22.10.2010 | 19:31
Er 9.999 ekki nóg?
Það er konugrey í Englandi sem er ekki með alla múrsteinana á réttum stað! Hún er búin að vera að fjölga og lífga við köngulóategund sem var við það útrýmast. Er þessi kona ekki með öllu mjalla? Nú er ég búin að vera að agintera fyrir því statt og stöðugt í mörg ár að það sé til ALLT of mikið af köngulóm (yfir 10.000 tegundir). Ég hef hótað að flytja ef ég sé eitt stykki á heimili mínu, fer ekki í útilegur og ætla aldrei....ég endurtek ég ætla aldrei til Ástralíu því þar er gegnsæ könguló til sem lifir í klósettum og bítur mann í rassinn víst! Kemur ekki til greina.
Og nú leit úr fyrir það að 9.999 tegundir væru staðreynd þá ákveður einn klikkhausinn að rækta köngulær heima hjá sér og sleppa þeim síðan lausum á plánetunni. Hvernig fékk þessi köngulóasleikir það út að 9.999 tegundir væru ekki nóg fyrir vistkerfi heimsins!!! Og aumingjans konan er búin að vera ósofinn að gefa þessum áttfætlum lirfur og flugur. Þær vildu deyja en hún bara blés í þær lífi og kleip þær til lífs. Ég er búin að setja hana Helen Smith á listann minn yfir manneskjur sem ég vil ALDREI hitta. Og ég lofa ykkur því að ef einhvern tímann ég hitti hana Helen Smith og hún bíður mér í heimsókn þá mun ég ekki þiggja það!
Er ekki í lagi? Að rækta köngulær? Hvað dettur henni næst í hug?
Ól 3.000 köngulær í eldhúsinu sínu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- malacai
- andreaolafs
- annaeinars
- annagisla
- audurkg
- agustaha6
- alfholl
- beggipopp
- birgittathorsteins
- birna-dis
- bjarkitryggva
- bjarnihardar
- bjarnthor
- bjork
- brandurj
- bros
- gattin
- bryndisisfold
- cerebellum
- dagmar
- rafdrottinn
- draumur
- saxi
- einari
- esv
- einarorneinars
- elinarnar
- ellasprella
- emblan
- jaherna
- fravik74
- vinursolons
- franmiller
- kransi
- trukona
- eddabjo
- dee
- skodun
- birkire
- hronnsig
- ingveldurthe
- jenfo
- jonaa
- jona-maria
- prakkarinn
- lotta
- lillagud
- lindalinnet
- bidda
- maggaelin
- margretsverris
- marypoppins
- marjasig
- nexa
- olinathorv
- pallmagnus
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- roslin
- zigrun
- joklamus
- stjornlagathing
- lehamzdr
- steinunnolina
- sunnad
- svala-svala
- thelmaasdisar
- bliss
- william
Athugasemdir
reyndar eru til um 40.000 köngulóategundir í heiminum, en hver er svo sum að telja ;)
baraég (IP-tala skráð) 22.10.2010 kl. 20:05
næst fer hún eflaust í það að fjölfalda diska með ingó og veðurguðunum í massavís og dreifa á leikskólabörn... og rækta nýtt afbrigði af aids veirunni í baðkarinu heima hjá sér. sannur gleðigjafi þessi kona!
Sunna Sigrúnardóttir, 22.10.2010 kl. 22:01
Nú eru miklar veðurfarsbreyitngar í gangi eins og allir vita. Og þær hafa valdið því að gegnsæja klósettköngulóin í Ástralíu, rassonia toilettiensis, hefur nú lagst í víking og staðfest er að orðið sé allt morandi af henni hér á landi. Sagt er að líka hafi orðið stökkbreytingar á stofninum svo þær hafi stækkað sextánfalt. En þar sem þær eru með öllu ósýnilegar og gegnsæjar er ekki hlaupið að því að sanna þá kenningu. En rannsóknum er haldið áfram.
Sigurður Þór Guðjónsson, 22.10.2010 kl. 22:19
Einmitt 40.000 !!!!!!! Er ekki í lagi...það eru greinilega fleiri köngulóasleikjur til í heiminum, sem eru í þessum töluðu orðum ósofin að reyna að lífga við einhverja geimveruna.
Já Sunna það er örugglega einhver að því.....Hún er sko sannur Gleðigjafi þessi kona
Sigurður Þór!!! Þú ert vonandi að grínast! Þessi könguló er ekkert grín! Nú fer ég ekki úr húsi....ALDREI
Garún, 22.10.2010 kl. 23:44
Er ekki kominn tími til að slappa af Garún ?
Siggi (IP-tala skráð) 23.10.2010 kl. 06:13
Jú Siggi ætli það sé ekki málið! Þetta tekur svaka orku og ég er alltaf að líta um öxl. Sérstaklega eftir að þessi risastóra ósýnilega könguló er farin í víking frá Ástralíu.
Garún, 23.10.2010 kl. 10:39
Kóngulær eru mikilvægar á þessari plánetu, drepa t.d. flugur sem bera frekar með sér sóttkveikjur. Allt er að leita jafnvægis sem reyndar aldrei næst!
merkúr (IP-tala skráð) 23.10.2010 kl. 12:53
Birrrr og ekkert annað!
Sigurður Haraldsson, 23.10.2010 kl. 14:37
Ha, ha
G.Helga Ingadóttir, 24.10.2010 kl. 00:03
Einhversstaðar heyrði ég eða las að við séum aldrei meir en 10 metra frá næstu könguló. Er þó ekki viss hvort sú tala eigi við hér og þykist nokkuð viss um að suður og norðurpóllinn séu lausir við þær.
Steini (IP-tala skráð) 24.10.2010 kl. 04:16
kan man kalde hende for "spiderwoman"?
Monica Nielsen (IP-tala skráð) 24.10.2010 kl. 19:53
Ég er enginn köngulóarvinur.. en þessi pistill er gjörsamlega útúr kortinu!
Skordýr halda plánetunni lifandi, við erum öll hluti af vistkerfinu. Hættum að blóta köngulónum (eða hvað það er sem fólk hatar) Við ættum kannski að hætta að sýna dýraríkinu svona mikinn hroka og svona mikla óvirðingu og líta frekar á fegurð fjölbreytileikans. Það sem þú ert haldin.. er órökstuddur ótti við köngulær.
Greyjið þú að fara ekki í útilegu, það er frábær leið til að kynnast náttúrunni og landinu í öllum sínum fjölbreytileika. :)
Köngulær eru MÖGNUÐ dýr þegar maður fer að lesa sér til um þær. Ég er með eina í baðinu mínu... hún heitir Fjalli ;)
Helga B (IP-tala skráð) 25.10.2010 kl. 18:32
Fílaðig Helga. Ég er alltaf með nokkrar fyrir utan á sumrin sem heita allar Fríða. Þær koma bara alveg sjálfar og láta mig alveg í friði. Éta síðan flugurnar sem hinsvegar láta mig ekki í friði.
Ég skil ekki þennan ótta við meinleysisdýr sem í raun eru mjög fallegar og lífsseigar.
Góðar stundir krakkar.
Núrró (IP-tala skráð) 25.10.2010 kl. 19:34
Kæru vinir.
Í fyrsta lagi er þetta ekki pistill! Þetta er enn ein tilraun mín til að vera fyndin. Ég skrifa þetta blogg fyrir vini mína og fjölskyldu sem veit að ég er mjög óttaslegin þegar kemur að áttfætlum. Auðvitað veit ég að allt hefur þetta tilgang og merkingu og ég er sjálf með hálfgert vistkerfi á heimili mínu, er með fimm ketti og einn hund. Það sem mér finnst samt geðveikt er að rækta köngulær inní eldhúsinu sínu og vitið þið hvað ég fer bara ekki ofan af því. Ég skírði líka könguló sem réðst á mig einu sinni þegar ég var í baði, hún drukknaði og ég var mjög leið yfir því...hún hét EVA. En góðar stundir.....
Garún, 26.10.2010 kl. 09:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.