3.6.2009 | 22:35
Raunveruleiki 103 (hraðferð)
Dagurinn byrjaði á því að ég uppgötvaði að kókómjólk er EKKI góð sem mjólk fyrir kaffi latte! Ok lesson learned! Afstað fór ég og uppgötvaði að sódavatn sem er búið að liggja í bílnum mínum mjög mjög lengi freyðir ennþá! Og tók það allan bílinn að uppgötva það! Frábært. Ég fór uppí hesthús og komst aðþví að það er þúsund sinnum erfiðara að taka skeifur undan hestum heldur en að setja skeifur á hesta! Hélt einhvern veginn að það væri meira mál að negla uppí hófana heldur en að rífa! Tók þrjá tíma og massa harðsperrur! Gott mál! Í Bónus í Njarðvík ákvað ég að ég þyrfti ekki kerru né körfu og sýndi því jafnvægislistir um alla búð með kassa af kókómjólk, þrjá kaffipoka, poppkassa, klósettpappírskippu, G mjólk og hrískúlupoka. Missti þetta allt svona tíu sinnum á leiðinni frá kælinum og að kassanum. Verð að muna að ég er ekki risi!!!! Kom heim og lærði að það er í alvörunni ástæða fyrir því afhverju maður hitar upp áður en maður æfir kickbox, held að ég hafi nefnilega tognaði í Brennóöxlinni við aðfarirnar! Ok var búin að heyra af þessu en ignoraði! Lærði og reyni ekki að gleyma. En ánægjulegast var að uppgötva að ef maður andar rólega og slakar á, þá getur maður kafað í sjósundi! Ótrúlega gaman að fatta að það er draslið í hausnum á manni, Óttinn, panicið og annað óþarfa drasl sem er oft fyrir manni. Það var gífurlega ánægjulegt að uppgötva þennan dag! Ég hef alla veganna sjaldan hlegið eins mikið af sjálfri mér í dag og brosað! Því þetta var allt frekar krúttlegt og einlægur misskilningur milli mín og það sem ég hélt að ég væri og gæti. Svo lærdómur dagsins er: Slaka á, anda rólega og taka körfu eða kerru!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
1.6.2009 | 15:22
Riðuveiki í háloftum hugans!
Þar sem ég sat á flugvellinum á Akureyrir í gær og borðaði soðbrauð með hangikjöti uppgötvaði ég að kannski er ég að verða gömul! Ég riðaði famm og til baka eftir ferðalög vikunnar. Á einni viku er ég búin að ferðast til Egilsstaða, tvisvar til Akureyri, nokkrum sinnum til Reykjavíkur, hlaupa mig sveitta í brennó, sjósynda, og mótorhjólast útum allt Reykjanesið. Ég fékk það út að ég er hugsanlega þremur bítum á undan snúningi jarðar og þarf kannski aðeins að hægja á mér svo jörðin nái mér! Loforðið ég í dag er einfalt! Hamborgari með osti í Grindavík, Discovery channel og popp í kvöld!
Annars biður Kapteinn Arnarson flugstjóri vélarinnar til baka frá Akureyri í gær að heilsa. Ég húðskammaði hann fyrir að segja "nothing to worry about" þegar við vorum að klífa upp í flughæð frá Akureyri. p.s Við flugum í 16 þúsund fetum og það er ömurlega hæð og ég mæli ekki með henni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
30.5.2009 | 12:39
Góðir farþegar nú verða lesnar upp dánarfregnir og jarðarfarir!
Síðan lögðum við afstað og eftir cirka 10mínútur kom flugstjórinn í kallkerfið og sagði okkur þær mikilvægu upplýsingar að við værum í 18 þúsund feta hæð sem gerði mig æsta og spennta! Hef nefnilega aldrei flogið í 18 þús mér vitandi. Því næst sagði hann okkur hvernig veðrið væri á Akureyri eins og við myndum standa upp og breyta um fatnað miðað við það sem hann sagði eða hætta við að fara!!!! Hann bætti við "það er stífur vindur á Akureyri og aðflug verður tricky". "TRICKY"! Öskraði ég inní brjóstholið á mér...."hvað í andskotanum þýðir það? Nei nei ekki segja tricky nema að þú sért að tala um Eurovision hópinn sem fór með lagið Angel, hvað meinar þú?" . Ég spurði Sigríði sýrópskaffikonu um þetta komment frá flugstjóranum og hún brosti og sagði " haha hann var örugglega að grínast"....já einmitt örugglega að grínast! Get ég fengið björgunarvestið, björgunarbátinn, fallhlífina, göngustafinn, súrefnisgrímuna og vængi NÚNA takk! Henni Sigríði fannst ég svakalega fyndin og bauð mér kaffi, te eða vatn. "Nei takk, ég vil lenda núna án tilvísunar í Eurovison". Ég bað hana um tyggjó sem hún átti ekki og lokaði augunum og bað Guð um að halda þessari vél uppi og bað í hljóði að hann væri ekki að hlusta á lagið "is it true, is it over". En lendingin gekk vel og var ekkert tricky, hann hefur bara eflaust verið að grínast! Og djöfull var þetta gott djók. En ég fer aftur í fyrramálið svo vonandi skiljum við allan húmor eftir í Reykjavík.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
27.5.2009 | 23:14
"svona höfðum við hugsað þetta" Icelandair!
Þetta er búið að vera CRAZY vika. Brennó og sjósundsævintýrið hefur undið uppá sig og ég er að verða Norðurlandameistari í þessu tvennu. Mæti tvisvar í viku í Brennó og sjósyndi með Daníel erkiengli þrisvar til fjórum sinnum. Ennnnnnnnnnnnn.....
Ok þeir sem þekkja mig vita að ég er seinþreytt til vandræða (mamma ekki svelgjast á kaffinu). En ég er alveg í skapi til að efna til búsáhaldarvandræða varðandi Icelandair. Ég var búin að panta far til Köben núna á Laugardaginn næsta, því ég ætlaði að skreppa aðeins til Svíþjóðar og Serbíu. Nema hvað! Að síðan kom upp auglýsingaverkefni á Akureyri um helgina sem er eins og sniðið að mínum áhuga og ég ákvað að fresta fluginu. Hvað er fólk að væla yfir því að það sé eitthvað erfitt að kljúfa atóm eða að reikna út heildartölu PÍ, það er ekkert miðað við það að ætla sér að breyta flugmiða hjá Icelandair!!! Þegar ég pantaði þá hakaði ég við lítinn sætan kassa sem umkringdur var skáldskap sem sagði "Forfallagjald 1.250 kr". Ég hringdi því og forfallaði mig, sagði alveg satt að hefði ætlað til Akureyrar en ekki Serbíu hefði bara ruglast aðeins í landafræðinni. Konan sagði að þetta væri ekkert mál ég þyrfti að borga 10.000 krónur til að geta breytt miðanum, eða að ég myndi bara ekkert breyta miðanum og fá helmingin endurgreiddann! ok nú fór ég að reikna í huganum og með hana andandi í símanum. 39.800 mínus 1.250 gera eitthvað og helmingurinn af því er cirka 19 þús sem ég fæ til baka, eða að ég borga 10 þús í viðbót og fer seinna sem gerir 39.800 plús það og þá verður það 50 þús. "Ok" sagði ég "ég fer þá bara seinna". "hvenær" spyr konan ógeðslega forvitin. "hm veit ekki, bara bráðlega" segi ég glöð yfir að hafa tekið ákvörðun. "ja þú verður að segja okkur hvenær þú ætlar að fara svo við getum séð hvort við eigum flug á sama verði". "ha?". "já sko! með því að borga 10 þús þarftu að bóka annan dag og þá verðum við að vita hvort það sé til fargjald með sama verði og þú fékkst fyrir laugardaginn". "ok ertu þá að segja að ég þurfi að borga 10 þús til að meiga vera með í rúllettu yfir ímynduð sætagildi í flugvélinni og kannski verður þetta 39.800 + 10 þús + aukagjald ef sæti 35 F til 64 D eru upptekin?" Ég var orðin svakalega rugluð! "já + skattar og flugvallargjöld sem eru miðuð við gengi" sagði konan glaðlega og blés toppnum til hægri.
Nú á ég sem sagt flugmiða til Köben sem er fyrir fólk með IQ yfir meðallagi ef einhver vill. Ég er ekki að nota þennan flugmiða því ég hef ekki gáfur fyrir það. En kannski getur einhver sagt mér afhverju ég er að borga þennan 10 þúsund krónur? Er þetta áfallagjald fyrir flugáhöfnina sem átti von á mér og þarf nú að sætta sig við Garúnarlaust flug á Laugardaginn. Er þetta 10 þúsund króna breytingagjald ætlað til að sefa sorg flugmannsins þegar hann áttar sig á því að sæti 34 F er nú með nýtt andlit. Voru flugfreyjurnar búnar að læra inná mig og undirbúa sig....Fer vélin ekki nema ef ég fer með og dreifist þá þessi peningur á alla hina farþegana sem komast ekki? Ég skil afhverju ég borgaði 1.250! Því það var til þess að ég mætti borga 10 þús, en ég skil ekki 10.000 krónurnar. OG AFHVERJU KOSTA EKKI ÖLL SÆTIN ÞAÐ SAMA. Ég meina! Vélin og öll sætin eru hvorteðer á leiðinni í sömu átt á sama tíma með sama sýrópskaffinu og sömu samlokunum. Og munið eftir auglýsingunni frá Icelandair, allt fólkið í stofunni að kveikja ljósin og lesa bækur, horfa á myndir, kyssast og leika sér í tölvuleik og svona...síðan kemur rödd guðs og segir "svona höfðum við hugsað okkur þetta, Icelandair". Ég verð nú bara að segja að það er ekki svona flókið að setjast í stofuna mína!
Bottom line: Ég vil geta bókað ferð mína miðað við hvenær mig langar að fara en ekki miðað við hvenær ímynduðu sætagildin rokka upp og niður í verði. Og afhverju er ódýrara að fljúga framm og til baka ef maður er yfir aðfaranótt sunnudags? Er eitthvað leyndó alltaf að gerast á sunnudögum á Íslandi þegar ég er í útlöndum. Hvað! Bilist þið öll og hlaupið nakin um holt og móa. Afhverju má ég ekki kaupa fargjald sem kostar það sama hvort sem ég er frá þriðjudegi til fimmtudags eða föstudag til mánudags. AAAAARRRRRGGGGGGGGGGGGGGGGGG.
En annars er allt svakalega fínt að frétta! Er að fara til Akureyrar og svona það var ekkert flókið að panta það flug, ég borgaði bara 128.000 með flugvallarsköttum!!!!!!(afhverju eru flugvallaskattar á Akureyri)? Guð minn góður.....og afhverju eru bókunarnúmer QW43ED521TEW - 67GHTIKERLFDFGJ?????????
Ok ég er farin að sofa!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
22.5.2009 | 13:33
Feta Fetish
Einu sinni var ég hrædd við að fljúga! Ekki lengur! Nú er mér skítsama hvort ég drepst í 2 feta eða 19 þúsund feta falli. Afhverju í ósköpunum þurfa flugmennirnir að segja manni í hvaða hæð maður er að fljúga í. Eins og maður sé alveg að fara af límingunum þangað til að maður veit í hvaða hæð maður er...."nú ok erum við í 19 þúsund feta hæð, já ok það er svo góð hæð, nú er ég róleg!". Vitleysa. Nú er ég orðin svakalega reynslumikil að fljúga í fetum. Síðast flaug ég í 31 þúsund feta hæð og það var allt allt allt öðruvísi heldur en 19 þúsund fetin sem ég var í í dag. Skemmtilegast fannst mér þegar við tókum U beygju yfir Egilsstaði og ég spurði Pabba hvaða fjörður þetta væri. Ég sá það á honum að hann tók ákvörðun á staðnum að vera aldrei með mér í liði í landafræðaspili, sérstaklega þegar ég bætti við hvað það væri gott veður hérna fyrir norðan þegar við stigum útúr flugvélinni. Ég benti líka á grunnskólann sem er í byggingu og spurði hvort að þetta væri álverið á Bakka sem allir væru að rífast um? En svona er nú skemmtilegt að fara útá land. Hér fyrir neðan eru æsispennandi myndir teknar í háloftunum. 1.myndin er einmitt 19 þúsund feta hæð og það sést greinilega. 2.myndin er tekin í 11.754 þúsund feta hæð og þriðja er tekin í 13,7 feta hæð frá væng og að steypu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
19.5.2009 | 12:01
Öll lurkum lamin
Nú er ég lurkin lamin og holdgervingur texta úr Bubba lagi! Þetta er búið að vera CRAZY vika, og önnur eins á leiðinni. Á Sunnudaginn var Flugdrekadagur í Höfnum. Og 12 krakkalakkar léku sér útum allt áhyggjulaus í veðurblíðunni. Flugdrekar, stultur, Sippó, drullumall, kubbar, píanó, playstation og mótorhjól. Eða eins og einn strákurinn sagði "ég vildi að þessi dagur myndi aldrei enda". Þar sem ég lá í grasinu með kaffi latte og hlustaði á Daníel lýsa Gorilla gardening planinu sínu þá leið mér eins. "ég vildi óska að við yrðum aldrei fullorðin og að þessi dagur myndi aldrei enda". En hann endaði í sjósundi og mótorhjólaferð um Keflavík til klukkan 2 um nóttina svo það var í lagi!
Um kvöldið meðan krakkar drullumölluðu ákváðum við félagarnir að það væri góð hugmynd að sjósynda! Nóg erum við Daníel búin að röfla um að gera það! Fyrir þá sem ekki vita þá er sjórinn mjög kaldur! Mjög kaldur! Svakalega kaldur! Við öskruðum frá fyrra lífi og heilt lífríki af þörungum útrýmdist af völdum öskra. Það skemmtilega var þó að gólin í okkur laðaði að sér sel sem synti með okkur ekki svo langt frá. Daníel ætlaði að reyna að klappa honum en við bentu honum á að selir eru morðóð dýr sem éta fólk!
Næsta ævintýri er á morgun! Go Global ratleikurinn. 10 lið mætast og keppast við að leysa ráðgátur um allt Reykjanesið. Ef þið viljið skrá ykkur þá þurfið þið að finna skrítna mynd í albúminu "alls konar vitleysa" og skrá ykkur í kommentakerfið. Ég vara ykkur við! Þetta verður erfitt og þið eigið öll eftir að grenja ykkur í svefn. Það sem þarf til að keppa er: Bíll, áttaviti, 2 lítrar af vatni og lífsþorsti! Góðar Stundir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
17.5.2009 | 12:05
Sveitaball og morðóður fiskur úr Faxaflóa!
Þvílíkur dagur! Uppskriftir af góðum dögum hrúgast inní eldamennsku lífsins og smakkast alveg ágætlega. Ég er komin með harðsperrur í andlitið af hlátri og álagsmeiðsl í líkamanum af sprikli. Fór í gær í sjóstangaveiði með vinum mínum sem allir veiddu risa þorska og marga! Ég veiddi einn fisk og það var síli! Reyndar gáfað síli því hann þóttist vera dauður heillengi og reyndi síðan að drepa mig með sporðinum í myndatökunni.
Við grilluðum síðan fiskinn og átum hann, allan fiskinn nema minn! Ég sleppti honum og sagðist koma aftur þegar hann yrði stór! Sagði honum að halda sig hægra megin við Suðaustan Glettingi á Faxaflóa. p.s Hann gaf mér fuck merki!
Síðan byrjaði Eurovison partý dauðans og ég hef fundið mann sem er jafn dramatískur varðandi Eurovision eins og ég. Hann Gunnar Helgason er dásamlegur maður og þótt hann hafi ekki haldið með vinkonu minni frá Úkraínu þá má hann eiga það að það er gaman að horfa á Eurovision með honum. Hann hellti öllu niður sem var á borðinu þegar í ljós komu 12 stigin frá Noregi! Við öskruðum og töluðum við fólkið á skjánum og héldum minningarathöfn um kynninn sem var rekin. Það var ekkert gaman að horfa á þessa kynna, þeir voru eðlilegir og flottir. En í staðinn gátum við blótað og verið dónaleg við fólkið sem var að kynna stigin fyrir löndin sín.
Eftir Eurovision fór ég síðan á Sveitaball í Hvalfirði og dansaði af mér 5 kíló til klukkan 3. Fyndnasta kona í heimi var með mér og hafði þróað með sér þráhyggju gagnvart því að lækka stýrið á bílnum mínum. Hún hafði ekki eirð í sér að dansa en gekk á milli manna og bað þá um að lækka stýrið í bílnum svo ég gæti keyrt kappakstursbíl. Þettta gerði hún í cirka þrjá klukkutíma og það var æðislegt að fylgjast með henni þróa þessa fíkn. Og sjá hana í fráhvörfum þegar fólkið hristi bara hausinn og gekk í burtu. Næst þegar ég hitti hana þá ætla ég að vera búin að lækka stýrið í bílnum og keyra um með leðurgrifflur. Þá verður hún svo glöð og ég er hér til að gleðja.
En lífið heldur áfram að vera skemmtilegt! Í dag er flugdrekadagur í Höfnum (eini dagurinn síðan ég flutti hingað sem það er logn). Og ég á von á fullt af litlum krökkum klukkan 2 með flugdrekana sína. Í kvöld verður síðan mótorhjólað um öll Suðurnesin! Lífið er dásamlegt!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
15.5.2009 | 11:11
Brennó og Eurovision vindvélar.
Markmið 1: Ég ætla mér að komast í landsliðið í Brennó! ´
Í gær mætti ég uppí Iðnskólann í Hafnafirði og spilaði Brennó með 45 ókunnugum konum. Skipt var í 6 lið og var spilað þangað til blóðbragð kom í munninn. Engin íþróttameiðsl urðu en ég varð fyrir sálfræðimeiðslum þegar þetta var búið. Mig langaði svo að spila meira. Þetta er ókeypis og skemmtileg kvöldstytting. Ég mæli með þessu. Alla fimmtudaga!
En já já. Hefur ykkur langað stundum að sogast inní sjónvarpið ykkar og kirkja fólk sem er þar? Nú er það! Ok gott, þá er ég alveg eðlileg. Þessir kynnar sem Rússland ákvað að gefa okkur í Eurovision gjöf voru að gera mig geðveika. Sérstaklega þessi maður með túberaða vöfluhárblásaraklippingu dauðans. Tóku þið eftir því að maðurinn virðir ekki staðlaða líkamsfjarlægð. Var alltaf hálf ofaní konunni sem kynnti með honum. Alltaf að lykta af hárinu hennar og smyrja sínu meiki á kinnina hennar. Ég var að verða brjáluð. Nota þeir bara þröngar linsur þarna í Rússlandi, því hann var alltaf að halla sér að henni þegar hann talaði eins og hann væri hræddur um að verða bara hálfur í mynd. Hefði ég verið að kynna þarna með honum hefði ég drepið hann eftir fyrsta lagið og selt hann á ebay undir "óþolandi".
En Eurovision. Ok ég er ástfangin af Úkraínu. Síðasta ár var Úkraína með lagið Shady lady og ég öskraði af gleði, ég elska þegar konur dansa, og ekki er það verra ef þær eru með svona snöggar höfuðhreyfingar, Silfur um hendurnar og dramatískar. Vindvélar eru my kind of tea og ég bara elska þessi "stripp" show sem Úkraína setur framm bara fyrir mig. Nú í ár eru þau heldur ekki að valda mér vonbrigðum. Þvílíkt show og konan dansar eins og það sé engin morgundagur. Ég er ekki að djóka. Mér finnst konur sem dansa ÆÐISLEGAR. Ég flissaði, roðnaði, flautaði og klappaði þegar ég sá hana dansa. Og notkun á vindvélinni var frammúrskarandi og plánetunni til sóma. Loforð frá mér til mín. Ég ætla til úkraínu því þar eru greinilega dramatískasta fólkið og mig langar að vera með þeim.
SNILLINGUR ...OG SVO NÚNA
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
14.5.2009 | 11:09
Fokin í rokinu!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
11.5.2009 | 16:41
Morðgátan
Laugardagurinn verður hér eftir settur í heilaskúffu minninganna undir "besti dagur í heimi" það er langt síðan ég hef skemmt mér eins mikið. Dagurinn byrjaði á að leikhópurinn "skuggabörn" eða "laukur" (ekki alveg ákveðið) kom klukkan 15 í Hafnir og við létum eins og fávitar þangað til það var grillað. Eftir matinn fórum við að undirbúa sakamálaráðgátuna sem við höfðum auglýst. Svo mikið gekk á að stiginn brotnaði. Bara gaman aðþví. Ok reyndar ekki í morgun þegar ég gleymdi því og hrundi niður hann, vantar nefnilega eitt af efstu þrepunum!! Jæja það má laga það....anyway. Klukkan 23:30 komu 10 gestir, fólk sem ég þekkti, suma kannaðist ég við og aðra þekkti ég alls ekki! Þessir gestir fengu blað og penna og morðráðgátan hófst. Næstu 50 mínúturnar urðu þesir gestir vitni afþví að það sökk bátur fyrir utan Hafnir, tryggingasvik komu í ljós, Margrét kona Sigurpáls var myrt, Adolf lamdi Gunnar skipstjóra, Aðalbjörg Knútsen var skorin á háls og Baldvin og Stefanía Waage drápu alla gestina með samblöndu af haglabyssu og gaskút. Sem sagt frábært kvöld. Eftir ráðgátuna var síðan spjallað um leikinn og athugasemdir og grunsemdir gestanna safnað saman. Þetta var frábært! Og allir tóku svo mikinn og góðan þátt, spurðu spurninga og reyndu eftir bestu getu að leysa gátuna sem við bjuggum til fyrir þau. Eftir leikinn var dansað og farið í singstar til hálf fimm um nóttina. Næsta ráðgáta verður í byrjun Júní og getur fólk byrjað að skrá sig. Athugið. Þetta er leikhópur sem sér um ráðgátuna en þið verðið að ráða hana og getið freistast til að giska á rétt og unnið ykkur inn 10.000 kr. Mamma vann síðast en hún náttúrulega svindlaði því hún bjó höfundinn til!!!. Ef ykkur langar að sjá myndir þá eru þær hér við hliðina undir "alls konar vitleysa".
p.s Ég er farin í heitt bað! Er með geðveikar harðsperrur og svo eru nokkur rif brotin eftir stigaskutlið mitt í morgun. Góðar stundir. heeeeeeeeeeeeiiiii elsku leikhópur hvað með að skíra leikhópinn Góðar stundir????
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 207252
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- malacai
- andreaolafs
- annaeinars
- annagisla
- audurkg
- agustaha6
- alfholl
- beggipopp
- birgittathorsteins
- birna-dis
- bjarkitryggva
- bjarnihardar
- bjarnthor
- bjork
- brandurj
- bros
- gattin
- bryndisisfold
- cerebellum
- dagmar
- rafdrottinn
- draumur
- saxi
- einari
- esv
- einarorneinars
- elinarnar
- ellasprella
- emblan
- jaherna
- fravik74
- vinursolons
- franmiller
- kransi
- trukona
- eddabjo
- dee
- skodun
- birkire
- hronnsig
- ingveldurthe
- jenfo
- jonaa
- jona-maria
- prakkarinn
- lotta
- lillagud
- lindalinnet
- bidda
- maggaelin
- margretsverris
- marypoppins
- marjasig
- nexa
- olinathorv
- pallmagnus
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- roslin
- zigrun
- joklamus
- stjornlagathing
- lehamzdr
- steinunnolina
- sunnad
- svala-svala
- thelmaasdisar
- bliss
- william