Japönsk rannsókn nr.56433

Ok aftur um heimskulegar rannsóknir. Ég las þessa frétt (neðst í færslunni) í morgun og fann mig knúna til að gera eigin rannsókn á þessum efnum, þar sem ég er ekki hvít rotta sem sprautuð hefur verið með etanoli eða saltupplausn. Ég ákvað að búa til minningu um að hafa lesið þessa frétt og hófst svo handa. Til að spilla ekki rannsókninni með utanaðkomandi áhrifum fór ég í sturtu og skrúbbaði mig með klór og sótthreinsaði mig. Ég klippti neglur á höndum og fótum og kembi hárið og fjarlægði þau dauðu og veiku. Nú var ég tilbúin. Ég settist við eldhúsborðið með whiskey flösku fyrir framan mig og eina bjórkippu (íslenska). Eftir tvo bjóra og fjögur whiskey skot lokaði ég augunum og reyndi að muna eftir rannsókninni sem ég las, viti menn ég mundi vel eftir henni. Ég skráði niður þessa uppgötvun á blað við hliðina á mér. Hélt áfram. Þegar samtal fjórir bjórar voru búnir og 8 staup lokaði ég aftur augunum og datt af stólnum. Smá svona setback en hetjan sem ég er klifraði aftur upp og reyndi að muna eftir rannsókninni. Eitthvað varð minningin skrítin, nú var ég ekki viss hvort þetta hefði verið japönsk eða kínversk rannsókn og mér fannst eins og þér höfðu notað mýs í staðinn fyrir rottur. Þarna fór ég reyndar að hágráta yfir litlu Jennunum sem höfðu dáið við að færa mér þessa rannsókn, ég skellti öðru staupi í mig og skráði athugasemdir niður á blaðið meðan ég barðist við grátinn. Ég kláraði kippuna og þegar ég vaknaði aftur eftir þrjá tíma í eigin slefi á eldhúsborðinu mundi ég ekki alveg hvað ég var að gera þarna. Ég leit á blaðið við hliðina á mér og reyndi að lesa skriftina á því. Þar stóð. " Man allt! Held áfram". Síðan kom bil og skrift með þónokkuð stærri stöfum tók við "helv..ég verð að muna að taka úr vélinni fyrir kínverjana, ekki geta þér rannsakað naktir?"

NIÐURSTAÐA:Áfengi fær mann til að gleyma japönskum rannsóknum en muna eftir kínverskum. p.s vegna höfuðverks og ógleði ætla ég að hætta þessari rannsókn og rannsaka svefnvenjur dverga á Reykjanesi..

"Flestir hafa eflaust heyrt um það að menn drekki sorgum sínum og drekki til að gleyma. Samkvæmt nýrri japanskri rannsókn á þetta ekki við rök að styðjast því svo virðist sem að áfengið eyði ekki slæmum minningunum heldur haldi þeim á lífi. Vísindamenn við háskólann í Tókýó komust að því að etanól, sem veldur því að fólk kemst í áfengisvímu, fær fólk ekki til að gleyma, heldur þvert á móti festir minningarnar í sessi. Vísindamennirnir, sem lyfjafræðiprófessorinn Norio Matsuki fór fyrir, gáfu tilraunarottum vægt raflost til að gera þær hræddar. Rotturnar urðu því stjarfar þegar eitthvað ógnaði þeim og þær hnipruðu sig saman þegar þær voru settar í búrin sín. Í framhaldinu gáfu vísindamennirnir rottunum strax etanól eða saltlausn með sprautu. Þeir komust að því að rotturnar, sem fengu etanólið, urðu mun lengur stjarfar af hræðslu, en rottur sem fengu saltlausnina. Fram kemur að óttinn hafi varað að meðaltali í tvær vikur."  


mbl.is Drukkið til að muna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Dagmar

hahahahahaha, þú ert snillingur! Maður á náttúrulega ekki að láta segja sér svona hluti og bara trúa þeim í blindni, bara testa þetta sjálfur! Kallinn minn er að detta í það í kvöld, ég er að hugsa um að spyrja hann útúr þegar hann skríður heim í nótt... sjá hvernig þetta virkar! Eða kannski segja honum eitthvað merkilegt áður en hann fer út og vekja hann svo klukkan átta og tékka á hvort hann man það ekki örugglega ... mjög líklegt til vinsælda !

Knús, D

Dagmar, 1.3.2008 kl. 20:58

2 identicon

Nú veit ég af hverju ég gleymi allt og öllu. Muna að drekka meira.

Minni svo á fund til að koma á nýju kerfi - stóriðja ekki undanskilin.  B.Y.O.B.


Elisabet R (IP-tala skráð) 2.3.2008 kl. 12:00

3 identicon

Híííí litlí!  rakst á síðuna þína og var að lesa nokkrar færslur mér til skemmtunar, þú ert yndi!  Varla að ég gat hætt!  Nú ferð síðan þín í favorites hjá mér.  Ég er búin að ákveða að komast að einu fyrir þig, æi þarna spurningarnar þínar, þetta með fangana og skattinn og það dæmi, ég er sko að vinna á skattstofu og mun komast að hinu sanna í þessu máli!  Tel það líklegt að þeir fái sín skattagögn í fangelsið og jafnvel fulltrúa frá skattinum í heimsókn til að aðstoða, veit samt ekki en ég held að það sleppi enginn;)  Það eru allar upplýsingar sendar inn á rafræna framtalið þitt, bankadæmið og launamiðarnir þannig að þetta er næstum bara undirskrift og rúmlega það hjá sumum. Alla vegana nær skattaskýrsla fram yfir dauðann, það þarf að gera skattframtal fyrir síðast árið sem fólk lifir og eftir það þarf að skila framtali fyrir dánarbú, spes!  knús litlí frá skattatótunni

Þórunn María (IP-tala skráð) 2.3.2008 kl. 23:08

4 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

    Nú skil ég afhverju minni mitt er ekki jafngott og ég hélt að það væri,   ég drekk ekki nóg.   Auðvitað verður maður að drekka,  til að muna, hvernig á maður annars,  að muna,  afhverju,  maður drekkur.  Timburmennirnir tengja fyrir mann ástæðuna fyrir drykkjunni, ég man það þó.    Opna þeir ekki ríkið aftur klukkan níu í fyrramálið.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 2.3.2008 kl. 23:26

5 Smámynd: Garún

LIIIIITTTTTLLL´ÍIIIII Gimbill...var það ekki orðið okkar, tótalí? "he came out of the dark like he was made of it!" Sendu garra bréf.,.....garun@pegasus.is

Lilja: Ríkið opnar kl.10 held ég, dettum í það korter yfir....

Dagmar: Mundi kallinn hvar hann átti heima....?

Valgeir: Takk elsku drengur

p.s hvar eru allar geðveiku athugasemdirnar frá móður minni?

Garún, 3.3.2008 kl. 00:06

6 Smámynd: Fran Miller

Athyglisvert-man meira og minna allt bæði gott og slæmt. Er saltvatn lausnin?

Fran Miller, 3.3.2008 kl. 00:29

7 Smámynd: Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir

I love it!! You allways make me laugh honey!!

Ég kveikti á kertum fyrir litlu hræddu rotturnar sem vafra um í  búrunum sínum - dauðadrukknar - með hræðilegar minningar um kínversk (eða voru það japönsk???) rafskaut ... allt í þágu hinnar grimmu mannskepnu!!!

Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir, 3.3.2008 kl. 00:35

8 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Innlitskvitt og kveðjur

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 3.3.2008 kl. 15:00

9 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jösses, nú man ég af hverju ég fór á Vog!  Ég fór á Vog til að gleyma og svei mér ég verð ringlaðri og ringlaðri með hverri för á þann mektarstað (DJÓK).  Hehe, er í kasti.

Jenný Anna Baldursdóttir, 3.3.2008 kl. 17:15

10 identicon

Elsku hjartað

Loksins kom að því að þú saknaðir mín

Hvernig er minnið hjá Pútín og félögum. Dry vodka og fullt af smjöri ég bara spyr. 

Samkvæmt blöðunum í dag vantar honum 3200 hvítar mýs undir 15 gr að þyngd og er tilbúin að borga  1 milljón fyrir.

 Mundu að taka lýsið þitt. Það er frammi í ískáp við hliðina á vodkanu hægra megin við ginflöskuna og í hillunni fyrir ofan eimaða spírann.

Knús í þitt hús

Kv,

Mamma 

mamma þín (IP-tala skráð) 3.3.2008 kl. 21:39

11 identicon

Heyðu góða

Tók ekki eftir því áðan að þú skrifaðir þessa athugasemd kl 0006

Hvenær er eiginlega þinn háttatími, ég get svo svarið það að þetta er ekki það uppeldi sem þú fékkst góða mín. Þvílíkt og annað eins ég held ég verði að biðja pabba þinn að tala við þig.

Kv

Ein alls ekki svo ánægð núna 

mamma þín (IP-tala skráð) 3.3.2008 kl. 21:44

12 Smámynd: Garún

Hvaða hvaða. Ég vissi ekki einu sinni að þú vissir hvað gin væri, hvað þá eimaður spíri. Getur verið að þú eigir eitthvað hliðarlíf sem við krakkarnir vitum ekki um. Og annað ég veit ekki hvaðan þessar tímasetningar á athugasemdunum koma, ég skrifaði þessa athugasemd korter í tíu það veit ég því ég sofnaði stuttu seinna yfir biblíulestrinum með 10 fréttir í bakgrunni. Eða eins og Agatha Christie sagði "ég er með allar mínar tímasetningar á hreinu, allir hinir eru seinir eða ekki komnir". Þannig er nú það móðir góð...

Garún, 3.3.2008 kl. 22:56

13 Smámynd: Dagmar

Kallinn var ekki nógu fullur... verð að rannsaka þetta á vinkonunum í Berlín um helgina...

Dagmar, 4.3.2008 kl. 10:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband