Færsluflokkur: Bloggar
17.6.2007 | 00:27
Í tilefni dagsins
Ímyndaðu þér að hvert sem þú ferð, hvað sem þú gerir og í hvert sinn sem þú opnar munninn ert þú að vinna undir tákni, merki, menningu. Þú ert lifandi gangandi sönnun í lit og með íslensku tali að það sé hraungjóta norður í Atlandshafi sem tekur 15 prósent andleg umboðslaun fyrir öll þín afrek og alla þína sigra, allt sem þú gerir, meðvitað og ómeðvitað er gert undir merki Íslenska þjóðfánans. YOU ARE ICELANDIC. (þú ert íslensk).
Íslenski fáninn er eitt sterkast merki sem ég þekki og get samhæft mig við, ég er jú Íslendingur. Hinn almenni þjóðfáni Íslendinga er heiðblár með mjallhvítum krossi og eldrauðum krossi innan í hvíta krossinum. Armar krossanna ná alveg út í jaðra fánans, og er breidd þeirra 2/9, en rauða krossins 1/9 af fánabreiddinni. Bláu reitirnir eru rétthyrndir ferhyrningar: stangarreitirnir jafnhliða og ytri reitirnir jafnbreiðir þeim, en helmingi lengri. Hlutfallið milli breiddar fánans og lengdar er 18:25.
Þessi fáni sem umræðir hér á undan táknar margt í huga mér og annarra landa minna enda merki lands míns og uppruna. Markmið hans er að sýna allt það sem gerir Íslending að Íslendingi.
Enda gerir hann það, Blái liturinn þýðir víst vatnið, besta vatn í heimi, hvítt merkir Ís og sá rauði táknar eldinn. Það er kannski erfitt að finna sig 100 % inní merkingunum lokuð inní kjallaraíbúð í Kópavoginum, enda ekki mikið um spúandi eldfjöll og skríðandi skriðjökla í Smáralind en undir niðri og reyndar frekar grunnt blunda litirnir og ég eigna mér basl og streð forfeðra minna sem börðust og náðu samkomulagi einmitt við þau element sem fáninn stendur fyrir, og það er kannski það að við séum enn á lífi innan um þessa náttúruæfingar allar sem gerir merkið sterkt og óbrjótandi.
Það er meira að segja refsivert að niðurlægja þetta merki, fánalögin eru 14 talsins, og eru þau kennd samviskusamlega skátum og öðru góðu fólki, við hin í Kópavogi þekkjum þau ekki enda finnst okkur við ekkert endilega að við þurfum að læra þau þar sem virðing fyrir fánanum er okkur í blóðborin. Fáninn vomir yfir okkur ósýnilegur meira að segja þegar við flokkumst í heilu flughlössunum til Glasgow í innkaupaferðir þá er merkið svo sterkt að það vottar fyrir því eins og geislabaugur heillrar þjóðar.
Íslendingar búsettir erlendis biðja jólasveininn um að færa sér nýstraujaðan fánann beint úr Húsasmiðjunni til að hægt sé að hífa hann upp á erlendri grundu svo allir sjái merkið og skilji að þarna sé mannsbarn á ferð fætt úr eldi og ís, snögg kælt upp úr úthafsbárunum.
Það gekk ekki vandræðalaust fyrir sig að eignast þetta merki fyrir okkur Íslendinga, en þegar fáninn okkar blakti í fyrsta sinn á Íslenskri grundu sunnudaginn 1.desember 1918 var mikið búið að ganga á kóngurinn okkar í Danaveldi hafði farið í fýlu og bannað það sem hann áður hafði lofað og tekið til baka orð sín yfir nýjum fullveldisfána, en eftir margra ára raul og taut blakti merkið okkar fyrir utan stjórnarráðið í fyrsta sinn og hafði þá Sigurður Eggertsson sem starfaði sem forsætisráðherra í fjarveru Jóns Magnússonar þetta að segja:
og í gær hefur konungurinn gefið út úrskurð um þjóðfána Íslands, sem blaktir frá því í dag yfir hinu íslenska ríki... Fáninn er tákn fullveldis vors. Fáninn er ímynd þeirra hugsjóna, sem þjóð vor á fegurstar, hvert stórverk, sem unnið er af oss, eykur veg fánans, hvort sem það er unnið á höfunum, í baráttunni við brim og úfnar öldur eða á svæði framkvæmdanna eða í vísindum og fögrum listum. Því göfugri sem þjóð vor er, þess göfugri verður fáni vor. Vegur hans og frami er frægð þjóðar vorrar... Vér biðjum alföður að styrkja oss til að lyfta fánanum til frægðar og frama..."
Og það var eins og við manninn mælt því nú höfum við í 85 ár lifað og starfað undir merki Íslands og enn í dag fylgjumst við spennt með er ættingjar manns eignast erfingja og með glóð í hjarta brosum við við þeirri óumflýjanlegu staðreynd, er við kíkjum á öskrandi krílið í gegnum rúðuna á fæðingardeildinni að það er nýr Íslendingur fæddur í heiminn og einn í viðbót sem dýrkar og dáir tákn frelsis okkar og þrautseigju.
Mér finnst meiri að segja að hver Íslendingur ætti að fá í vöggugjöf, samanbrotin plastpakkaðan fána, fánalögin innrömmuð, öll ættjarðarlögin á geisladisk, Stiklur með Ómari Ragnarssyni á DVD og síðan á að lesa upphátt Ættjarðarkvæði Davíðs Stefánssonar frá Fagraskógi yfir barninu er það hjalar í fangi foreldra sinna útaf Landspítalanum og útí lífið.
Og að sjálfsögðu mun fáninn þessi sterki stóri blaka stoltur í heimreiðinni þegar nýi Íslendingurinn kemur heim.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
14.6.2007 | 13:23
GRASFLATAR SAFI
Nýjasta æðið hjá henni Eddu minni er að reyna að troða inná mig Hveitigrasvél. Hún hellir yfir mig reglulega sms, emailum og athugasemdum sambandi við þetta mál.
Hvar fæ ég svona vél Edda. Bifreiðar og landbúnaðavélar ætla að senda mér bækling, það er einmitt frábært tilboð hjá þeim núna. Hveitigrasvél Deluxe 700 sem slær og þurrkar og ef maður staðgreiðir þá fær maður baggatýnsluvél í kaupbæti. Ég verð að viðurkenna það að ég var svolítið spennt fyrir hveitigrassafanum svona fyrst um sinn. Vaknaði einn daginn með smá frunsu og datt þá í hug að athuga hvort ég ætti ekki bara að skella í einn hveitigrassafa. Ég fór út í garð og leit á plönturnar, og uppgötvaði þá mér til skelfingar að ég á ekkert hveitigras. Ég hallaði mér upp að girðingunni og var alveg við það að leggja árar í bát þegar ég mundi setninguna sem amma segir alltaf. "ekki láta deigan síga" ég reyndar hélt í mörg ár að hún væri alltaf að segja "ekki láta deigið síga" en það er önnur saga. Jæjja ég breytti ermar framúr höndum og fór inní eldhús, náði þar í pyllsberibest hveiti, stórt glas, einn bolla af vatni og skokkaði aftur útí garð. Ég nefnilega mundi að ég hafði séð gras útí garði einu sinni. Með nýlegri sláttuvél sem ég stal frá nágrannanum sló ég einn fermetra af grasi, fannst það nóg til að byrja með. Blandaði þessu svo öllu saman og drakk. Bragðið var ekki svo ógeðslegt en það sem triggeraði uppköstin voru löngu grösin sem lágu föst í hálsinum á mér og kitluðu mig. Í marga klukkutíma á eftir gat maður séð nokkur grasstrá sem lágu á tungunni á mér og alla leið niður í maga. Ég þurfti að bíða eftir að Guðbjörg kæmi heim svo hún gæti togað stráin í heilu lagi útúr mér. Það truflaði mig líka öggulítið hvernig moldin af grasinu þurrkaði upp tunguna á mér. Hveitið sjálft var mjög kekkjótt og algjörlega bragðlaust, en ég uppgötvaði að vatn og hveiti er ágæt límblanda fyrir þá sem hafa áhuga, ég komst að raun um það þarna því efri vörin (þessi með frunsuna) límdist við tennurnar í efri góm sem gerði uppköstin ákaflega neyðarleg. Síðan þá hef ég ekki fengið mér hveitigrassafa að ráði. Held mig bara við kalt kjúklingasoð og volgan bjór, enda er ég ekki lengur með frunsu.
Edda mín afhverju getum við ekki verið vinir sem fara í bíó saman, eða í göngutúra. Ég held að við ættum að geyma þessi heyvélakaup um stund og sjá til með haustinu. Síðan náttúrulega ef ég fæ ofsaþrá eftir nýkreystum grasflatarsafa þá hringi ég bara í þig og þú reddar því.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
12.6.2007 | 18:24
Kúmen ruined my life
Síðasta sumar fór ég tvisvar hringinn í kringum landið með Eddu Björgvinsdóttur og leikritið hennar Brilliant Skilnaður, voða gaman alveg. Ég reyndar breyttist aðeins við að fara með henni þessa ferð. Því eins og flestir sem þekkja Eddu mína vita þá er hún mikill matarspekúlant og veit hreinlega allt sem hægt er að vita um matarræði. Eftir einn mánuð var ég búin að missa 6 kíló því Edda var stöðugt að segja mér hvaða dauðagildrur lægju í matargerð í ESSO sjoppum úti á landi. Eftir þessa tvo mánuði var ég farin að stressast algjörlega upp og þorði ekki fyrir mitt litla líf að neyta neins nema kannski ef ég fengi það póstsent frá maður lifandi. Nú er aftur komið sumar og minningarnar hellast yfir mig og ég finn mig knúna að gera upp mín matarmál við Eddu ef ég á einhvern tímann eftir að lifa eðlilegu grilllífi með tengdafjölskyldu minni þetta sumarið. Hugrökk sem ég er hef ég ákveðið að skrifa Eddu bréf og ljúka þessum matarharmleik í eitt skipti fyrir öll. Hér fyrir neðan er bréfið ......
Kæra vinkona
Mig langar aðeins að koma inná matarræði þitt Edda mín, ef matarræði skildi kalla, frekar ætti að kalla þetta matar ÆÐI. Því þetta er náttúrulega ekki eðlilegt. Það getur engin lifað á sjálftýndum aspas, andlegum maísbaunum eða sjálfdauðum kúmen fræjum og gengið um og haldið að lífið sé betra. Það er ástæða fyrir því Edda að tófu var ekki fundið upp í gamla daga, vegna þess að tófu er aðal matardjókurinn, ekkert bragð bara gúmmítengingar búnir til úr bönnuðum svifryks nagladekkjum,. Heilsuosturinn sem þú síðan reynir iðulega að troða ofaní mig komst ég að um daginn að eru ónýtar mottur leigðar út frá Fönn í faxafeni. Svo nærri dauða en lífi af þessu matar ÆÐI þarftu að taka aspargífílus, blómadropa, litlar lyga svikapillur úr þrúgusykri og ég veit ekki hvað. Eftir að hafa orðið fyrir þér og þínum matarskæruhernaði, er orðin dauðhrædd við að borða, t.d ég má ekki grilla með álpappír, þá fæ ég alsheimer, ekki tannbursta mig því það er bara klór eitur eða eitthvað, ekki drekka neitt sem heitir light eða diet eða sykurlaust því líkaminn springur á sumarsólstöðum. Ekki labba aftur á bak vegna móðgunar við vatnleystu kúmenbörnin, ekki drekka kaffi því taugakerfið lamast, ekki borða fisk, því það er svo mikill kísill í honum, ekki borða kjúkling vegna þess að þeir eru svo óhamingjusamir, ekki borða kjöt því það eru svo miklar sýrur í því, ekki borða hveiti ég man nú reyndar ekki afhverju. Eina sem ég virðist mega borða er spelt, uuu spelt og jú alveg rétt spelt. Ég er gífurlega óhamingjusöm, hrædd og orðin ein taugahrúga, byrjuð að stama og ligg í fósturstellingunni undir eldhúsborði og sýg spelt teninga milli kvíða klósettferða. Héðan í frá mun lífsmottóið mitt breytast úr brostu við heiminum og heimurinn brosir við þér yfir í Kúmen ruined my LIFE.......................
Bless , hlakka til að heyra í þér Edda mín, kem í kaffi latte bráðlega og mun nota mjólk beint úr kúnni. p.s takk fyrir hveitigrassafann sem þú sendir mér með DHL um daginn frábært að þrífa flísarnar með honum, ég mæli með honum við aðra iðnaðarmenn..
Kveðja Garún
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
11.6.2007 | 20:43
Flugvöllinn áfram í Vatnsmýrinni Takk!
Nú veit ég að það er ekki sniðugt að flytja flugvöllinn úr Vatnsmýrinni, veit það af eigin reynslu get ég sagt ykkur. Mér nefnilega leið þannig í morgun eins og reglulega væri allt skipulagt flug að lenda á líkama mínum. Og við erum að tala um feitu Fokkerana sem koma frá Akureyri og Ísafirði. Þvílíkar harðsperrur. Þannig er mál með vexti að um helgina fór ég í minn fyrsta sleppitúr með Herra Obbobbobb, Diddu skáldkonu, Óskari og Nönnu. Ég man hvað ég var spennt á föstudaginn, hvernig ég sá þessa ferð í hyllingum, ég og hesturinn yfir landið og beina leið í Grímsnesið með hrossin í hagann sinn. Herra Obbobbobb er 83 ára gamall og ég er rúmlega þrítug. Hann var ekkert að vara mig við og segja mér að það reynir á að fara 140 kílómetra á hestbaki sérstaklega fyrir konu með myndarleg brjóst, hann var heldur ekkert að segja mér að allar hestakonur fara aldrei og þá meina ég ALDREI í sleppitúr í brjóstahaldara með spöngum. Hann gleymdi líka að segja mér kallinn að við þyrftum tvisvar að fara yfir þjóðveg eitt með hrossin, sem bara í sjálfu sér er eitthvað sem ég mun fá martraðir yfir. Sem betur fer rétt áður en hrossin mín trylltust af hræðslu við umferðargniðinn við litlu kaffistofuna þá stoppaði maður á jeppa og hægði á umferðinni meðan ég hálfgrátandi af hræðslu með þrjá til reiða tók stökkið yfir. Ég náði ekki bílnúmerinu en ég hugsa fallega til þessa manns, sem sá að ég var í vandræðum og splæsti á mig 30 sekúndum úr sínu lífi svo ég gæti haldið áfram mínu lífi. Mátti þakka fyrir að klárarnir trylltust ekki við bílana sem brunuðu framhjá og flautuðu pirrandi að mér. Heyrði næstum í sumum bílstjórunum "helvítis frekjan í þessum hestamönnum". Ég hefði viljað fara aðra leið og aldrei vera á umferðarvegum, það er nefnilega einmitt sjarminn í hestamennskunni að vera ekki nálægt neinum vélhestum.
Reyndar er erfitt að fá harðsperrur í bíltúrum, en það er svo týpískt einmitt þegar maður ætlar aðeins að fara að hreyfa sig og lifa heilsusamlega þá er eins og líkaminn segi bara stopp. Eftir tveggja daga útiveru og almenna hreysti er ég rúmliggjandi með næringu í æð og á erfitt með að draga inn andann. Harðsperrur eru leið líkamans til að segja manni að það er árið 2007 og ef guð hefði viljað að við hreyfðum okkur hefði hann gefið okkur fleiri lappir.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- malacai
- andreaolafs
- annaeinars
- annagisla
- audurkg
- agustaha6
- alfholl
- beggipopp
- birgittathorsteins
- birna-dis
- bjarkitryggva
- bjarnihardar
- bjarnthor
- bjork
- brandurj
- bros
- gattin
- bryndisisfold
- cerebellum
- dagmar
- rafdrottinn
- draumur
- saxi
- einari
- esv
- einarorneinars
- elinarnar
- ellasprella
- emblan
- jaherna
- fravik74
- vinursolons
- franmiller
- kransi
- trukona
- eddabjo
- dee
- skodun
- birkire
- hronnsig
- ingveldurthe
- jenfo
- jonaa
- jona-maria
- prakkarinn
- lotta
- lillagud
- lindalinnet
- bidda
- maggaelin
- margretsverris
- marypoppins
- marjasig
- nexa
- olinathorv
- pallmagnus
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- roslin
- zigrun
- joklamus
- stjornlagathing
- lehamzdr
- steinunnolina
- sunnad
- svala-svala
- thelmaasdisar
- bliss
- william