Við hvað vinnur þú?

Kæri dómsmálaráðherra.
Ég ætla að skrifa þessa færslu eins hægt og skýrt og mér er unnt, svo að þú eigir auðveldara með að skilja hana! Ekki taka hana persónulega þar sem ég þekki þig ekki einu sinni og ekki þú mig. Ég hef aldrei talað við þig, aldrei hitt þig og aldrei kosið þig. En ég geri þá kröfu að þar sem þú ferð með umboð mitt í þínu starfi að þú vinnir vinnuna þína.
Ekki veit ég nákvæmlega hvað þú gerir eða hversu marga aðstoðarmenn þú hefur, en það er ljóst að þú ert ekki svakalega mikið upptekin af því að laga fáránlega kynferðisdóma, eða gefa skýrar línur í heimilisofbeldisdómum, ekki ertu brjálæðislega upptekin af því að laga andlega líðan fanga í fangelsunum þínum, ekki ertu að vinna yfirvinnu útaf barninu sem dvelur í hegningarhúsinu sem stendur á móti föndurbúð á Skólavörðustígnum þar sem barnið í rauninni ætti að vera. Ekki fara margar vinnustundir hjá þér við að fjölga lögreglum á landsbyggðinni né í miðbænum um helgar.
Það virðist vera að tíma þínum sé að miklu leyti eytt við að koma mönnum í fangelsi sem millifært hafa á sig nokkrar milljónir og það virðist vera meiri glæpur að svíkja undan skatti heldur en að misnota barn á Íslandi í dag. Nú veit ég að ég fæ örugglega athugasemdir að þú hafir ekki einn um þessi mál að segja, þetta séu þessar og hinar nefndirnar og að Alþingi þarf að blablabla til að þú getir blablabla....En kæri dómsmálaráðherra. Mér er sama hverjum þetta ástand er um að kenna og hvað þarf að gera til að það breytist og við hvern þarf að tala til að það gerist. Ég vil bara að þú sjáir um það. Það ætti að vera þitt starf. Ekki flækja hlutina fyrir mér með orðskrúði eða málefnalegum pólitískum málalenginum. Farðu bara og lagaðu þetta STRAX eða fáðu einhvern annan til að gera það. ALLT ANNAÐ MÁ BÍÐA.
Fyrir ágúst á þessu ári er það mín krafa að þú notir launin þín í að launa þér fyrir eftirtalda vinnu og árángur:
nr.1 Komdu þessu barni á Skólavörðustíg í hendur á einhverjum sem getur hjálpað því, ef það er engin á Íslandi sendu það þá til Danmerkur þar sem fólksgildi virðist vera hærra en hér.
nr.2 Breyttu lögunum (ekki kasta Alþingisklausunni á mig) svo að þeir aðilar, men og konur sem misnota börn eða fullorðna kynferðislega fái þunga dóma og aðstoð. ATH. 3 mánuðir er ekki þungur dómur ef þú ert að velta því fyrir þér....
nr.3 Breyttu lögunum (ekki kasta Alþingisklausunni á mig) þannig að þeir sem ganga í skrokk á konum sínum eða mönnum fyrir framan börn sín eða ekki fái jafn þunga eða þyngri dóma en þeir sem slást um helgar fyrir utan bari og vínhús.
nr.4 Sjáðu svo um að það sé ekki hægt að milda dóma yfir mönnum eða konum sem lúberja maka sína og segja að þeim hafi verið ögrað, eða að makinn sem var barinn hafi "byrjað", Eða fyrirgefðu "átt upptökin" eins og það heitir á lagamáli.
nr.5 Settu einn af aðstoðarmönnum þínum, má vera símastúlkan. Í að fara um landið og taka úttekt á löggæslu þar og bættu síðan úr henni og tækjakosti. Skattpeningarnir verða nefnilega ekki minna virði miðað við fjarlægð frá höfuðborginni eins og virðist vera.

Ef af einhverjum ástæðum þú sérð þér ekki fært að laga þessa hluti, viltu þá vinsamlegast segja afþér og hleypa manneskju að sem er þó allaveganna tilbúin að reyna.

Ég veit að þetta bréf er hvorki málefnalegt eða með lagalegan rétttrúnað, en mér er alveg sama. Ég vil breytingu og það strax.

Þinn skattgreiðandi
Garún


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta bréf er frábært hjá þér, ég vil komast á stuðningslista bréfsins og skoðanna þinna á þessum málum!!  Dómar í ofbeldismálum eru auðvitað fáránlegir, spurning hvort þeir koma úr kókapuffspökkum.  Ódýrir dómar fyrir dýrkeyptar þjáningar fórnarlamba.

þórunn María (IP-tala skráð) 4.3.2008 kl. 16:07

2 Smámynd: Bros

Orð í tíma töluð Gullin.  Reyndar er háttvirtur dómsmálaráðherra líka upptekin af því að tala fyrir því að við fáum her hérna á Íslandi, ég segi maður líttu þér nær, tökum til í garðinum okkar fyrst áður en við förum í garð nágrannans.

Knús í þitt hús  

Bros, 4.3.2008 kl. 16:18

3 Smámynd: Anna Gísladóttir

"Vei tú gó" Garún !

Anna Gísladóttir, 4.3.2008 kl. 17:22

4 Smámynd: William Thomas Mölller

Guð hvað þetta er rett hjá þér, mæli vel með þvi að hann lesi yfir þetta ef ekki einusinni þá tiusinnum í röð.

William Thomas Mölller, 4.3.2008 kl. 17:46

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Heyr, heyr.

Jenný Anna Baldursdóttir, 4.3.2008 kl. 19:23

6 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Þakka þér fyrir þennan pistil Garún!   Þetta eru orð í tíma töluð, og snjallt hjá þér að skrifa ráðherranum sem og láta hann vita hvernig málum er komið hér,  ég er viss um að Dómsmálaráðherrann okkar hann Björn Bjarnason verður ekki lengi að kippa þessu í liðinn, þegar hann er búin að lesa bréfið frá þér og  kíkja umræðurnar á netinu sem hafa spunnist í kringum pistil Elísabetar Ronalds.  Það verður vonandi ekki langt að bíða að Björn svari hann er iðinn við bloggið, og skjótur til svars.  Og það sem meira er hann er "réttsýnn".  Svo ég bíð spennt. 

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 4.3.2008 kl. 19:40

7 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Flott hjá þér elsku Garún mín,ég er með .

bestu baráttu kveðjur yfir til þínKitty 4

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 4.3.2008 kl. 21:19

8 identicon

HEYR HEYR!!!

Gunnhildur frænka (IP-tala skráð) 5.3.2008 kl. 09:44

9 Smámynd: Dagmar

Góður Garún !

Dagmar, 5.3.2008 kl. 12:11

10 Smámynd: Agnes Ólöf Thorarensen

Gott hjá þér..

Agnes Ólöf Thorarensen, 5.3.2008 kl. 23:28

11 Smámynd: Einar Örn Einarsson

Garun.

Kveðja frá Kvenfélaginu Hvalrekanum frá Pattaya , til hamingju með daginn.

Tökum undir hvert orð hjá þér. Ályktuðum um þetta í keldskattsrapportinu yfir sláturkeppunum hér í hetanum á Pattaya.

Svetinn bókstaflega lekur af okkur, Sturta oft á dag svo ekki verði feta í hárinu.

EÖE

Einar Örn Einarsson, 8.3.2008 kl. 17:02

12 identicon

Mér finnst þú frábærlega málefnaleg. Við verðum bara að muna, í næstu kosningum til alþingis, að gefa atkvæði okkar til þeirra sem hafa framkvæmt en ekki þeirra sem bara lofa því í von um atkvæði.

Elisabet R (IP-tala skráð) 9.3.2008 kl. 23:40

13 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Á þing með þig....færð mitt atkvæði

Einar Bragi Bragason., 11.3.2008 kl. 00:03

14 identicon

Nánast allir sem ég heyri í og tala við eru á sömu skoðun og þú Garún mín,því er mér ómögulegt að skilja að þessi maður skuli vera ráðinn í þetta starf af þjóðinni til að sjá um þessi mál.

Bogga

Bogga (IP-tala skráð) 13.3.2008 kl. 20:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband