Færsluflokkur: Bloggar

Að baka vandræðalega!

Sumir baka vandræði aðrir baka dásamlega köku en svo eru aðrir sem baka dásamlega köku þannig að það verður vandræðalegt!  Ég er ein af þeim (sjá mynd).  En líka eitt!  Hvaða fáviti gerir uppskrift þannig að kakan sjálf passar í formið en síðan þekur kremið sjálft cirka 10 fermetra.  Really!!!  Þegar ég var búin að jafna mig á glassúrklúðrinu mikla fórum við Einar, Obboboob og María útá Garðskagavita að kíkja á Byggðarsafnið.  Obbobobb varð soldið starstruck við að sjá Garðskagavita þar sem hann er búin að hlusta á í næstum heila öld á veðurfréttir og þar er alltaf verið að tönglast á þessum vita og nú var hann bara í námunda við hann.  Einari fannst ekki eins spennandi að vera nálægt carakter úr veðurfréttunum enda löngu hættur að hlusta á spár yfir höfuð, það nægir honum að vita hvort það sé snjór eða ekki!  Það er alveg geggjuð upplifun að fara inná byggðarsafn með svona gaurum þeir trylltust alveg og bentu á hina og þessa hluti sem þeir könnuðust við og kunnu skil á.   Þeir rifu allt úr hillunum og föðmuðu hlutina að sér eins og fortíðin hefði komið og tekið utan um þá, þeim var skítsama hvort á öllum hillunum stóð "vinsamlegast snertið ekki munina" enda voru þeir ekki snertir, þeir voru knúsaðir.  Þarna voru mjólkurbrúsar, skilvindur, handgerð orgel, skinnskór, símstöðvar, kerrur, amlóðir og bla bla bla sem ég er búin að gleyma hvað heitir.  Allt þetta könnuðust þeir við og kunnu að nota eða vissu í hvað það var notað.  Eftir fortíðarnostalgíuna fórum við í bíó á G.I Joe og þá slökkti bara Obbi á heyrnatækjunum sínum því honum fannst leikaraskapurinn í leikurunum alveg yfirgengilegur og myndin og söguþráðurinn bull og vitleysa!  Jamm frábær dagur!  p.s Ef þið viljið uppskriftina af kökunni hér að neðan þá er það guð velkomið en ef ekki þá skil ég það vel!  Góðar stundir
KakaGarðskagavitiFélagar

Tungumálaerfiðleikar

Frábær dagur.  Fór á hestbak með Au Pairinu og það var dásamlegt.  Fórum og skoðuðum kerið í Grímsnesi og fengum okkur smyrsl og rabbabaraköku á Sólheimum.  Herra Obobobb fór með okkur og það var stórkostlegt að fylgjast með samskiptum og tjáskiptum á milli Herra Obobobb sem talar bara fornaldar íslensku og Holly Ástrala þegar þau voru að reyna að setja hnakk á hestinn.  Ég ákvað að hjálpa þeim ekki neitt og ég pissaði næstum í mig þegar Herra Obbi sagði stöðugt "of stutt, þetta er of stutt" og hún svaraði honum fullum hálsi "short, I think it is too short" Þannig héldu þau áfram í tíu mínútur  með viðeigandi handapati og án þess að gera neitt alveg þangað til Obbi hristi bara hausinn og lengdi í ístöðunum.  Þá var Ástralinn búin að reyna að túlka það sem hún meinti í dansi, með látbragði, búin að hækka röddina og farin að tala bjagaða ensku með sterkum áherslum.  Það eina sem hún átti eftir var að lemja gamla manninn með blautu handklæði.  Ég sat sem fastast á Krissu hryssu og hló að þeim tala um nákvæmlega það sama.  Er lífið ekki yndislegt!!!   
TungumálafuckKvikyndi á kvikyndiAu Pair í Kerinu


Another one bites the dust!

VeðurTökum á Sumarlandinu lauk í nótt.  Ein fallegasta sumarnóttin var síðasti tökudagur í þessari mynd.  Þegar ég kallaði "wrapp" lauk ég aftur augunum og þakkaði öllum þeim æðri öflum sem fylgt hafa okkur í þessum tökum fyrir frábært veður.  Oft er nefnilega erfitt að taka upp mynd á Íslandi og reyna að láta veðrið passa við senur sem við tökum í dag við þær sem teknar voru í gær.  Ég er samt soldið lurkum lamin eftir þessa vertíð enda reynir alltaf soldið á þessar kvikmyndavertíðir þrátt fyrir að þessi mynd hafi verið sérstaklega yndisleg og skemmtileg í upptöku.  Á næstu dögum þarf ég að raða veruleikanum aftur inní mitt líf, opna póstinn minn, kynnast fjölskyldu minni uppá nýtt og rifja upp nöfn vina minna.  Síðan þegar lífið er komið í eðlilegar horfur aftur þá kemur næsta "jobb" og geðveikin byrjar uppá nýtt.  En í dag ætla ég að læra að versla aftur í matinn, fara á leynifund og spila póker inní nóttina.  Góðar stundir..


Vertíðin hálfnuð!

Kvikmyndagerð er eins og sjómennska í landi.  Vertíð.  Að taka upp heila bíómynd þýðir það að maður getur ekkert planað fyrir sjálfan sig eða gert plön með öðrum það tímabil sem tökur fara fram.  Yfirleitt 5 til 6 vikna tímabil þar sem unnið er 14 tíma á dag í öllum veðrum og hvernig sem manni líður eða hvað sem á gengur í lífinu í kringum mann.  Hef sloppið við margar fermingaveislur og misst af mörgum partýum og grillveislum vegna vinnunnar.  Stundum er líka einmannalegt að gera ekkert annað en að sofa og vinna og heyra frá vinum sínum sem eiga helgarfrí og geta gert eitthvað á kvöldin með öðru fólki .  En það er jákvæð hlið á vinnunni minni.....ENGIN MÍNÚTA ER EINS!!! OG ÞEIR LEYFA MÉR AÐ KEYRA GRÖFU.  Jamm stundum þurfa litlir dvergar ekki meira.  Það var nú samt dáldið vandræðalegt þegar ég klifraði uppí gröfuna og náði ekki niður á pedalana!  Hver hannar þetta drasl?  Og svo er ekki heldur gert ráð fyrir að dvergar þurfi að komast uppí gröfu og missti ég kúlið næstu árin við að klifra uppí húsið.  Var reyndar seinna bent á ýmis handföng sem eru vel falin til að aðstoða hæða öryrkja í sætið. 
Engin stigiPedalarEinbeittur brotavilji


Bryggjan tilbúin!...eða svoleiðis

Nú er þetta allt að koma.  Bryggjan er tilbúin.  Bara eftir að þekja hana með tjöru og elda hana aðeins.   Nú byrjar Daníel á útsýnisturninum og ef hann verður eitthvað í líkingu við bryggjuna þá guð minn góður.  Í lok Ágúst verður síðan haldin bryggjuhátíð í Hafnaborg og öllum boðið!  Vitið þið að það er eitthvað svo sexý við það að fá hugmynd, plana hana og sjá hana fæðast!  Að framkvæma er the new drug!  Og takk takk elsku besti Daníel!

Bryggjan tengist sjonumBryggjudansBryggjan klár


Au pair af himnum!

Úff vá.  Er lífið ekki stórskrítið?   Ég er á fullu í tökum á kvikmyndinni Sumarlandið og það er búið að vera geðveikt gaman og stórfurðulegt!  Tökur ganga svakalega vel og það er mikið hlegið! Enda erum við að gera grínmynd.  Nema hvað ég er komin með Au Pair frá Ástralíu, hana Holly Mae Thomas.   Þannig var að síðasta laugardag vorum við að taka upp atriði á BSÍ þar sem einmitt aðalsöguhetja myndarinnar rænir túristum (útskýri ekki frekar).  But often life imitates art.  Mig vantaði aukaleikara fyrir eitt skot myndarinnar og hafði enga, inn um hurðina á BSÍ gekk par og ég vatt mér upp að þeim og spurði hvort þau væru að koma eða fara!  Þau kváðu á erlendu tungumáli að þau væru að koma og væru meira að segja nýlent frá New York og ætluðu sér að skoða landið.  Ég brosti bara og spurði hvort þau væru nú ekki túristar!  Þau kinkuðu kolli hálf hissa.   "Great" sagði ég og plataði þau að leika einmitt túrista í þessu atriði.  En eins og svo oft vill verða í kvikmyndagerð þá dróst þetta litla atriði einmitt á langinn og þau sátu með ferðatöskurnar sínar eins og góð lömb og biðu í fjóra tíma og léku á milli.  Þegar því var lokið höfðu þau kynnst okkur vel í crewinu og ég lofaði að sækja þau daginn eftir og fara með þau í sjósund.  Sem ég og gerði.  Það endaði með því að þau gistu hjá mér, ég lánaði þeim bílinn minn og þau keyrðu um allt Ísland á þremur dögum!   Ég hélt að þau væru par en þau þekktust ekki neitt.  Maðurinn frá Bandaríkjunum og stúlkan frá Ástralíu.  Pælið í örlögunum!  Við þekktumst ekki neitt en eitt "hæ viltu leika í bíómynd" hefur undið uppá sig og við erum búin að bralla heilmikið saman.  Hann er nú farin heim en hún er eftir og gistir í gestaherberginu!   Svo algerlega óumbeðið á meðan ég er í 12 til 14 tíma tökum hafa Þau skipt um dekk á bílnum mínum, þrifið hann, þrifið heimilið mitt, farið í endurvinnsluna með dósirnar mínar, týnt blóm og skreytt húsið.   Hún kom tvisvar aftur að  leika í myndinni og kynntist fleiru fólki og þau tóku hana með sér til Víkur þar sem hún ætlar að vera um helgina.  Síðan kemur hún aftur og verður hjá mér í nokkrar vikur.  Er lífið ekki ótrúlegt.   Á einu bretti færði máttur okkur æðri mér Will og Holly Mae!   Stundum held ég að ég verði ekki eldri hvað lífið er skemmtilegt! 
Ég að sjálfsögðu tók þau í sjósund, bæði heitt og kalt og síðan fórum við til Grindavíkur og dönsuðum vals á Lukku Láka. 
Nýir vinirRændu túristarnir á ristSnillingur


Vatnsberi Vs Sporðdreki

Sko miðað við stjörnuspá dagsins í dag á Mbl er ég svakalega þroskuð og vel gefin manneskja sem oftúlkar ekki stjörnuspár gerðar til dægrardvala.  Annars hef ég aldrei skilið þetta orð!  Til dægrardvala!  Finnst þetta fallegt orð og allt það, en það fer í flokkinn með öðrum skrítnum orðum eins og "gimbill, þverballa, dósent, svartnætti og heimasæta"!.   Mamma er sporðdreki og eins og allir vita þá eru þeir alveg spinnigal og algjörlega óútreiknanlegir og vitið þið eitt?  Það virkar ekki á þá að skvetta á þá vatni!   En mömmu stjörnuspá segir að hún verði að vera duglegri við að færa mér gjafir og hætta að hanga bara í vinnunni og koma útá Reykjanesið í sjósund.  En einhvern veginn grunar mig að fyrr borga útrásavíkingarnir til baka peninginn sem þeir stálu áður en það gerist...Sem sagt Jóna Mö og sjósund will happen when hell freezes over. 

En eins og áður sagði og er staðfest hér að neðan, þá er ég þroskuð og passa mig svakalega á því að staðna ekki! Ekki frekar en móðir mín.
MammaÞroskuð og óstöðnuð

 

 

 

 

VatnsberiVatnsberi: Þú ert þroskaður og tekur sjálfstæða afstöðu til þess sem gerist í kringum þig. Gættu þess þó að staðna ekki.
SporðdrekiSporðdreki: Þú hefðir gott af því að breyta um umhverfi, en að umgangast nýtt fólk væri enn betra. Málið er að vera duglegur og jákvæður, og þá kemstu þangað sem þig dreymir um.


Bíómyndarbryggja

Nú er maður á fullu að skipuleggja bíómyndina hans Gríms Hákonarsonar og bara vika til stefnu áður en tökur hefjast.  Maður fær alltaf svona fiðring í magann þegar fyrsti tökudagur nálgast, síðan breytist hann í kvíðahnút og yfirleitt fer allt úrskeiðis sem hugsast getur og maður þarf að redda hlutunum og eftirá líður manni eins og maður hafi bjargað heiminum.  Maður getur orðið húkkt á þessari tilfinningarússíbanareið sem tökur á bíómynd hafa í för með sér og geðveikur!  Það er oft svaka bíómynd að taka upp bíómynd.

En það gengur svaka vel með bryggjuna og Hafnarborg er farin að líta betur út.  Daníel og frændi hans eru búnir að saga, steypa og gera eitthvað sem ég nennti ekki að hlusta á og leggja á minnið.  Búið að laga stigann, og saga rúllugardínurnar og svei mér þá ef ég er ekki bara farin að hallast að því að það er gott að hafa karlmenn á heimilinu.   Næst er að grafa holu í garðinum að framan, raða grjóti og búa til heitann pott.  Það er víst alveg massa auðvelt og maður þarf bara skóflu og ég á hana!  Hehehe. 
staurarSímastaurarverkamenn


Ráðgátunni lokið. Allir heilir heilsu?

Ráðgátan gekk vel.  Nú brotnaði engin stigi, en sófinn er valtur og eldhúsborðið allt útí blóði og hálf vankað eftir Markó sem tók brjálæðiskastið á það eftir að hann fannst blóðugur og rennblautur í sjónum fyrir utan húsið mitt.  Gaman gaman.  Reyndar bara í smá stund því þá uppgötvaði hann að eiturlyfjasjúklingurinn hún Heiða hafði fundið peysu og myndavél konu hans sem fannst hengd uppí rafmagsstaur nokkrum mínútum síðar.   Þessi morðgáta gekk betur fyrir áhorfendur heldur en sú síðasta þar sem margir voru mjög nærri því að leysa hana og giska á réttan morðingja.  Hún María sigraði enda gáfumenni mikið og sá strax að hippinn systir Hildar hún Sibba var ekki öll þar sem hún var séð!  Fíkniefnamisferli, morðtilraun, fjöldamorð og blásýra í vatni voru lykilorð morðgátunnar í gær og mættu 15 manns í Hafnir til að horfa á leikhópinn Skuggabörn myrða hvert annað og flækja lífið.  Er lífið ekki klikkað og flókið. 

Ivonna dauðÁhorfendurMorðin búin

 

 

  



 

 

Næsta morðgáta verður í borg óttans Reykjavík og verður auglýst á miðli þessum síðar.   Góðar stundir. 


Ráðgáta Nr.2 "Ren í hjarta"

Ráðgáta 2Þá er komið aðþví  Ráðgáta nr. 2 í Höfnum í kvöld klukkan 22:00.  Sagan er eftirfarandi:

 Hjón á eftirlaunaaldri eru að byggja við húsið sitt í Höfnum.  Það er kvöld og fallegt veður.   Þar sem konan stendur við húsið sitt og horfir á manninn sinn vinna verður hún vör við hreyfingu í sjávarmálinu.   Hvað getur þetta verið?  Er þetta manneskja og ef svo er, er hún dáin?  Saman bera hjónin manneskjuna inní hús og í ljós kemur að ekki er allt sem sýnist hvorki í fjármálum hjónanna né tengsl þeirra við þennan meðvitundarlausa eða látna mann.   Brátt kemur fram í dagsljósið alls konar flækjur og leyndarmál sem einhver eða einhverjir eru tilbúnir að grafa!  Æsispennandi leikflétta í Höfnum í kvöld. 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband