hún og ég andaði léttar. “það kostar 87.000 krónur plús 10 þúsund breytingagjald”!!!!!!!

Eftir fallega orðafléttu í símann við konuna með breytingagjaldsáráttu, samþykkti ég það að fara út laugardaginn 13.júní! Afpantaði ferðina hjá Iceland express sem voru líka í sorg og létu mig borga fyrir það. Nú er ég að fara í þrjá og hálfan dag og það nýtist mér engan veginn ég hef ekki hugmynd hvað ég er búin að borga í heildina fyrir þessa Danmerkur ferð en eitt get ég sagt ykkur að ég tek Jesú á þetta næst og labba yfir vatnið. En góðu fréttirnar eru að systir mín verður í Koben þann 16 og við ætlum í rússibana og kaupa okkur ís. En þessi rússibana ferð er búin að kosta mig offjár og ég verð hrókur alls fagnaðar í vélinni á Laugardaginn og verð með massa kröfur á sætið mitt, útlit flugfreyjanna, gæði matarins, og í hvaða flughæð við fljúgum. Það er ekki happy camper sem flýgur til Danaveldis um næstu helgi. Og já ég verð yfir aðfaranótt sunnudags svo viljið þið ekki hérna heima bara drífa ykkur úr fötunum og gera það sem þið gerið þegar ég er í burtu!

Hér er forsagan ef þið viljið http://garun.blog.is/blog/garun/entry/885962/  


Hugdetta eða hugarhrap?

Varðeldur við sjóinn!  Ég og Daníel breyttumst í geðsjúklinga þegar við söfnuðum spýtum og eldivið í eldinn.  Stútuðum stólum, og eldhúsinnrétting brann útí veður og vind.  Daníel stoppaði mig þegar ég var farin að horfa á sjálft húsið og reikna út hversu mikið timbur þetta hús þyrfti eiginlega.  Katrín snillingur hjálpaði mér að moka holuna og raðaði steinum úr fjörunni í tetris hring meðfram brúninni.  Allt fullkomið.  Afhverju datt mér þetta ekki í hug fyrr?  Ok en mér datt þetta í hug núna og við gerðum þetta.  Allt partur af loforðinu Ég = Gera allt sem mér dettur í hug!  Svo framarlega sem það er ekki fallhlífastökk eða kóngolóartamning.  Sorry mér bara dettur það ekki í hug.  Það er eitthvað geggjað við það að fara í sjósund og sitja svo dasaður, vankaður eða hreinlega í sjokki við varðeld.  Ég borðaði meira að segja banana!  Í dag kíktum við nokkur hress útá Reykjanesið og köstuðum frisbí á milli heimsálfa.  Ég var Evrópumegin en Kata í Norður Ameríku.  Ætla að hringja á morgun í heimsmetabók Guinnes og fá þetta metið.  Hlýtur að vera veruleikafyrrtasta frísbí kast ever! 
Útilega í garðinumEngin eins

Ungur nemur þá gamall temur! Yeh right!

Búin að rannsaka þetta orðatiltæki í allan dag, og reyndar breyta því aðeins.  Alveg óvart!  Í beinni útsendingu, í lit og með íslensku tali þróaðist orðatiltækið yfir í t.d "gamall gerir, ungur er fyrir", einnig var hægt að sjá orðatiltækinu "gamall labbar á undan ungur heldur á öllu" bregða fyrir.  Síðan kom sterkt inn alveg nútíma útfærsla sem var "gamall gerir einn því ungur er í símanum" það gerðist nokkuð oft!  Sérstaklega þegar líða fór á daginn.  En maður veit hvenær maður er orðin hokin af reynslu þegar sá sem hefur virkilega reynslu kom í stígvélum en sá sem þykist allt vita var í svörtum erobik skóm!!!  
SérfræðingarUngur Nemur - Gamall horfir á

 

 

 

 

 

Já ég og Sigvaldi vinur minn gengum eftir girðingum í dag og löguðum þær.  Nei ekki af einskærri ánægju heldur nauðsyn.  Frost á það nefnilega til að þrýsta girðingastaurum upp úr holunum sínum.   Hestar fara þá yfir skurði og svona og ekki nenni ég að sækja hryssurnar mínar útum allar tryssur. 
Það stórkostlega gerðist einnig að ég fann Hamar!!!!  Og viti menn ég var nefnilega að hugsa um það í gærkveldi að ég þyrfti að fara og kaupa mér hamar til að geta nelgt upp myndir hér á vegginn.  Guð er góður!  Næsta dag í miðjunni á hvergi fann ég forláta hamar í grasinu. (sjá mynd)
Hamar 2009Tímaflakk 

 

 

 



 

Það er svo gaman að vera með honum Sigvalda, ég er alltaf að læra eitthvað nýtt og það er bara eins og að fara í tímavél aftur í tímann að vera með honum.  T.d hann er með kasettutæki í bílnum sínum, veit ekki hvað blackberry er, og heldur að sms sé nýtt orð yfir Uss.  Algert krútt!

En hestarnir eru glaðir og þá erum við Sigvaldi glöð.  Nú er bara að leyfa þeim að leika sér í nokkra daga og síðan förum við glöð með vinum okkar í reiðtúr um tungurnar og ilmum af blóðbergi og útilykt.  Er lífið ekki dásamlegt?  Stóðið okkarKöld slóð 



 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband