19.7.2007 | 15:00
Opið bréf til Guðs
Hæ ég heiti Garún. Mér finnst gott að vera lítil, þótt ég sé reyndar með brjóst á við konu sem er 180 og á erfitt með að halda jafnvægi. Það er nú bara þannig að í mínu tilfelli þá gaf Guð og hélt bara áfram að gefa. Takk kærlega Guð,
Einn bara að flippa, ha ha sjáum dverginn reyna að kaupa brjóstarhaldara...hahahah geðveikislega fyndið. Hahaha sjáið hana reyna að spila fótbolta hahahaha ógeðslega fyndið getur ekki legið á maganum hahahaha.
Ég er alveg á því að Guð sé ekki eins klár og allir halda, til dæmis hvað var hann að pæla þegar hann bjó til Hýenur, hvað gera þær, hýenast og naggrísir, hvað naga þeir grísi.
Munið þið eftir því í skóla, þegar við vorum látin gera mengi, munið þið? setja eplin í eitt mengi og appelsínur í annað. Ég, hýenur og naggrísir erum í sama menginu. Algerlega ónothæf.
Eftir að ég handleggsbrotnaði hef ég velt hæfileikum Guðs í verkfræðideildinni fyrir mér, já ég veit allir segja að líkaminn sé kraftaverk og bla bla bla, en ég segi: Hálfklárað verk.
Við erum t..d enn með rófubein, ekkert funksjón í rófubeini, nema þegar maður brákar það, þá er vont að kúka, sitja, labba og bara hreinlega hreyfa sig. OK Já já einu sinni vorum við amöbur og syntum með rófunni, en það var í gær skiljið þig, nú er árið 2007 og mér finnst það bara basic mannréttindi að ganga um í velhönnuðum líkama. Annað væri það nú ef við gætum látið rófubeinið vaska upp eða þvegið bílinn. Nei Guð er sofandi risaeðla.
Annað sem er heimskulegt, Lappir, ekki átta, ekki fjórar, nei bara tvær. Það er alveg takmarkað að hafa bara tvennt af einhverju, ég er hagsýn, ég hef alltaf þrennt af öllu. Meira að segja flugvélar eru með þrennt af öllu ef ske kynni að eitt af þessu tvennu myndi bila.
Síðan er maður bara lengi á leiðinni útum allt með þessar tvær heimsku lappir. Alltaf einhvern veginn labbandi og það er hundleiðinlegt. Ég nota bíl alltaf, ef það væri hægt þá myndi ég nota bíl til að fara á klósettið.
Ég trúi því að ef Guð hefði viljað að við löbbuðum þá hefði hann gefið okkur fleiri lappir. Nei nei hann lét kóngulærnar fá lappirnar, alveg rosa gott move.
Til hvers í ósköpunum, þarna var hann ekki að hugsa...Hversu mörg sporin hefði hann sparað okkur ef við hefðum lappirnar sem kóngulærnar fengu, vinnuvikan yrði styttri allaveganna, allir rosa fitt, og þá hefði fólk virkilega tíma með fjölskyldunni. Labba upp á Everest ekkert mál, klukkutími tops. Nei kóngulærnar fengu lappirnar, hafið þið til dæmis einhvern tímann séð rosalega busy kónguló, bara verslandi, vinnandi úti, með krakkanna í göngutúr. Nei þær hanga bara í einhverjum vefjum í einhverju kóma þangað til maturinn flýgur til þeirra. Sniðugt að hafa allar þessar lappir! Pælið í því, þú liggur uppí sófa, ert að leggja þig og fljúgandi kóteletta með bernaise sósu bara lendir uppí þér. Stundum verð ég brjáluð þegar ég hugsa um þessa hönnunargalla Guðs. Einmitt góð rök fyrir því hversu mikilvægt er að mennta sig. Haldið þið að við værum svona ef Guð hefði til dæmis bara farið í listaháskóla og lært Grafíska hönnun eða tækniteiknun. Ok nei kannski ekki sniðugt þá væri ég örugglega með brjóst á rassgatinu, það er náttúrulega aldrei að vita með Guð, hann hefði örugglega farið og lært nútíma videóverk og við værum öll, ljóðaröflandi hýenur, fljúgandi um himinhvolfið, blá og útur kjaftinum kæmu loftbólur með blómum og eitthvað vesen ....allir nema ég , ég væri örugglega naggrís. Afsakið ég er bara pirruð á að vera handleggsbrotin og bara með eina vinstri hendi sem er svo óvön því að vera notuð að ég get ekkert gert með henni.
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 207168
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- malacai
- andreaolafs
- annaeinars
- annagisla
- audurkg
- agustaha6
- alfholl
- beggipopp
- birgittathorsteins
- birna-dis
- bjarkitryggva
- bjarnihardar
- bjarnthor
- bjork
- brandurj
- bros
- gattin
- bryndisisfold
- cerebellum
- dagmar
- rafdrottinn
- draumur
- saxi
- einari
- esv
- einarorneinars
- elinarnar
- ellasprella
- emblan
- jaherna
- fravik74
- vinursolons
- franmiller
- kransi
- trukona
- eddabjo
- dee
- skodun
- birkire
- hronnsig
- ingveldurthe
- jenfo
- jonaa
- jona-maria
- prakkarinn
- lotta
- lillagud
- lindalinnet
- bidda
- maggaelin
- margretsverris
- marypoppins
- marjasig
- nexa
- olinathorv
- pallmagnus
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- roslin
- zigrun
- joklamus
- stjornlagathing
- lehamzdr
- steinunnolina
- sunnad
- svala-svala
- thelmaasdisar
- bliss
- william
Athugasemdir
Þú kannt svo sannarlega að koma fyrir þig orði, sit hérna ein skellihlæjandi fyrir framan skjáinn og les þetta á meðan að tilraunamatseldinn mallar, aumingja Dóri að lenda í þessum ósköpum að þurfa að smakka á þessu, jæja þú veist hvernig hefur farið ef þú færð sms á eftir.
Mér hefur nú frekar dottið hug hversu hentugt það væri ef við (mannfólkið) væri skapað eins og guðinn Shiva, þá værir þú Gullin í góðum málum, fínt að hafa par til vara.
Bros, 19.7.2007 kl. 18:10
Rétt athugað hjá þér með Guð - hann/hún /það er algjörlega ómenntað og ekki mikils að vænta úr þeirri átt. Þú hefur alla mína samúð í gifsinu - geturðu ekki notað galdrana þína og breytt tímaskyninu? Þá verðurðu laus úr gifsinu strax.
Halldóra Halldórsdóttir, 19.7.2007 kl. 19:06
Þetta staðfestir að guð , með litlum staf , er kona
Halldór Sigurðsson, 19.7.2007 kl. 22:59
ég vissi það Garún, þú ert semsagt með þrjú brjóst
gunni frændi (IP-tala skráð) 20.7.2007 kl. 12:51
ROFLMAO!
Ég hélt ég myndi væta mig af hlátri ...
Nexa, 20.7.2007 kl. 12:53
Ég er alveg vissum að Guð sé húmoristi hvað sem hann kann annað að vera,
Af hverju eru karlmenn til að mynda með hár í rassinum ???
Bjarnþór (IP-tala skráð) 20.7.2007 kl. 14:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.