Færsluflokkur: Bloggar
22.7.2007 | 16:14
Full þakklætis
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
19.7.2007 | 15:00
Opið bréf til Guðs
Hæ ég heiti Garún. Mér finnst gott að vera lítil, þótt ég sé reyndar með brjóst á við konu sem er 180 og á erfitt með að halda jafnvægi. Það er nú bara þannig að í mínu tilfelli þá gaf Guð og hélt bara áfram að gefa. Takk kærlega Guð,
Einn bara að flippa, ha ha sjáum dverginn reyna að kaupa brjóstarhaldara...hahahah geðveikislega fyndið. Hahaha sjáið hana reyna að spila fótbolta hahahaha ógeðslega fyndið getur ekki legið á maganum hahahaha.
Ég er alveg á því að Guð sé ekki eins klár og allir halda, til dæmis hvað var hann að pæla þegar hann bjó til Hýenur, hvað gera þær, hýenast og naggrísir, hvað naga þeir grísi.
Munið þið eftir því í skóla, þegar við vorum látin gera mengi, munið þið? setja eplin í eitt mengi og appelsínur í annað. Ég, hýenur og naggrísir erum í sama menginu. Algerlega ónothæf.
Eftir að ég handleggsbrotnaði hef ég velt hæfileikum Guðs í verkfræðideildinni fyrir mér, já ég veit allir segja að líkaminn sé kraftaverk og bla bla bla, en ég segi: Hálfklárað verk.
Við erum t..d enn með rófubein, ekkert funksjón í rófubeini, nema þegar maður brákar það, þá er vont að kúka, sitja, labba og bara hreinlega hreyfa sig. OK Já já einu sinni vorum við amöbur og syntum með rófunni, en það var í gær skiljið þig, nú er árið 2007 og mér finnst það bara basic mannréttindi að ganga um í velhönnuðum líkama. Annað væri það nú ef við gætum látið rófubeinið vaska upp eða þvegið bílinn. Nei Guð er sofandi risaeðla.
Annað sem er heimskulegt, Lappir, ekki átta, ekki fjórar, nei bara tvær. Það er alveg takmarkað að hafa bara tvennt af einhverju, ég er hagsýn, ég hef alltaf þrennt af öllu. Meira að segja flugvélar eru með þrennt af öllu ef ske kynni að eitt af þessu tvennu myndi bila.
Síðan er maður bara lengi á leiðinni útum allt með þessar tvær heimsku lappir. Alltaf einhvern veginn labbandi og það er hundleiðinlegt. Ég nota bíl alltaf, ef það væri hægt þá myndi ég nota bíl til að fara á klósettið.
Ég trúi því að ef Guð hefði viljað að við löbbuðum þá hefði hann gefið okkur fleiri lappir. Nei nei hann lét kóngulærnar fá lappirnar, alveg rosa gott move.
Til hvers í ósköpunum, þarna var hann ekki að hugsa...Hversu mörg sporin hefði hann sparað okkur ef við hefðum lappirnar sem kóngulærnar fengu, vinnuvikan yrði styttri allaveganna, allir rosa fitt, og þá hefði fólk virkilega tíma með fjölskyldunni. Labba upp á Everest ekkert mál, klukkutími tops. Nei kóngulærnar fengu lappirnar, hafið þið til dæmis einhvern tímann séð rosalega busy kónguló, bara verslandi, vinnandi úti, með krakkanna í göngutúr. Nei þær hanga bara í einhverjum vefjum í einhverju kóma þangað til maturinn flýgur til þeirra. Sniðugt að hafa allar þessar lappir! Pælið í því, þú liggur uppí sófa, ert að leggja þig og fljúgandi kóteletta með bernaise sósu bara lendir uppí þér. Stundum verð ég brjáluð þegar ég hugsa um þessa hönnunargalla Guðs. Einmitt góð rök fyrir því hversu mikilvægt er að mennta sig. Haldið þið að við værum svona ef Guð hefði til dæmis bara farið í listaháskóla og lært Grafíska hönnun eða tækniteiknun. Ok nei kannski ekki sniðugt þá væri ég örugglega með brjóst á rassgatinu, það er náttúrulega aldrei að vita með Guð, hann hefði örugglega farið og lært nútíma videóverk og við værum öll, ljóðaröflandi hýenur, fljúgandi um himinhvolfið, blá og útur kjaftinum kæmu loftbólur með blómum og eitthvað vesen ....allir nema ég , ég væri örugglega naggrís. Afsakið ég er bara pirruð á að vera handleggsbrotin og bara með eina vinstri hendi sem er svo óvön því að vera notuð að ég get ekkert gert með henni.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
18.7.2007 | 01:57
Klikk klukk
Þá er búið að klukka mig ok. tek áskoruninni.
Hér eru 8 hlutir um mig.
1. Ég vil lesa Andrés Önd meðan ég borða morgunmatinn
2. Ég held því fram að ég geti tjáð mig við dýr
3. Ég hef dottið úr koju í hestaferð
4. Ég hef ryksugað í klukkutíma og ryksugan ekki í sambandi
5. Idolið mitt er Carl Sagan stjarneðlisfræðingur
6. Ég er með þráhyggju gagnvart tölunni 8.
7. Ég er viss um að ég muni leikstýra Ísfólkinu fyrir fertugt
8. Ég er 164 en finn ekki hæðarmun á mér og manni um tvö metra.
Þetta er allt saman alveg satt, og ég hef einungis trúað sálfræðingum og djáknum fyrir þessum staðreyndum.
En ég ætla að klukka.
Bros
Bjarnþór
Björk
Eddu Bjö
Skoðun
dee
Ingibjörgu
og dagmar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
16.7.2007 | 11:40
Hefnd svefnpokans. 1 þáttur.
Takið nú lagið "hver ekur eins og ljón með aðra hönd á stýri" og syngið textann með hér að neðan!
"Hver fer í hestaferð og dettur svo úr koju? Garún litli klaufi - Garún litli klaufi"
Einmitt, ég fór í 6 daga hestaferð í Borgafjörðinn á föstudaginn síðasta. Fyrsta kvöldið var æðislegt, frábært veður, frábærir félagar og herra Obbobobb lék á hvern sinn fingur. Síðan fór ég að sofa, sem ég hef gert oft áður nema í þetta sinn var ég í glænýjum svefnpoka, sem Guðbjörg keypti í Borganesi. Ég hef alltaf haldið því framm að maður eigi að kaupa svefnpoka nálægt lögheimili sínu, annars gerast slæmir hlutir. En jæjja, í efri kojuna fór ég og tróð mér í svefnpokann og sofnaði. Klukkutíma seinna virðist líkami minn hafa farið óbeðinn í slagsmál við svefnpokann, enda góðu vanur og þolir ekki þegar þrengt er að sér. Frammúr kojunni skutlaðist ég og lenti með andlitið á undan. Lá þar síðan hálfrotuð og vönkuð. Hægri hendin bögglaðist undir mér og ég er núna með stærðarinnar gips sem gerir áslátt á lyklaborð tölvunnar næstum ómögulegan. Ég hélt samt áfram að sofa og næsta dag, fékk ég aðstoð við að setja hnakk á krissu hryssu og tók Nótt til reiðar. í 30 km hestaferð fór ég samt og reið með vinstri þar sem mér var ákaflega illt í hægri. Um þrjú leytið var mér farið að sundla og orðið frekar flökurt og Obbobbobb vissi að það var eitthvað að því ekki þáði ég bjórinn. Guðbjörg kom um kvöldið og keyrði mig heim. Þannig að fyrsta hestaferð mín þetta sumarið var einn dagur í Borgarfirði og hálfur dagur uppá slysó, með heilahristing og bátsbeinið brotið. En jæjja gleymum því og syngjum saman. Munið notið lagið Bjössi á mjólkurbílnum.
Hver fer í svefnpoka og tekur síðan stökkið, Garún litli klaufi, Garún litli klaufi.
Hver sefur beislislaus og dettur svo af baki, Garún litli klaufi, Garún litli klaufi.
Jæjja endilega komið með aðrar ljóðlínur svo ég geti sungið þetta fyrir síðasta kvöldið í hestaferðinni.
Kveðja Garún handleggsbrotna. p.s Það var mjög erfitt að skrifa þetta blogg. Gips er ekki góður lyklaborðsaðstoðarmaður.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
6.7.2007 | 15:05
Veður er hugarástand
Ég er ein af þeim sem er ekki brúnku óð. Þoli vel að vera inni meðan sólin skín, þarf ekki að hlaupa útá Shell og kaupa badminton spaða eða frísbí disk. Ég er svona týpísk bóndabrúnku kona, verð brún á handarbökunum og í andliti með flotta litaskiptingu í hálsmálinu. Það finnst mér fínt, enda er ég ekkert að sýna neinum restina af líkama mínum. Ég forðast sundlaugar í góðu veðri, því þá eru þær pakkaðar af fólki í nýjustu bikiníunum og með þriggja daga jafna brúnkuskorpu sem mun síðan hverfa á skemmri tíma en tók að ná sér í hana. Afhverju er brúnka svona eftirsótt? Sólin er í mínum huga 400 sinnum stærri vítishnöttur heldur en jörðin og sendir banvæn sólgos reglulega í átt til okkar, það er stórhættulegt að horfa á hana með berum augum og geislar hennar brenna húð okkar og óvarin getum við fengið krabbamein. Kannski er ég bara bitur því ég hef ekki þolinmæði í að liggja tímunum saman í sólbaði, svitna, fá hausverk af hita, og sólblindu. Og í guðanna bænum ekki taka þessu eins og ég sé að dæma aðra sem geta legið í sólbaði, alls ekki. Mér finnst bara skrítið að þessi rússneska rúlletta við sólina skuli vera svona eftirsótt. Ég er þannig týpa að ég myndi ekki sitja inni og blogga ef það væri brjálaður skafrenningur úti, þá væri ég úti að leika mér.
En áfram með góða veðrið, hættið þið bara að hringja í mig og hneykslast á því að ég sé inni af því að það sé svo gott veður.......Veður er bara hugarástand og maður á ekki bara að vera úti þegar það er gott veður....
p.s ég er farin út núna, því það er svo helv....gott veður. AAArrrggg
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
1.7.2007 | 20:18
Hvernig sér framtíð nútiðina?
Jæjja nú er ég búin að vera útí sveit í eina viku. Komin aftur til siðmenningarinnar.
Ég ætla að blogga ferðasögu mína hérna næstu daga.
Einn daginn fórum við í byggðarsafnið á Skógum, ég Guðbjörg og litli gutti. Litli Gutti er 6 ára og ég var alveg viss um að hann yrði fyrir menningarsjokki á safninu. En nei, í tvo og hálfan tíma dróg hann okkur æstur á milli herbergja og útskýrði nánast alla hluti fyrir okkur. T.d. Söðull var notaður af mönnum sem misst höfðu aðra löppina, straujárn frá aldamótunum var leikfangaskip fyrir krakkana í gamla daga og hlóðir voru lítil baðkör. Ég hef aldrei skemmt mér eins mikið og þennan dag. það sem vall uppúr barninu. Hann vissi hvað hver einasti hlutur var. Við vorum síðan orðnar þreyttar við stelpurnar og langaði að fara heim og drekka kaffi. Nei, ekki að ræða það hjá litla gutta. Hann vissi að það voru heilu húsin eftir að skoða, því á minjasafninu á skógum eru mörg hús innréttuð eins og í gamla daga. Við dröttuðumst á eftir honum sárfættar meðan hann útskýrði fyrir okkur torfbæi og gaf okkur svona byrjenda námskeið í járnsmíði inní einni skemmunni. Eftir nokkur hús ákváðum við að stoppa þessa leiðsögn og sögðum honum að húsin sem við höfðum enn ekki farið í væru ekki gömul og þar byggi fólk og við þyrftum að emaila þeim eða senda þeim sms ef við ætluðum að kíkja til þeirra. Hann horfði á mig tortryggnum augum svo ég flýtti mér að múta honum með súkkulaði útí bíl. Hver segir svo að æska landsins hafi engan áhuga á sögu forfeðra sinna. En hvernig verður þetta árið 2055 þegar krakkar þess tíma spyrja ömmur sínar og afa hvernig lífið hafi verið í gamla daga. Maður getur rétt ímyndað sér svörin. Amma gamla situr afturí í einhverri geimskutlunni og segir frá:
í gamla daga höfðum við bara playstation tölvur til að stytta okkur stundir og fullorðnir höfðu PC tölvur sem þeir gátu unnið á, þeir sem höfðu meira á milli handanna áttu þá yfirleitt vél er kölluð var macintosh og var svona heldri manna PC. Þær áttu nú það samt til að bila oftar en PC.
Börnin eru á þessum tímapunkti komin með skelfingarsvip yfir lífsgæðum áa sinna og þau yngri farin að gráta. Amman heldur áfram og augnaráðið gefur til kynna að hún er horfin á vit æskuára sinna. þegar við vildum svo ná í einhvern, vorum við með tæki á stærð við lófann á okkur. Það kallaðist farsími, í gamla daga ef maður vildi tala við einhvern valdi maður tölur frá einum uppí 9 og 0, sjö tölur og þurfti að ýta á þartilgerða takka framan á tækinu til að velja tölurnar. Síðan þegar það var búið valdi maður annan takka sem á var iðulega mynd af grænu símtóli sem er enn eldri uppfinning og orðin var úrelt í mínum barnsdómi. Síðan beið maður og setti tækið upp við eyrað á sér og hlustaði á tón, DÚ þögn DÚ alveg þangað til manneskjan sem átti númerið svaraði, þá gat maður fyrst talað við hana..
Nú sussa foreldrarnir á ömmu gömlu og biðja hana um að tala varlega í kringum þau yngstu. nú jæjja hnussar þá amma en heldur áfram í gamla daga voru notuð orð eins og mega, fucking cool, og whatzz up í öðru hverju orði og talaði maður varla saman nema að koma þessum orðum inní setningu.
Svona gæti þetta orðið, og kannski á minjasafninu í Skógum verða allir þeir hlutir sem þú átt núna til sýnis og fólk í framtíðinni mun ganga í lotningu framhjá mununum snortin af einfaldleika fortíðarinnar. Hver veit.
En ég hef ákveðið að hætta í kvikmyndagerð og gerast umboðsmaður leiðsögubarnins. Þeir sem hafa áhuga á skoða söfn með honum vinsamlegast hafið samband. Hann verður með kynningarferð í þjóðminjasafninu, fatadeild næstkomandi þriðjudag kl.14:00. Ótrúleg skemmtun og ég lofa að þið hafið ekki áttað ykkur hingað til á öðrum funksjónum hinna ýmsu hluta.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
23.6.2007 | 17:55
Grunaði ekki Gvend
Í bráðum aldar fjórðung hef ég sagt þetta við systkini mín. Mér hefur fundist þvílíkt gap vera á milli okkar vitsmunalega séð. Ég er afar þakklát þessum vísindamönnum sem lögðu útí þessa óeigingjörnu og þörfu vinnu. Á þessum síðustu og verstu tímum eru rannsóknir á við þessa nauðsynlegar fyrir andlegt atgervi okkar og þróun okkar sem vitsmunalíf í heiminum. Það minnir mig á þátt sem ég sá fyrir nokkru og var einmitt svona "gáfuþáttur" þetta var fjórði þátturinn í Star Trek Enterprise og þar var Vúlkani að tala við jarðarbúa sem var að rökræða við hann um tilfinningar, Vúlkaninn sem var greinilega elsta barnið í sinni fjölskyldu endaði umræðurnar með ákaflega hnitmiðaðri röksemdarfærslu. "just because you smile and like chicken, doesnt mean you have mastered your emotions".
Það er reyndar eitt í þessari grein sem að mínu mati dregur úr áræðanleika hennar og það er að rannsókn þessi var gerð á 250.000 norskum mönnum. Ég ætla að senda bréf til þessara vísindamanna og gefa þeim gsm númerið mitt, þeir geta séð þetta klárlega í minni fjölskyldu, þar sem gáfur og góð gen fóru öll í fyrsta barnið.
Ef þið trúið mér ekki þá eru hér nokkur dæmi um gáfumunstur.
Elsta barnið (ég). = Hef ekki gert neitt heimskulegt
Næst elsta (thelma) = Hélt einu sinni að það væri hópur vinnumanna að setja ljósasseríu á Esjuna, kom þá í ljós að það var upplýstur byggingakrani í forgrunni.
Næst yngsta (thórey) = á í erfiðleikum að setja inn athugasemdir hér inni á bloggið vegna þess að þá þarf hún að leggja saman.
Yngsta (William) = Trúði því fyrstu þrjú árin að ég væri forseti Íslands.
Ef þetta er klárlega ekki sönnun þá veit ég ekki hvað.
ATH. FRÉTTIN SEM UM RÆÐIR ER HÉR FYRIR NEÐAN....(Edda Bjö og Björk)
Elsta systkinið gáfaðast | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
22.6.2007 | 16:00
Afhverju milli kl. 5 og 7 á morgnanna
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
19.6.2007 | 23:26
Kvenleiki og annar kranleiki
Svona reglulega þá vakna ég til meðvitundar um sjálfa mig sem konu, það er að segja ég vakna við tilfinninguna um kvenleika minn. Þetta er farið að gerast í ríkari mæli. Það hellist yfir mig að ég þurfi að eiga svona kvenleika stund, einhver brenglun viðurkenni ég en tilfinningin er svo sterk að ég fylgi henni þó að útkoman sé ekki endilega ákjósanleg. Þetta byrjaði allt milli jóla og nýárs síðast og ég kenni aðgerðarleysi um. Mig langaði í fyrsta sinn að fara í svona dekurbað, eins og mér fannst eiginlega alltaf allar konur í kringum mig gera. Ég lét renna í baðið og kveikti á nokkrum kertum og slökkti loftljósið. Háttaði mig, tók af mér gleraugun og lét mig renna ofaní slakandi vatnið. Eitthvað fannst mér vanta, mundi þá að Vigga vinkona hafði gefið mér svona baðbombu í jólagjöf. Reisti mig við og teygði mig í baðkörfuna í hillunni. Fann bombuna og setti í baðið. Lokaði augunum og lét bombuna leika um líkamann. Fannst reyndar rosalega sterk lykt af þessari bombu, en hélt það út. Eftir 10 mínútur var sítrónulyktin orðin svo sterk að mér stóð ekki á sama, það flaug í huga minn að kannski væri ég bara með ofnæmi fyrir sítrónu baðbombum. Ég teygði mig í pakkningarnar af bombunni, setti á mig gleraugun og las innihaldið. Eftir smá lestur, skutlaðist ég uppúr baðinu á ljóshraða og kastaði mér í sturtuklefann þar sem ég tók grenju atriðið úr the crying game. Ég hafði nefnilega sett klósettilmbombu í slökunarbaðið mitt.
Tveim vikum seinna var ég búin að gleyma þessu með slökunar taugaáfalls baðið og kvenleika tilfinningin helltist yfir mig aftur. Aftur kenni ég aðgerðarleysi um, því mér leiddist. Ég hafði séð í sjónvarpinu svona konur með maska og gúrkur framan í sér. Ég hugsaði með sjálfri mér að ég þyrfti nú að gera þetta, kannski ættu allar konur alltaf að setja á sig maska reglulega, það hafði bara gleymst að segja mér það. Ég stökk út í Nettó og ákvað að kaupa mér svona maska dót. Í hillunni voru fullt af snyrtivörum, og ég áttaði mig á því að það eru til krem fyrir hvern einasta blett á andlitinu og þau krem eru líka til fyrir allar tegundir húða. Þar sem ég stóð og leitaði rann það upp fyrir mér að ég hef ekki hugmynd um hvaða húða tegund ég fæddist með. Snerti andlitið á mér og vonaði að kvenleika tilfinningin væri það sterk að svarið myndi poppa uppí hugann á mér. Eina sem kom var orðið aþena sem ég veit að er höfuðborg Grikklands. Áfram leitaði ég og fann þá svona loftþéttar umbúðir með ljósmynd af konu framan á sem er öll útí leðju. Konan var brosandi á aldur við mig og með ljóst hár. Jæja þetta yrði að nægja mér. Ég keypti pakkann og þaut heim, full tilhlökkunar. Ég fór strax inná bað, og makaði leðjunni beint úr pakkanum í andlitið á mér. Nú vantaði mig bara gúrkur. Ísskápurinn var hálftómur og engin gúrka til þennan dag, en ég fann aftur á móti tvo kokteil tómata í neðstu hillunni. Gúrka Vs Tómatar. Ég tók þá afstöðu að tómatar væru líka gúrkur og þar af leiðandi lagði ég mig uppí sófa með þaraleðju og tómata í andlitinu. Setti Mike Oldfield í spilarann og slakaði á. Eftir fimm mínútur fann ég fyrir hita sem magnaðist í andlitinu og skrítna tilfinningu í eyrunum eins og þau væru að dofna upp í kulda. Stuttu seinna kom skemmtileg blanda af sviða og bruna tilfinningu. Nú var mér hætt að standa á sama og var farin að efast um ágæti ákvörðuninar að nota tómata. Ég stóð upp og las aftan á pakkann. Jú jú þarna var talað um á ljóðrænan hátt hversu frábær þessi leðjuþari væri og að allar konur endurfæddust með því að bera hann á líkama sinn. Þarna stóð ekkert um tómata. En neðst niðri með risastórum stöfum stóð DO NOT UNDER ANY CURCOMSTANCES PUT ON FACE AREA. Ég las þetta þrisvar áður en ég snéri pakkanum við og leit á ljósmyndina. Jú jú ljóshærða glaða konan var ÖLL útí leðju nema í andlitinu, þar var hún með maskara og varalit. Aftur skutlaðist ég í sturtu og tók aðra senu úr the crying game. Og til að gera langa sögu enn lengri þá voru eyrun á mér dofin í þrjá daga á eftir og ég með þriðja stigs brunabletti í andlitinu í viku.
Svo næst þegar ég fæ svona kvenleika tilfinningu ætla ég að skutlast niðrí ríkið á Dalvegi, kaupa mér Budweiser, klæða mig í hlýra bol og horfa á formúluna. Ég er ekki fær um að dekra öðruvísi við sjálfan mig, því miður mig vantar þetta gáfugen sem þarf til líkamlegs dekurs.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
18.6.2007 | 22:45
Í tilefni af sjómannadeginum, æi þarna um daginn
Bara svo það sé á hreinu, Íslendingar eru hörkutól. Það virðist vera genetískt að við erum alltaf hörð og viljum smá glímu við náttúruöflin. Við erum sjómannsþjóð, veður barnir sjómenn, sem með handafli hafa barist við veðurguðina, ölduganginn, og kuldann bara til þess að halda lífi í þjóð sem heima húkir undir hangandi snjóflóðum, illviðrum, jarðskjálftum og eldgosum. En svona viljum við hafa þetta, við erum hetjur og hetjur þurfa jú eitthvað til að berjast við annars eru þær nú engar hetjur ef út í það er farið. Ég er ekki sjómaður, ekki einu sinni nálægt því, verð sjóveik í baði og missi jafnvægið í sturtu. Ég er ekki sjómannshetja, mín barátta við náttúruöflin felst í því að velja mér grænu, rauðu eða bláu flíspeysuna mína meðan ég berst í veðurofsanum fimm metra að bílnum mínum. Ég fer að grenja ef það er skafrenningur og digital sambandið við stöð tvö frís í 10 sekúndur.
Ég er afleiðing hetjuskapar annarra.
Hvernig væri það ef ég hefði fæðst sjómaður:
Mín hugmynd um sjómenn er að ég held örlítið brengluð. Frændi minn er sjómaður, hann hristir oft hausinn yfir hugmyndum mínum. Ég sé hann fyrir mér í vonsku veðri, beran að ofan, vöðvastæltan, útitekin í appelsínugulum regnsmekkbuxum, með pípu og með einu handafli dregur hann inn aflann og gnístir tönnum. Rennblautur og rjóður í kinnum leysir hann fiskinn úr netinu með heimatilbúna vasahnífnum sínum, sem hann nagaði sjálfur úr rekavið. Þegar þessu er lokið og hver aldan á fætur annarri hefur brotist yfir hann réttir hann úr sér og öskrar. Hann hefur sigrað. Síðan stekkur hann að stýrinu og stýrir bátnum hlægjandi uppí ölduna, sem frussast yfir hann. Hann haggast ekki. Hann hnýtir síðan stýrið fast við dekkið með veðruðum kaðli, byrjar síðan að klífa mastrið til að sjá hvert hann sé að fara, hann þarf þess reyndar ekki, innsæið og eðlisávisuninn segir honum það og hann þekkir hafflötin eins og lófann á sér. En til öryggis og aðallega vegna forvitni klifrar hann upp í mastur og lítur sjóndeildarhringinn. Vaggandi báturinn og brakið sem því fylgir hefur engin áhrif á hann. Hann strýkur yfir skeggið meðan hann lætur sig renna aftur niðrá dekk í einni salíbunu. Krafturinn, þolinmæðin og þrautseigjan er honum í blóðborið og staðinn fyrir blóð rennur í honum saltur sjór.
Einmitt, ég spurði frænda minn einu sinni hvort þetta væri ekki málið, hvort ég hefði bara ekki akkúrat hitt naglann á höfuðið. Honum fannst ég fara nærri lagi, hann væri nú reyndar yfirleitt ekki ber að ofan, en það var rétt! hann átti appelsínugular regnsmekkbuxur.Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 207253
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- malacai
- andreaolafs
- annaeinars
- annagisla
- audurkg
- agustaha6
- alfholl
- beggipopp
- birgittathorsteins
- birna-dis
- bjarkitryggva
- bjarnihardar
- bjarnthor
- bjork
- brandurj
- bros
- gattin
- bryndisisfold
- cerebellum
- dagmar
- rafdrottinn
- draumur
- saxi
- einari
- esv
- einarorneinars
- elinarnar
- ellasprella
- emblan
- jaherna
- fravik74
- vinursolons
- franmiller
- kransi
- trukona
- eddabjo
- dee
- skodun
- birkire
- hronnsig
- ingveldurthe
- jenfo
- jonaa
- jona-maria
- prakkarinn
- lotta
- lillagud
- lindalinnet
- bidda
- maggaelin
- margretsverris
- marypoppins
- marjasig
- nexa
- olinathorv
- pallmagnus
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- roslin
- zigrun
- joklamus
- stjornlagathing
- lehamzdr
- steinunnolina
- sunnad
- svala-svala
- thelmaasdisar
- bliss
- william