24.2.2008 | 23:31
Ég ætla að halda jólin í Olíuhreinsunarstöðinni á vestfjörðum
Mér finnst stundum svo frábært hvað fólk er jákvætt og fallegt. Ég var að enda við að lesa frétt af fundi sem haldin var á Ísafirði sambandi við Olíuhreinsunarstöð og þegar hann Árni formaður náttúruverndarsamtakanna sagði að það yrði gífurleg sjónmengun frá stöðinni þá svaraði hann Ólafur Egilsson stjórnarformaður íslensk hátækniiðnaðar að hann væri bara ekki sammála og var þess fullviss að margir túristar og aðrir myndu leggja leið sína í skammdeginu að stöðinni til að baða sig í ljósadýrðinni. Mér hlýnaði um hjartarætur og hugsaði með mér að hann Óli hlyti nú að vera svona eilífðarbarn sem tryði á jólin allan ársins hring. Svona líka jákvæður með eindæmum. Ég verð að viðurkenna að það er sterkur punktur í þessum rökum hjá Ólafi, ég rifjaði upp mér til skemmtunar hversu oft ég fór á síðasta ári að Grundartanga og sat í hlíðinni fyrir ofan álverið með samloku með mysing og horfði á ljósadýrðina og ryðkláfana.
Ég skrifaði líka niður allar þær dagsetningar sem ég fór að álverinu í Straumsvík, með bók, teppi og heitt kakó í brúsa og hallaði mér upp að kerskálanum um leið og ég baðaði mig í ljósadýrð álversins. Á síðasta ári gerði ég einnig annað, ég fór í Arnarfjörð og eyddi þar ömurlegum sex dögum í ógeðslegri náttúruperlu, ró og það voru engin ljós né ryðkláfar, né fallegar vinnuvélar í jarðraski og ég verð að segja að fuglalífið og fjallasýnin var farin að fara verulega í taugarnar á mér undir það síðasta. Ég stóð ofarlega í hlíðinni og horfði á sólina setjast um leið og ég hugsaði að það eina sem vantar á þessum væmna stað væri Olíuhreinsunarstöð.
Hvernig væri að við Íslendingar hættum þessu röfli öllu saman, horfum alvarlega til framtíðar og fyllum landið af stóryðju og verksmiðjum. Hættum að pæla í hugviti eða að dreifa kannski verkefnum útá landsbyggðina sem eru nú þegar í höfuðborginni, hættum líka að spá í þessar fjórar krónur sem þessir blessuðu þýsku túristar koma með inní landið. Hættum bara að pæla og gerum þetta bara. Græða núna, síðan deyja og láta aðra um að baða sig í ljósadýrðinni.
Og spurningar að lokum. Ef að eitthvað annað væri í boði fyrir utan olíuhreinsunarstöð á vestfjörðum, væru íbúarnir þá svona hrifnir af stöðinni??
Ef að það væri annað í boði á Bakka hjá Húsavík, væru þá Húsvíkingar svona glaðir með Álver?
Erum við ekki bara búin að svelta landsbyggðina það lengi að hún er farin að éta það sem henni er rétt. Sama og mamma sagði alltaf "þú borðar þetta þegar þú ert orðin nógu svöng"....Og viti menn, krakkaskrattinn át það.
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- malacai
- andreaolafs
- annaeinars
- annagisla
- audurkg
- agustaha6
- alfholl
- beggipopp
- birgittathorsteins
- birna-dis
- bjarkitryggva
- bjarnihardar
- bjarnthor
- bjork
- brandurj
- bros
- gattin
- bryndisisfold
- cerebellum
- dagmar
- rafdrottinn
- draumur
- saxi
- einari
- esv
- einarorneinars
- elinarnar
- ellasprella
- emblan
- jaherna
- fravik74
- vinursolons
- franmiller
- kransi
- trukona
- eddabjo
- dee
- skodun
- birkire
- hronnsig
- ingveldurthe
- jenfo
- jonaa
- jona-maria
- prakkarinn
- lotta
- lillagud
- lindalinnet
- bidda
- maggaelin
- margretsverris
- marypoppins
- marjasig
- nexa
- olinathorv
- pallmagnus
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- roslin
- zigrun
- joklamus
- stjornlagathing
- lehamzdr
- steinunnolina
- sunnad
- svala-svala
- thelmaasdisar
- bliss
- william
Athugasemdir
kaldhæðnin er svo svakaleg að það eru komnar frostrósir á rúðunar á heimilinu.
Guðbjörg (IP-tala skráð) 24.2.2008 kl. 23:36
Frábær pistill Garún. Og það eru bara 304 dagar til jóla sé ég á síðunni þinni:)
Þú hittir naglann á höfuðið með spurningunum og dæmisögunni. Bestu kveðjur,
Hlynur Hallsson, 24.2.2008 kl. 23:57
Hagkvæmni stórra vinnustaða er stórlega ofmetin. Rándýr jarðgöng yrði að bora gegnum endalausar heiðar og fjöll. Það sem aldrei hefur verið kannað eru mátulega stórar vopnaverksmiðjur sem þyrftu ekki nema brot af þeirri orku sem olíuhreinsistöð þarfnast. Hér er ég að tala um ýmsar gastegundir s.s. sinnepsgas, sem gæti verið framleitt í Dýrafirði. Napalmsprengjur gætu þeir á Patreksfirði hæglega framleitt með hjálp Tálknfirðinga og jarðsprengjur af ýmsu tagi væri sniðugt að framleiða við Önundarfjörð.
Svona mætti endalaust telja og þetta yrðu miklu huggulegri og vinalegri vinnustaðir en eitthvert olíuhreinsistöðvarbákn. Þarna erum við líka að tala um hálaunuð störf fyrir okkar vel menntuðu ungu kynslóð.
Árni Gunnarsson, 25.2.2008 kl. 00:17
Heyr Heyr Árni.
Garún, 25.2.2008 kl. 00:21
Vopn í Vopnafjörð!!!
guðbjörg (IP-tala skráð) 25.2.2008 kl. 00:23
Ég sting upp á að fá Ólaf Eilfíðarbarn í forystu fyrir að Íslendingum verði skilað aftur auðlindum hafsins, og hann berjist fyrir því, að þær veðsetningar, á gjafakvótanum og framseldu gjafakvótaveðsetningar, falli á þá sem þar hirtu gróðann, og fluttu úr landi. En ekki á okkur skattgreiðendum þessa lands, og landsbyggðarfólki, sem eftir sitja og hafa nú þegar greitt ærið nóg fyrir kvótaþjófnaðinn, eins og þú bendir réttilega á að komið sé fyrir landsbyggðinni. En nú virðist "VÁ" fyrir dyrum og komið að skuldadögum.
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 25.2.2008 kl. 00:57
Mér fannst alveg stórkostlegt þetta komment mannsins, að fólk myndi gera sér ferð í Arnarfjörðinn til að líta ljósadýrð olíuhreinsistöðvarinnar!! ARG!!!
Ragnhildur Sverrisdóttir, 25.2.2008 kl. 11:35
Hey! Valgeir!!
Ertu að reyna við konuna mína?
Urrr, bannað!!!!
Guðbjörg (IP-tala skráð) 25.2.2008 kl. 11:57
Mér finnst þetta hálf kjánalegt að fólk sé fyrst að fatta það núna, fegurðina sem kemur frá þessum virkjum. Held að það hafi verið síðustu jól þegar ég keypti mér sláttuvél til að hafa í gangi inni í stofu uppá andrúmsloftið.
Fólk verður bara að átta sig á því að þetta er framtíðinni og þetta er inni í dag. Var það ekki Ólafur sjálfur sem stórgræddi á geisladiskinum sem hann var að gefa út, með upptökum innan úr álverinu, ég get ekki sofnað nema að vera með hann í gangi.
William Thomas Mölller, 25.2.2008 kl. 12:03
Bara rétt að kvitta og segja þér að mér þykir stórt
Knúsaðu Guðbjörgu
Kv.
Mamma
mamma þín (IP-tala skráð) 25.2.2008 kl. 22:44
Langaði til að bæta aðeins við þá góðu hugmynd Árna að fara í vopnaframleiðslu. Samhliða því væri líka hægt að reka öfluga eiturlyfjaverksmiðju í Arnarfirðinum. Þar kæmu inn lítil krúttileg, ljósum prýdd skip með hráefni í amfetamín og önnur efnastofu lyf, en líka framandi för með valmúa sem a.m.k 200 vestfirðingar gætu fengið störf við að breyta í unnnar afurðir fyrir sívaxandi hóp neytanda. Byggðastefna-með hugsun.
Fran Miller, 25.2.2008 kl. 23:40
Takk fyrir skemmtilega færslu.
Það er rétt hjá þér að Vestfirðingar væru ekki að tala um þessa olíuhreinsistöð ef aðrir þættir væru eins og þeir ættu að vera hér um slóðir. Hinsvegar er það ekki rétt að Vestfirðingar séu "allir" svo hrifnir af þessari hugmynd - þvert á móti. Málið er bara að hinir hafa hærra. Stundum er það nú bara þannig.
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 26.2.2008 kl. 00:15
Garún Garún gleðigjafi!!! Það veit sá sem allt veit að ég myndi fara með heilu hópana af útlendingum til Arnarfjarðar að baða sig í ljósadýrðinni af olíuhreinsunarstöðinni þar!! Þegar að ég tek á móti túristahópum þá fer ég með þá beinustu leið að skoða Álverið okkar Hafnfirðinga í Straumsvík - öllum til ómældrar ánægju og gleði - svo förum við upp í Hvalfjörð og dveljum lengi við Járnblendiskrímslið þar - enn meiri ánægja og gleði!! Útlendingar elska að horfa á gula reykinn sem liðast upp úr fallegu strompunum og leggst yfir nærliggjandi sveitir. Ég get ekki beðið eftir að fá Álver við Húsavík til að geta farið með útlendingana mína þangað - eða í Helguvík!! Það er svo dásamlegt hvað Íslendingar eru meðvitaðir um nauðsyn þess að ná efsta sætinu í hópnum: "Þjóðir sem menga mest af öllum í heiminum!" . Að lokum skulum við drífa í að menga allt lambakjötið okkar (eins og tekist hefur með þær skeppnur sem alast upp í nálægð við Járnblendiverksmiðjuna í Hvalfirði) - og eyðileggja öll vötn með kvikasilfursmengun - eins og nú þegar hefur náðst í Þingvallavatni - þá getum við verið virkilega stolt af því að vera orðin eins og verstu skítablettir nálægt alræmdustu kjarnorkuverum Evrópu. Verðum við ekki alltaf að vera mest og best í öllu??!!
Edda Björgvinsdóttir (IP-tala skráð) 26.2.2008 kl. 00:35
GAAARRRGGGG..... sit hér ein inní stofu, allir aðrir á heimilinu farnir að sofa, og skellihlæ.
Auðvitað eigum við að baða okkur í ljósum tilvonandi olíhreinsunarstöðva og svo verður olían orðin svo hrein að við getum notað hana sem boddílósjon
Svala Erlendsdóttir, 26.2.2008 kl. 00:46
Góður pistill. Við eigum það líklega sameiginlegt að hafa setið í hæðunum/Akrafjalli - og borðað nestið okkar á meðan við njótum útsýnisins yfir Grundartangann - engin ljós og enginn glamúr þar á ferðinni. Stóru karlarnir hafa landið í hendi sér - en eru með hjartað á vitlausum stað. Gróðafíkn og valdabrask sem og iðnaðarjötnar æða með látum yfir okkur án þess að neinn pæli í því hve landið er fagurt án Álvera og annarra slíkra verksmiðja.
Keep Iceland free from pollusion - keep it clean.
Tiger, 26.2.2008 kl. 01:18
Þessi pistill er gargandi snilld og mikill sannleikur að mínu mati
Anna Gísladóttir, 26.2.2008 kl. 08:13
Takk allir fyrir commentin.
Ólína: Ég veit að allir vestfirðingar eru ekki með Olíuhreinsunarstöð, en eins og hann Friðrik Ómar minn sagði "þá glymur hæst í tómri olíutunnu".
Edda: Nýtt slogan, "græðum landið með Olís, bara ekki á vestfjörðum"...
Garún, 26.2.2008 kl. 09:47
æ, komdu frekar með næsta kafla í Ráðhúsdramatíkinni... ég bíð spennt !
Knús, D
Dagmar, 26.2.2008 kl. 21:06
Þú ert alltaf jafn hnitmiðuð og frábær og ég er eimitt farin að bíða vorsins til að geta komist í mína árlegu lautarferð í straumsvíkina. Jafnvel þó ég sjái ekki þá sem sitja með mér á teppinu vegna mengunar, það er í lagi, ég veit þeir eru þarna á bak við reykinn. Við erum fífl Íslendingar sem sjáum ekki auðinn fyrir áli.
Knús á þig.
Jenný Anna Baldursdóttir, 27.2.2008 kl. 09:27
Æi gleymdi einu af því þú minntist á jólin. Á síðunni þinni stendur að það séu 301 dagur til jóla. Byrjuð að baka?
Jenný Anna Baldursdóttir, 27.2.2008 kl. 09:28
já mér lýst vel á þessa jákvæðni hjá þér Garún - í dag koma útlendingar til að sjá ljósadýrð norðuljósanna innan skamms koma þeir til að sjá ljósadýrð allra verksmiðjana okkar - ég hlakka til að eyða fallegum haust kvöldum innan um ljós olíustöðva og sólarlags, þetta hljómar svo rómó. Einnig hlakka ég til að sjá nútíma færslu af íslendingasögunum eins og t.d. frægu setningunni ,,fögur er hliðin..." hún gæti hljómað einhvernvegin svona ,,fögur er verksmiðjan og stutt í iðnaðinn"
María, 27.2.2008 kl. 10:45
Hæ Garún gamla stjórnarsystir.
Langaði að kasta á þig bloggkveðju, gaman að lesa þig
Einar Örn Einarsson, 27.2.2008 kl. 22:05
Hvernig í ósköpunum tekur Morgunblaðið ekki útdrátt úr þessu skemmtilega og frábæra bloggi? Í dag birta þeir tvívegis um e-ð blómablogg þó enn séu fyrstu blómin ekki farin að láta sjá sig úti í náttúrunni sem sé vetrarblómið.
Hvað er í gangi á þeim bæ?
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 5.3.2008 kl. 20:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.