16.5.2008 | 22:50
Að læra að tala önnur tungumál!
Einu sinni sótti ég um í kvikmyndaskóla í Danmörku! Þetta er einn fremsti kvikmyndaskóli evrópu og ég var mjög spennt að komast inn í hann! Ég gerði allt sem ég átti að gera. Skrifaði úrdrátt úr kvikmynd sem ég hafði fengið hugmynd að, skrifaði hjartnæmt bréf um hversu góður námsmaður ég ætlaði að verða og var háfleyg í hugmyndum mínum um komandi vinskap við samnemendur mína sem ég ætlaði að kynnast og búa til kvikmyndir framtíðarinnar með! Þessi skóli sem um ræðir tekur inn aðeins 6 nemendur annað hvert ár og er með útskrifuð nöfn eins og Dagur Kári, Billie August og margir af okkar fremstu leikstjórum í dag. Cirka 1500 manns sækja um. Ég var reyndar ung og vitlaus og sótti um í framleiðendadeildina! Nú jæja ég komst áfram og var boðuð til Danmerkur í próf! Ég tók prófið sem var á dönsku en skrifaði svörin á ensku og komst upp með það. Áfram komst ég og nú var ég komin í svokallaðan 12 manna hóp, nú var ég kölluð í viðtal við kennara skólans. Ég fór og um leið og ég gekk inní herbergið sá ég 6 manna sem voru tilbúin að hlusta á hugmyndir mínar og mér leið eins og ég væri "center" athyglinnar. Ég settist niður og spurði hvort það væri nú í lagi ef ég myndi tala ensku, ég væri nú ekki alveg flugfær á dönskunni og væri í ofanálag stressuð þar sem um framtíð mína væri að ræða. 5 hausar af sex kinkuðu kolli og ég brosti. Einn kollur sagði upphátt "Nej du skal snakka dansk!" Um leið og hann sagði þetta vissi ég að ég væri ekki að fara í þennan skóla, því hver getur sjarmerað einhvern á fimmtán mínútum á dönsku? Hinir 5 kollarnir horfðu á mig eins og þeir væru óviljugir hermenn í aftakasveit og ég beit á jaxlinn og ákvað að tala þá bara íslensku með dönskum hreim! Í 10 mínútur nauðgaði ég danska tungumálinu og sló í gegn sem tungumálaheftasti dvergur í sögu skólans. Það var ekki fyrr en undir það síðasta að einhver spurði mig á dönsku "afhverju heldur þú að þú getir orðið góður próducant?". Þá ákvað ég að ég skildi sjarmera þau með karakternum Garúnu svo ég sagði " Fordi jeg har kreb". Nú kom alveg rosalega sorglegur svipur á þau öll og þau horfðu á hvort annað og enduróku spurninguna. Og ég endurtók helvítið "Fordi jeg har krebt í benen" og barði sterklega í upphandlegginn á mér. Eftir það fóru þau bara að taka til og þegar ég var að fara óskaði konan í hópnum mér góðs gengis og knúsaði mig. Danir eru klikkaðir hugsaði ég! Nokkrum dögum seinna fékk ég svar frá skólanum um að ég hefði því miður ekki komist inn.
Nokkrum mánuðum eftir það var ég að horfa á Discovery Channel og byrjaði þá þáttur sem hét "Krebs í Denmark" og fjallaði um KRABBAMEIN!!!!!! Sem sagt KREB þýðir Krabbamein.........
Ok, sem sagt ég komst ekki inní skólann afþví að þau héldu að ég væri með krabbamein, og ekki flóknari en svo, þau héldu að ég væri með krabbamein í löppunum!!!!! Nú í dag er ég aðstoðar leikstjóri hjá Degi Kára sem er ekki með krabbamein í löppunum og er frábær leikstjóri. Já mig langaði bara svona að segja ykkur þetta. Já já
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 207169
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- malacai
- andreaolafs
- annaeinars
- annagisla
- audurkg
- agustaha6
- alfholl
- beggipopp
- birgittathorsteins
- birna-dis
- bjarkitryggva
- bjarnihardar
- bjarnthor
- bjork
- brandurj
- bros
- gattin
- bryndisisfold
- cerebellum
- dagmar
- rafdrottinn
- draumur
- saxi
- einari
- esv
- einarorneinars
- elinarnar
- ellasprella
- emblan
- jaherna
- fravik74
- vinursolons
- franmiller
- kransi
- trukona
- eddabjo
- dee
- skodun
- birkire
- hronnsig
- ingveldurthe
- jenfo
- jonaa
- jona-maria
- prakkarinn
- lotta
- lillagud
- lindalinnet
- bidda
- maggaelin
- margretsverris
- marypoppins
- marjasig
- nexa
- olinathorv
- pallmagnus
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- roslin
- zigrun
- joklamus
- stjornlagathing
- lehamzdr
- steinunnolina
- sunnad
- svala-svala
- thelmaasdisar
- bliss
- william
Athugasemdir
Heppnir danirnir að þú ert ekki að flytja til þeirra.
Hannes Heimir Friðbjörnsson, 16.5.2008 kl. 23:10
Bestu óskir um góða helgi
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 16.5.2008 kl. 23:13
Jenný Anna Baldursdóttir, 17.5.2008 kl. 09:21
Brosið er nú ekki sammála fyrsta ræðumanni, mikill missir fyrir frændur vora dani að þú fórst ekki til þeirra, þú hefðir nú aldeilis hrist upp í hinum fína skóla. En aftur á móti græddi Brosið mikið líka á því að þú fórst ekki, heldurðu að það hefði orðið flóð hmmmm......knús elsku Gullin og mundu nú að slappa af ef þú hefur stund.
Bros er eins á öllum tungumálum
Bros, 17.5.2008 kl. 15:26
Synd að missa af því að vera í Danaveldi -- okkar gömlu húsbændum
Halldór Sigurðsson, 18.5.2008 kl. 12:15
Nú er komin tími á að þú sækir um aftur. Ekki spurning. - Þú hefur sigrast á "þínum krebs" og nú ertu til í slaginn. Mikið þætti mér vænt um ef þú vildir hringja í mig. Kveðja Lilja
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 18.5.2008 kl. 23:18
Sæl Garún.
Þú kanski manst ekki eftir mér en þú varst einu sinni í sveit í Fljótshlíðinni og ég var að fara að búa þar, með fyrverandi manni mínum, Benóný,. Gaman að rekast á síðuna þína. Hafðu það sem best kveðja Sigga.
Sigríður Viðarsdóttir, 18.5.2008 kl. 23:28
Hahaha, ég sé þig í anda Garún
Annars sakna ég þín hrikalega! Ég verð eiginlega að fara að hitta þig. Þetta er bara komið út í neyðarástand. Nenniru að segja mér hvort númerið þitt endar á 7676 eða 7677? Mér finnst ekki gaman að hringja í vitlaust númer
Verð að heyra í þér soon !
Embla Ágústsdóttir, 18.5.2008 kl. 23:35
Hæ, þú ert bara aldrei heim, kom við á sunnudaginn alltaf jafn gaman að lesa bloggið þitt
kv. Sigga
Sigga (IP-tala skráð) 20.5.2008 kl. 07:46
Úff!
Nú lá við að ég yrði ekki miklu eldri
Ragnhildur Sverrisdóttir, 20.5.2008 kl. 14:51
Það hefði nú verið æðislegt fyrir þig að komast inn í skólann.
En ég efa að þau hefðu viljað missa eflaust góðan nemanda úr krabbameini.
Gangi þér vel í því sem þú leggur þér fyrir hendur, nú fylgist ég spennt með, þetta er allt svo athyglisvert sem þú ert að gera!
Róslín A. Valdemarsdóttir, 20.5.2008 kl. 16:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.