Krossfestingu frestað um óákveðin tíma!

Ok ég veit ekki hvort það hafi eitthvað með stærð mína að gera en svo virðist vera sem ég vanmet reglulega sentimeterinn.  Finnst sentimeter frekar lítil stærð.  Þess vegna þegar ég ákvað að smíða snúrur og var í húsasmiðjunni og maðurinn spurði mig hvort 180 senitmetrar væru ekki nóg horfði ég á hann og sagði "það er ekki neitt ég vil 2x300 sentimetra".   Þegar ég kom heim og skar í bútinn til að gera þverslánna ákvað ég að 62 sentimetrar væru það eina rétta frá þverslánni og upp.  Eftir nokkra klukkutíma vinnu þar sem mér leið eins og ég væri að höggva kanó úr timbri rétti ég snúrustaurinn við og pílagrímar alls staðar úr heiminum pöntuðu flugmiða og byrjuðu að kyrja bænir í átt að Höfnum.  Snúrustaurinn varð að krossi!   
Vonandi kemur Daníel erkivinur í heimsókn á morgun með vélsögina og Golgatahæðin mun hverfa af Reykjanesi.  Ég eyðilagði öxina á þessu og hinn páskanærbuxnahaldarinn verður að bíða betri tíma þar sem ég móðgaði sjálfan mig svo mikið með því að vera ófær um að gera snúrustaur!  Í hverju er ég eiginlega góð í?
KrossfestingINRI

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvorfor har du ikke selv en elektrisk rundsav? Det SKAL man bare have :)

Monica Nielsen (IP-tala skráð) 30.5.2010 kl. 20:12

2 Smámynd: Sunna Sigrúnardóttir

þú ert góð í að tala hratt og ógeðslega mikið án þess að anda á milli! enda er það það eina sem maður þarf að vera góður í!

haltu þessum krossi þarna...getur örugglega grætt helling á pílagrímunum!

Sunna Sigrúnardóttir, 30.5.2010 kl. 22:41

3 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Svo ertu góð í að syngja

Hrönn Sigurðardóttir, 30.5.2010 kl. 23:03

4 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

....og ég legg til að krossinn fái að standa áfram! Hugsaðu þér hvað pílagrímarnir verða hissa þegar þeir lenda á Reykjanesinu og halda að þeir séu á tunglinu

Hrönn Sigurðardóttir, 30.5.2010 kl. 23:04

5 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

hahahaha!!

Róslín A. Valdemarsdóttir, 31.5.2010 kl. 17:40

6 identicon

Bara fá þér tröppur Gullin, tvær flugur í einu höggi, út með þvottinn og pallapuð í leiðinni.  Knús á þig og þína.

Willa (IP-tala skráð) 31.5.2010 kl. 19:15

7 identicon

horfðu til himins,HIMINS, með höfuðið hátt, HÁTT, horfðu til heimsins úr höfuð átt;)

rósa (IP-tala skráð) 8.6.2010 kl. 21:58

8 Smámynd: Halldór Sigurðsson

Er hæð í Höfnum ?

Halldór Sigurðsson, 11.6.2010 kl. 09:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband