Afhverju kom það ekki til baka?

Búmerang virkar úti í geimnum

Sérstæð tilraun japansks geimfara hefur leitt í ljós að búmerang virkar eins úti í geimnum og það gerir á jörðinni. Geimfarinn, Takao Doi, gerði þessa tilraun er hann var á frívakt fyrr í vikunni í Alþjóðlegu geimstöðinni, að því er talskona japönsku geimvísindastofnunarinnar greindi frá í gær.

Doi kastaði búmeranginu - eða bjúghverflinum, eins og það hefur verið nefnt á íslensku - og varð „mjög hissa á að sjá að það flaug nákvæmlega eins og það gerir á jörðinni,“ sagði Doi er hann ræddi við konuna sína utan úr geimnum.

Doi gerði tilraunina að beiðni landa síns Yasuhiro Togai, sem er heimsmeistari í búmerangkasti.

Þið sem hafið komið hérna á síðuna mína reglulega hafið kannski tekið eftir því hversu ástríðufull ég er gagnvart rannsóknum vísindamanna á hinum ýmsu hlutum sem gætu hugsanlega bragðbætt líf okkar eða bætt lífsgæði okkar til muna.   Miðað við fréttir undanfarið þá finnst mér Japanir hafa verið brautryðjendur í þessu óeigingjarna starfi sem lifandi vísindi eru.  Fyrir nokkru þá bloggaði ég að mér fyndist ekki vel farið með peninga sem settir eru í rannsóknir sem þessar en nú verð ég að éta hatt minn, standa upp og klappa dramatískt með tárin í augunum.  Það er ástæða fyrir því að ég gagnfræðaskólamenntuð skil ekki ba eða masters skólagengna vísindamenn og ástæður þeirra fyrir rannsóknum sem svo greinilega geta bætt úr þeim vandamálum sem steðja að okkur mannkyninu á hinu herrans ári 2008.  ÉG ER HEIMSK.  Ég finn mig knúna til að skrifta og játa vankunnáttu mína gagnvart búmerangi og var hreinlega búin að gleyma hinni djúpu þrá minni að vita hvernig búmerang hegðaði sér innan um gammageisla og sólarvinda fyrir ofan lofthjúp jarðar.  Ég roðna og skammast mín er ég ætlaði að skrifa hér kaldhæðnislega færslu um þessa rannsókn vitandi vel hversu örvæntingafull ég var árið 1988 þá tólf ára útá túni í sveitinni með neongræna búmerangið sem mamma keypti á bensínstöð og sama hvernig ég kastaði því aldrei kom það til baka heldur lá í grasinu hlæjandi, bíðandi eftir því að ég brotnaði niður undan álagi.  Ég man hvernig ég lippaðist niður í grasið með svalan sumarvindinn í hári og nokkur tár tifuðu niður andlit mitt meðan ég reyndi að skilja hvað það væri við mig sem gerði það að verkum að ég gæti ekki kastað búmerangi eins og restin af heiminum gerði.  Ég hefði eflaust getað breytt framtíð minni, orðið sjálfsöruggari og fallegri manneskja hefði ég bara fattað að búmerang hegðar sér alveg eins útí á túni og útí geimnum.  En nú eru liðin mörg ár og ég hef aldrei snert aftur búmerang, aldrei hlupið útá tún hlæjandi spennt yfir komandi leik, né hringt í vini mína og skipulagt búmerang turnament eða setið í grillveislu þreytt eftir köst dagsins, fullnægð og ánægð með árangur minn í þeim efnum.  Ég vil nota þetta tækifæri og þakka þessum Takao Doi fyrir að hafa sannað þetta og bið alla góða vætti að vera með honum þegar hann ákveður að prufa hvort að það sé lykt af fretinu hans í þyngdarleysi geimsins.  God speed Takao.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

"Tifandi" tár.  ARG hvað mig langar til að sjá það í aksjón.

Eitt eilífðar smáblóm með tif.. nei gæti verið kærð.

Smjútsí á þig plebbinn þinn með neongrænt búmmerang af bensínstöð.  Frussss.  Ég var með krómlitað og það kom og sló mig í hausinn.

páskar

Jenný Anna Baldursdóttir, 24.3.2008 kl. 12:12

2 Smámynd: Dagmar

Gleðilega páska skvísa og gaman að fá að njóta þessarar vísindalegu uppgötvunar með þér.

Ég átti greinilega jafnömurlega æsku og þú... fékk bensínstöðvarbúmerangið aldrei til að virka... ekki frekar en ég gat aldrei neitt í teygjó eða snúsnú...

Jæja, ætla að fara að gúffa í mig restinni af páskaegginu, hélt í gær reyndar að ég kæmi aldrei framar niður súkkulaðibita á ævinni. Það er greinilega fljótt að lagast

D

Dagmar, 24.3.2008 kl. 13:52

3 Smámynd: María

já það er gaman að vera til á þessum tímum merkilegra vísindauppgötvana.

María, 24.3.2008 kl. 16:22

4 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Ég sem hélt,  að líf mitt hefði verið, sem, dans á rósum, kemst nú að því, að ég hef misst af því sem máli skiptir í lífinu, sjálfum "bjúghverflinum",  á meðan heil geimvísindastofnun, hefur hætt lífi sínu, til rannsóknar þessa merka fyrirbæris, út í geimnum,  hef ég, flotið í gegnum lífið,  á flotholti fáviskunnar.  Ég skil, að þú sért, eilíflega þakklát, þessum bjargvættum, bjúghverfilsins, til að lifa í minni heimsins sem eitt af undrum veraldar.  En viltu fyrirgefa mér fávísina elsku Garún mín, ég lofa að ég skal tigna með þér "búmerang" og "bjúghverfil" þegar við eigum næst saman frívakt, og aldrei tala niðrandi um það.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 24.3.2008 kl. 16:40

5 Smámynd: Fran Miller

Hvernig hafa frumbyggjar í Ástralíu brugðist við þessari rannsókn. Er komin einhver yfirlýsing frá þeim

Fran Miller, 24.3.2008 kl. 21:27

6 identicon

Elsku kellingin

Ef ég hefði vitað að boomerabngið gerði þig að því sem þú ert í dag.............. þá hefði ég keypt öll sem til voru og gefið vinstri hægri til þess að við ættum fleiri eins og þig

Finnst rosalega vænt umþig

Kv.

mamma 

mamma þín (IP-tala skráð) 24.3.2008 kl. 22:56

7 Smámynd: Garún

Hæ og takk fyrir skemmtileg komment og gleðilega páska.  Ég er þessa daga sveitt við upptökur á bíómyndin Brim sem gerist í stórsjó um borð í báti og þegar ég er ekki ælandi af sjóveiki þá er ég að jafna mig eða undirbúa undir ælutíma. 

Elsku Jenný:  Já þetta er skírskotun í þjóðsöng vorann...hef lengi verið að velta því fyrir mér hvernig tifandi tár er, var búin að sætta mig við jarðskjálfta hjá blóminu góða. 

Dagmar: Ég overdosaði einhvern tímann í æsku á páskaeggi og hef eiginlega ekki borðað þau síðan

María:  Komdu með mér í einn tökudag og við getum gert vísindalega rannsókn á hegðun báts í sjó...kannski er reyndar búið að gera það en gerum það samt!

Lilja Guðrún:  Ég ætlaði reyndar aldrei aftur en ég er samt til í að vera útí á túni með þér og kasta þessu bjúgdrasli eins langt og augað eigir.

Fran:  Frumbyggjar ástralíu eru að skrifa sameinuðu þjóðunum bréf og ég bað talsmann þeirra að cc bréfinu á mig svo vonandi heyrum við eitthvað bráðlega.

Mamma:  Ég er bara vakandi afþví ég var að koma úr tökum!!!!  En takk fyrir að eyðileggja æsku mína með þessu búmerangi...og ég elska þig líka.. 

Garún, 25.3.2008 kl. 02:23

8 identicon

Hló hressilegavið að lesa bloggið þitt.  Long time no see ha?  Sannast að maður finnur alla á netinu á endanum.

Baldvin Gunnar Ringsted (IP-tala skráð) 25.3.2008 kl. 03:08

9 Smámynd: Embla Ágústsdóttir

Sæl vinkona 

Ég datt inn á bloggið þitt fyrir algera tilviljun, og fannst ég eitthvað kannast við konuna Ég held að spjall yfir kaffibolla sé alveg málið hjá okkur núna. Það er komið ansi langt síðan síðast.

Ertu enn þá með Pegasus netfangið? 

Embla Ágústsdóttir, 25.3.2008 kl. 11:15

10 Smámynd: Ragnhildur Sverrisdóttir

Þú hefur ekki verið í réttri sveit, ágæta kona! Í minni sveit þurfti ekki bjúgverpil til. Ef maður kastaði einhverju upp í vindinn, þá kom það ALLTAF beint í hausinn á manni aftur.

Ragnhildur Sverrisdóttir, 25.3.2008 kl. 15:17

11 Smámynd: María

til í tökur og rannsóknir - kannski búmerang hegði sér öðru vísi á sjó en á landi - en í geyminum

María, 26.3.2008 kl. 10:01

12 identicon

Búmerang já, þú segir nokkuð!  Ég hef bara aldrei orðið svo fræg að snerta slíkt, kannski hebbði ég orðið svona yndisleg eins og þú með búmerang reynslu að baki mér?  Hver veit?    Verð að tjá mig um eitt, ég bara get ómögulega klárað páskaeggið mitt

Þórunn María Örnólfsdóttir (IP-tala skráð) 26.3.2008 kl. 15:08

13 Smámynd: Garún

Jæja enn á lífi eftir Brim.

Embla mín ég er enn með garun@pegasus.is sendu línu babe

Ragnhildur: Hvaða sveit var það?  Ég ætla að fara þangað í sumar og friðmælast við bjúghvirfilinn eða hvað sem þetta drasl heitir.

Valgeir: Elsku drengurinn hafðu það líka svo gott

María:  Það væri típískt að ég myndi kasta búmeranginu útá sjó og ÞÁ kæmi það til baka og lenti á camerunni...

Tótalee:  Gerðu eins og ég frystu eggið og stútaðu því í bað á þorláksmessu og þá getur þú sagst hafa farið í súkkulaði bað.  

Mamma:  ef þú saknar mín þá getur þú yljað þér við myndirnar sem ég er búin að vera að setja hér inn og fylgst með því hversu vel dóttir þín eldist og þarafleiðandi þú líka! 

Garún, 26.3.2008 kl. 23:32

14 Smámynd: Dagmar

Flottar myndir, var að skoða... Árni Óli sem er á einni myndinni var örugglega með mér í bekk eða hóp eða e-ð í Fossvogsskóla forðum daga...

D

Dagmar, 27.3.2008 kl. 18:23

15 Smámynd: María

stór skemmtilegar myndir - það væri aðsjálfsögðu eftir öllu að þegar á hólminn er komið þá virki búmmerangið

María, 27.3.2008 kl. 21:27

16 identicon

Innlitskvitt!

Ása (IP-tala skráð) 27.3.2008 kl. 22:29

17 identicon

  Mér finnst boomerangturnamennt vera málið.  Og þó við séum allar ferlega heimskar getum við alltaf huggað okkur við það hvað þú ert sæt... Og halló!! - mamma þín líka.

Elisabet R (IP-tala skráð) 30.3.2008 kl. 12:42

18 identicon

Innlitskvitt, hef aldrei prófað búmerang enda var aldrei logn á Selfossi þegar ég var að vaxa úr grasi, er meira svona flugdrekatýpa

Bidda (IP-tala skráð) 7.4.2008 kl. 01:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband