Klósett úr plasti eða postulíni?

Ég var að koma úr fríi.  Sem sagt ég keyrði hringinn í kringum landið með stórfjölskyldunni og naut mín í botn.  Með næstum því slökkt á símanum og ekkert planað nema þá helst grófplanað. Dásamlegt.  Á þessu ferðalagi tók ég helst eftir klósettum!  Ég þarf jú að pissa reglulega og svo var ég svakalega í núinu.  
Ég held að ég hafi pissað í svona cirka 20 klósett í þessari ferð og vegna þess hversu afslöppuð ég var þá tók ég eftir þeim!   Á öllum N1 klósettunum voru klósett seturnar og lok úr plasti og 5 þeirra lágu á gólfinu þegar ég kom þangað inn.  Alls staðar voru plast setur í misgóðu ásigkomulagi nema á einum veitingastað þar var postulín seta.   Plast lokin gefa ekki eins mikið hljóð frá sér þegar maður skellir þeim niður en postulíns setan var mjög hávaðasöm og bermálaði hljóðið frá veggjum og inn að hljóðkuðungi sem gaf síðan frá sér íl sem gerði mig geðveika á meðan ég þvoði mér um hendurnar.  Nú er ég komin heim og búin að gera excel skjal um klósett og pros og cons yfir hvort plast sé betra en postulín.    Postúlínið var kaldara, hávaðasamara, hreinlegra, og mér fannst ég fá eitthvað aðeins meira útúr ferðinni á klósettið.   Plastið var léttara, ónýtara, veðrað en meiddi mig ekki í eyrun þegar ég skellti á eftir mér. 
Svona í fljótu bragði þá finnst mér postulínið betra því gjörningurinn að þurfa að taka upp klósettsetuna af gólfinu og púsla á klósettið var ekki eins skemmtilegt og maður myndi ætla.  Reyndar núna þegar ég hugsa um það þá kann ég alveg vel að meta N1 ratleikinn "hvar er klósettsetan" en miðað við verð á bensíni og olíu þá finnst mér hægt að hann postulíns setu sem sprengir ekki hljóðhimnurnar og bíður átekta eftir manni á þeim stað sem hún á að vera...

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ætla mætti af þessum skellum öllum að þú hafir tamið þér nokkuð harkalegar umgengnisvenjur.  Mér dettur í hug að seturnar hafi legið á gólfinu því þú hafir ekki verið eini ferðalangurinn með ofþroskaða skelli þörf.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 1.8.2011 kl. 16:03

2 Smámynd: Garún

Haha það er rétt!  Mér finnst aðallega áhugavert að ég var að hugsa um þetta..Ekki oft sem ég er ekki að hugsa um vinnuna eða eitthvað annað.  Get einbeitt mér að klósettum og svoleiðis

Garún, 1.8.2011 kl. 16:31

3 identicon

Ass........  Vissi ekki að N1 einn væri mitt heimili.  Klósettsetan er nefnilega laus hér og stundum á gólfinu. Þarf reyndar aldrei að leita að henni.  Í næstu hringferð finnst  mér að þú eigir að beina sjónum þínum að handþurrkum og þvíumlöguðu á opinberum salernum. Í vor var ég á ónefndri sjoppu á Hvolsvelli og þurfti að fara á salernið og þar sem ég stend og þvæ mér um hendurnar (dáðist pínu að sjálfri mér í leiðinni í speglinum ) kemur ekki inn útlendingur stoppar og horfir á mig brettir upp ermar togar í aðra buxnaskálmina og lætur vaða................ ofan í helvitis ruslafötuna.  Fatan var nefnilega svo full að út úr flóði en þegar vinkona mín var búin að troða þá var rétt botnfylli.  Í sameiningu tókum við þau bréf sem voru á gólfinu og settum ofan í og þökkuðum hvor annarri fyrir. Ég get svo svarið að ég hélt að hún ætlaði að sparka í mig og að vissu leyti má segja að hún hafi gert það því að síðan þetta gerðist hef ég passað mig að troða pínu þegar ég sé að það er að flæða úr.  Hugsaðu þér hvað það væri mikið hreinlegra á svona stöðum ef við gengjum bara betur um.  Eitt dæmi:  Í kvöld þegar þú ferð út með Rósu hafðu méð þér plastpoka og tíndu í hann rusl sem verður á vegi þínum og hentu því.  Það rusl verður væntanlega ekki fjúkandi um næst þegar þú ferð út.

Jóna (IP-tala skráð) 6.8.2011 kl. 20:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband